Plan C að ráðherra stígi inn í málið

Ferjan sem deilt er um hvort fái að sigla til ...
Ferjan sem deilt er um hvort fái að sigla til viðbót­ar við Herjólf til Vest­manna­eyja um versl­un­ar­manna­helg­ina. Ljósmynd/Arnaldur Halldórsson fyrir Eimskip

„Plan C er að ráðherra stígi inn í þetta mál og vindi ofan af þessari endemis vitleysu Samgöngustofu,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um höfnun á beiðni bæjarins um afnot á ferjunni Akranesi. Ferjan hafi þegar verið varaáætlun og ekki komi til greina að leigja annan bát. Bæjaryfirvöld ætli frekar að fara alla leið. Geðþóttaákvarðanir stjórnvalda megi ekki ráða.

Samgöngustofa ákvað nýlega að ferjan Akranes fengi ekki leyfi til siglinga á milli Eyja og lands um verslunarmannahelgina. Ferj­an hef­ur heim­ild til farþega­flutn­inga milli Akra­ness og Reykja­vík­ur á hafsvæði C en hafsvæðið milli Land­eyja­hafn­ar og Vest­manna­eyja er sömu­leiðis í flokki C. Vest­manna­eyja­bær kærði í beinu framhaldi ákvörðun stofnunarinnar og krafðist þess að sam­gönguráðuneytið felldi ákvörðun Sam­göngu­stofu úr gildi.  

Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum Árni Sæberg

Plan C að ráðherra vindi ofan af vitleysunni

Að sögn Elliða var ferjan Akranes þegar varaáætlun Vestmanneyinga. „Þetta er plan B, þessi ferja. Við ætluðum að leigja nákvæmlega eins ferju, með öll sömu leyfi og þessi, sem var í öllum atriðum eins,“ segir Elliði. Samgöngustofa hafi sýnt jákvæð viðbrögð um leigu á þeirri ferju en báturinn hafi svo runnið þeim úr greipum. Þegar bæjaryfirvöld hafi stungið upp á notkun á Akranesi hafi komið annað hljóð í strokkinn að ástæðulausu, að mati Elliða.

Nú ætlar hann að fylgja eftir kæru bæjarins, annar bátur kemur ekki til greina. „Plan C er að ráðherra stígi inn í þetta mál og vindi ofan af þessari endemis vitleysu Samgöngustofu,“ segir Elliði. „Þessu verður fylgt eftir alla leið og við munum halda þessu máli algjörlega til streitu og ég trúi ekki að þetta verði erfitt mál fyrir yfirmenn þessarar stofnunar,“ bætir hann við.

Geðþótti eigi ekki að ráða

Elliði segir ákvörðun Samgöngustofu hafa einkennst af geðþótta. „Við megum ekki búa við geðþóttaákvarðanir stjórnvalda,“ segir hann. „Við höfum lög, við höfum reglugerðir, en geðþótti á ekki að ráða,“ segir hann.

Rökstuðningur Samgöngustofu gangi ekki upp, til dæmis hafi Samgöngustofa bent á að leið ferjunnar milli Akraness og Reykjavíkur sé útsýnisleið, sem Elliða þykir mjög einkennilegt: „Algjörlega fráleitur málflutningur.“

Elliði gagnrýnir rökstuðning Þórólfs Árnasonar, forstjóra Samgöngustofu.
Elliði gagnrýnir rökstuðning Þórólfs Árnasonar, forstjóra Samgöngustofu. mbl.is

Unga fólkinu ekki treystandi

Þá segir Elliði að Samgöngustofa hafi í orðræðu sinni gefið í skyn að farþegar yfir verslunarmannahelgi hafi haft neikvæð áhrif á umsóknina. „Forstjóri Samgöngustofu segir að ástandið á farþegum til Vestmanneyja sé þannig að það sé ekki hægt að heimila það. Þar er hann væntanlega að vísa til þess að unga fólkinu okkar sé ekki treystandi og þau séu öll útúrdrukkin, “ segir hann.

Hann bætir við að slík fullyrðing sé einfaldlega ekki sönn, gestir yfir hátíðina séu prúðbúnir, og hann trúi ekki að „íslenskir embættismenn og eftirlitsmenn á Íslandi geti gengið fram með svona þvætting“.

Veiti bæjarbúum öryggi

Ferjan hefði veitt bæjarbúum og gestum ákveðið öryggi yfir hátíðina, til dæmis þegar kæmi til sjúkraflutninga. Yfirvöld hefðu getað brugðist skjótt við ef óhöpp gerðust yfir helgina.

„Þarna erum við þá með ferju sem getur flutt sjúkrabörur eða veikt fólk og fleiri en tvo í einu, á þessum mikla hraða. Þetta er þannig aukið öryggi og brýnir okkur enn frekar til þess að láta ekki undan,“ segir hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kaupverð hækkar umfram leiguverð

08:50 Leiguverð hefur gefið nokkuð eftir í samanburði við kaupverð fjölbýlis á síðustu misserum. Þannig hefur kaupverð hækkað 7 prósentustig umfram leiguverð síðustu 12 mánuði og rúmlega 17 prósentustig umfram leiguverð frá ársbyrjun 2012. Meira »

Hjartasteinn tilnefnd

08:32 Kvikmyndin Hjartasteinn er í hópi 51 kvik­myndar sem til­nefnd­ er til evr­ópsku kvikmynda­verðlaun­anna í ár. Þrestir voru tilnefndir í fyrra. Meira »

Aldrei tíma til að reykja eða drekka

08:18 Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir, íbúi í Sunnuhlíð í Kópavogi, er 100 ára í dag. Hún er fædd á Ísafirði, dóttir Sigmundar Brandssonar og Júlíönu Óladóttur. Systkini Ástu voru Anna Kr. Meira »

Skoða fjórar leiðir Borgarlínu

08:15 Tvær leiðir eru taldar ákjósanlegastar fyrir borgarlínu frá Firði, verslunarmiðstöðinni í Hafnarfirði, um Hafnarfjörð og í átt til Garðabæjar. Þetta kemur fram í skýrslu Mannvits – verkfræðistofu. Meira »

„Virðist vera að fálma í myrkri“

08:06 Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir að svo virðist sem Thomas Møller Olsen fálmi í myrkri. „Hann er að reyna að krafla sig upp úr þessu, en virðist ekki geta það,“ segir Helgi um framburð Thomasar fyrir rétti í gær. Annar dagur réttarhaldanna hefst klukkan 9:15. Meira »

Bretar fá leynivopnið togvíraklippur

07:57 Sjóminjasafnið í Hull (Hull Maritime Museum) fær leynivopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðunum, togvíraklippur, afhent 1. september. Meira »

Réttindalausir ökumenn á ferð

07:10 Nokkuð var um að lögreglan á Suðurnesjum hefði afskipti af réttindalausum ökumönnum um helgina. Þeir höfðu ýmist verið sviptir ökuréttindum eða aldrei öðlast þau. Meira »

Ísland eyðir langmestu í tómstundir

07:37 Íslensk stjórnvöld eyddu 3,2% af vergri landsframleiðslu sinni í íþrótta- og tómstundastarf, menningu og trúarbrögð árið 2015 og eru það langmestu útgjöld til þessara málaflokka á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og ef miðað er við Evrópusambandslöndin (ESB). Meira »

Milt og gott veður

06:39 Spáð er rólegheita- og mildu veðri næstu daga með hægum vindi og víða sést til sólar. Undir helgi er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og fer að rigna en síst norðaustan til. Meira »

Styðja tillögu Varðar

05:52 Formenn sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík lýsa yfir stuðningi við tillögu Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, um blandaða prófkjörsleið fyrir framboðslista flokksins í borginni fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Búðarþjófar og dópaðir bílstjórar

05:48 Þrír voru staðnir að þjófnaði í verslun í Smáralind síðdegis í gær en þeir voru á aldrinum 29 ára til 41 árs. Einn þeirra lét lögreglu fá fíkniefni sem hann var með á sér þegar lögregla hafði afskipti af þeim. Málið var afgreitt með skýrslu á staðnum.   Meira »

Nemar sækja í rafbækur

05:30 Sala rafrænna kennslubóka á háskólastigi hefur aukist mikið hjá netversluninni Heimkaupum að undanförnu.   Meira »

Nýjar reglugerðir hægja á áætlanagerð

05:30 Stærri sveitarfélög reka lestina í gerð brunavarnaáætlunar, en ekki hefur verið í gildi brunavarnaáætlun á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2012. Á Akureyri rann brunavarnaáætlunin út árið 2013. Meira »

Uppkaup á ærgildum möguleg

05:30 Uppkaup ríkisins á ærgildum eru meðal þeirra tillagna sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur sett fram til lausnar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Hverfandi myndast

05:30 Hálslón er nú komið á yfirfall en yfirborð lónsins náði 625 metrum yfir sjávarmáli aðfaranótt síðastliðins laugardags, 19. ágúst. Meira »

Stór makríll uppistaðan í aflanum

05:30 Uppstaðan í makrílafla sumarsins er stór fiskur og yngri árgangar hafa lítið sést að sögn Guðlaugs Jónssonar, skipstjóra á Venusi NS-150. Meira »

Sjálfvirkt eftirlit fækkar slysum

05:30 Hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir um 14 alvarleg slys og 6 banaslys í umferðinni ef sjálfvirku meðalhraðaeftirliti hefði verið beitt á ákveðnum vegaköflum í báðar áttir. Meira »

Allt að 34% launahækkun

05:30 Mikið launaskrið er hjá hinu opinbera og hafa laun einstakra hópa hækkað allt að 34% frá 2014.   Meira »
Bræðraborgarstígur 49
Til langtímaleigu 2ja herbergja 52 fm íbúð í Reykjavík (101). Leiga 170 þús/mán...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
Vantar Bílamálara/Bifreiðasmið í vinnu.
5 stjörnu Gæða vottað Réttingaverkstæði vantar Bílamálara og bifreiðasmið til s...
Smart föt, fyrir smart konur !
Nýjar vörur streyma inn - alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi My-Style - Tísku...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...