Þórunn Antonía vill syngja fyrir Hanyie

Hanyie á afmæli í október en hana dreymir um að …
Hanyie á afmæli í október en hana dreymir um að halda afmælið sitt á Íslandi svo ákveðið var að slá til veislu 2. ágúst. Ljósmynd/Kristín Ólafsdóttir

Skipulagning afmælisveislu Hanyie, 11 ára flóttastelpu sem stendur til að vísa úr landi, er í fullum gangi. Ýmsir hafa boðið fram aðstoð sína, þar á meðal söngkonan Þórunn Antonía. Feðginin mega eiga von á því að fá tveggja daga fyrirvara áður en þeim er vísað úr landi.

„Það hefur verið að tikka inn á afmælisreikninginn og fleiri eru að lýsa yfir áhuga sínum á facebooksíðu veislunnar,“ segir Guðmunur Karl Karlsson, einn skipuleggjenda. Einnig hafa ýmsir boðist til þess að koma með mat eða skemmtiatriði. 

Hanyie verður að öllu óbreyttu vísað úr landi á næstu …
Hanyie verður að öllu óbreyttu vísað úr landi á næstu vikum. Ljósmynd/Guðmundur Karl Karlsson

„Þórunn Antonía bauðst til að syngja; Húlladúllan ætlar að vera með sýningu og kenna fólki að húlla og svo hafa strákar boðist til þess að útbúa dýr úr blöðrum,“ segir Guðmundur. Hanyie og faðir hennar eru í skýjunum með stuðninginn og mjög spennt fyrir veislunni að sögn Guðmundar.

„Við vonum svo að þetta skili einhverju varðandi það að þau fái að vera hér áfram, það er naumur tími til stefnu,“ segir Guðmundur. Tæpar þrjár vikur eru frá því feðginin fengu að vita að þeim yrði vísað úr landi eftir mánuð. „Svo er hringt með kannski tveggja daga fyrirvara áður en mætt er og þeim fylgt úr landi,“ segir Guðmundur að lokum.

Stofnaður hef­ur verið söfn­un­ar­reikn­ing­ur í nafni Guðmund­ar þar sem hægt er að leggja inn aur í af­mæl­is­gjöf fyr­ir Hanyie. Ekki er mögu­legt að stofna reikn­ing í henn­ar eig­in nafni og held­ur Guðmund­ur því utan um reikn­ing­inn. Þeir sem vilja gefa Hanyie af­mæl­is­gjöf geta lagt inn á reikn­ing: 0513-14-406615 á kenni­tölu 091082-5359.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert