Lést í flúðasiglingu í Hvítá

mbl.is

Erlendur karlmaður lést skömmu eftir hádegi í dag eftir að hafa fallið útbyrðis við flúðasiglingar á Hvítá skammt neðan við Brúarhlöð. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Selfossi.

Lögreglunni barst tilkynning um slysið skömmu eftir hádegi í dag. Erlendur karlmaður á áttræðisaldri hafði fallið útbyrðis í ána, skammt neðan við Brúarhlöð. Samferðamenn mannsins náðu manninum fljótlega um borð aftur, en hann var þá orðinn meðvitundarlaus og endurlífgunartilraunir báru ekki árangur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út, en var send til baka skömmu síðar að því er lögreglan á Selfossi sagði í samtali við mbl.is þegar endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Farið var því með manninn á heilsugæsluna á Selfossi.

Dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu, en lögreglan á Suðurlandi vinnur nú að rannsókn málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert