John Snorri á leið í grunnbúðir

John Snorri í góðum gír í grunnbúðum á K2 áður …
John Snorri í góðum gír í grunnbúðum á K2 áður en hann lagði af stað upp fjallið hættulega. Ljósmynd/Lífsspor á K2

John Snorri Sigurjónsson, fyrsti Íslendingurinn til þess að toppa fjallið K2, er á leiðinni aftur niður í grunnbúðir. Leiðin niður er ekki síður hættuleg en erfitt er að verjast snjóflóðum, grjóthruni og skriðum sem koma í bakið. 

Ferðin upp fjallið var löng og ströng og náði John á toppinn í gær. Hann var svo fljótur aftur niður í fjórðu búðir þar sem hann fékk súrefni og hvíldist fyrir gönguna niður. Hægt er að fylgjast með ferðum John Snorra og sjá hvar hann er staddur nákvæmlega á heimasíðu Lífsspors.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert