Börðust um bestu stæðin fyrir hvítu tjöldin

Það er mikið hjartansmál fyrir Eyjamönnum að ná sem bestu ...
Það er mikið hjartansmál fyrir Eyjamönnum að ná sem bestu stæði undir hvítu tjöldin. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

„Þetta er allaf mikið hjartans mál hjá Vestmannaeyingum að fá sitt stæði,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, formaður Þjóðhátíðarnefndar, í samtali við mbl.is. Í kvöld fór fram árlegt kapphlaup heimamanna í Eyjum um að ná bestu stæðunum undir hvítu tjöldin fyrir Þjóðhátíð og fór keppnin „að mestu leyti mjög vel fram,“ að sögn Dóru.

„Það eru ekkert alltaf allir sammála, það er bara eins og gengur í lífinu en ég held að það hafi bara allir farið nokkuð sáttir heim þegar það var búið að koma öllum fyrir,“ segir Dóra létt í bragði.

Frétt mbl.is: Búast við 15 þúsund manns

Hörð keppni um bestu stæðin

Hún segir ákveðnar hefðir hafa skapast um það hverjir eru með tjöld hvar en hvítu tjöldunum er raðað niður á nokkrar götur. „Það er ákveðið fólk sem að vill vera alltaf á ákveðnum götum. Til dæmis eins og Veltusund það er mjög formfast, það er eiginlega bara sama röð alltaf,“ útskýrir Dóra.  „Þú þarft bara fyrsta tjald í Veltisundi annars verður ekki Þjóðhátíð held ég,“ bætir hún við og hlær.

Hlaupið af stað.
Hlaupið af stað. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Hvítu tjöldin sem reist eru árlega í tilefni af Þjóðhátíð eru á bilinu 270-340 talsins en að sögn Dóru voru öll tjaldstæðin tekin í gegn og sléttuð fyrir nokkrum árum svo flest stæðin ættu í dag að vera nokkuð góð, þrátt fyrir það sé hörð keppni um stæðin.

Hélt að kapphlaupið væri sviðsett

„Sjálfboðaliðarnir sem eru að vinna fyrir félagið þeir fá að byrja tveimur mínútum á undan og þegar þeir hafa lokið sér af þá kemur að hinum en það er yfirleitt alltaf aðeins þjófstart,“ segir Dóra og bætir við að hún hafi átt skemmtilegt samtal um kapphlaupið við mann úr Reykjavík í dag.  

„Hann hélt að þetta væri sviðsett atriði. Þetta væri bara til að búa til svona eitthvert ljósmynda-„móment,“ segir Dóra og hlær, svo mikið sé keppnisskapið að fólk sem ekki þekki til eigi bágt með að trúa því að ekki sé um einhvers konar grín að ræða.

Þingmennirnir og Eyjamennirnir Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson í faðmlögum. ...
Þingmennirnir og Eyjamennirnir Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson í faðmlögum. Ekki fylgir sögunni hvort Páll hafi náð góðu stæði en hann virðist í það minnsta kátur á myndinni. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Hafist verður handa í fyrramálið við að reisa súlurnar í tjöldin og telur Dóra líklegt að flestir klári að tjalda á morgun enda veðurspáin með besta móti. Þjóðhátíð hefst með Húkkaraballinu annað kvöld og er algjört óskaveður í kortunum.

„Þannig að ég held að þetta fari bara allt vel af stað og við bara bíðum spennt eftir næstu dögum,“ segir Dóra að lokum.

Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ljósanótt haldin í 18. skipti

17:15 Hjólbörutónleikar, Queen messa, árgangsgangan og bryggjuball með Bæjarstjórnarbandinu verða meðal viðburða á Ljósanótt í Reykjanesbæ þetta árið. Meira »

Yrðu dýrustu jarðgöng á Íslandi

17:10 Gjaldtaka á stofnleiðum í kring um höfuðborgarsvæðið gætu skapað svigrúm til að ráðast í brýnar samgönguúrbætur víða um land. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli Jóns Gunnarssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á opnum fundi á Reyðarfirði á mánudag. Meira »

Fjöldi borgarfulltrúa á dagskrá stjórnar

16:46 Frumvarp um breytingar á sveitastjórnarlögum er varða fjölda borgarfulltrúa í Reykjavík var til umræðu á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Frumvarpið er í óbreyttri mynd frá síðasta löggjafarþingi, en ekki náðist að ljúka afgreiðslu þess þá m.a. vegna mikillar andstöðu Vinstri grænna og Pírata. Meira »

Handtóku byssumanninn við Ölhúsið

16:30 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag karlmann sem ógnað hafði öðrum manni með skammbyssu við Ölhúsið á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði sl. föstudag. Bíður hann nú skýrslutöku. Meira »

Jeppa stolið við Þróttaraheimilið

16:22 Jeppa af gerðinni Mitsubishi Pajero af árgerð 2007 var stolið við Þróttaraheimilið í hádeginu í dag. Númer bifeiðarinnar er OH-254. Lyklum að bifreiðinni var stolið úr búningsklefa í Þróttaraheimilinu, en bíllinn stóð læstur á bílastæði. Meira »

H&M skiltið fjarlægt í dag

16:09 Það voru mistök hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að heimila H&M auglýsingu á Lækjargötu. Í tilkynningu sem Reykjavíkurborg sendi frá sér nú síðdegis, segir að málið hefði þurft frekari umfjöllun þar sem um álitaefni sé að ræða. Meira »

Heita laugin Guðlaug á þremur hæðum

15:35 Ístak mun sjá um byggingu nýrrar heitrar laugar við Langasand sem bera mun nafnið Guðlaug. Samningar hafa verið undirritaðir milli Akarnesskaupstaðar og Ístaks um framkvæmdina. Meira »

Hópmálsóknin aftur til héraðs

16:06 Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur vegna málsóknar þriggja hópa á hendur Björgólfi Thor Björgólfssyni og vísað málunum aftur til héraðs. Meira »

Eldisfyrirtæki greiði auðlindagjald

15:28 „Mér finnst ánægjulegt að það hafi náðst niðurstaða á milli ólíkra hagsmunaaðila. Það er ljóst að stefnan er að skapa bestu mögulegu skilyrði til uppbyggingar fiskeldis hér á landi.“ Þetta segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra. Meira »

„Íslensk tunga aldrei í forgangi“

15:13 Eiríkur Rögnvaldsson íslenskuprófessor hefur staðið í bréfaskriftum við Neytendastofu vegna auglýsinga á öðrum tungumálum en íslensku hérlendis. Nýjasta dæmið um slíkt er risavaxin auglýsing sem fataverslunin H&M fékk leyfi til að setja upp á Lækjartorgi. Meira »

Segja bætur í sögulegu lágmarki

14:53 Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda að láta atvinnuleysisbætur ekki fylgja þróun lægstu launa og krefst þess að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar til samræmis við lægstu laun. Meira »

100 vantar enn til starfa

14:45 Enn á eftir að ráða fólk til starfa í yfir 100 stöðugildi í leikskólum borgarinnar. Á tveimur vikum hefur tekist að ráða í 24 stöðugildi af þeim 132 sem ómönnuð voru þá. Eftir standa 108 ómönnuð stöðugildi. Meira »

Óttarr sækist eftir endurkjöri

14:33 Stjórnmálaflokkurinn Björt framtíð heldur ársfund sinn þann 2. september næstkomandi á Icelandair Hotel Natura í Reykjavík. Þar verður meðal annars kosið um formann og stjórnarformann flokksins. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sækist eftir endurkjöri sem formaður flokksins. Meira »

Fara ekki fram á miklar launahækkanir

14:03 Fyrsti fundur samninganefndar Skurðlæknafélags Íslands og samninganefndar ríkisins var haldinn í morgun. Kjarasamningur félagsins rennur út 31. ágúst. Meira »

Vel nestuð þar til mötuneyti opnar

13:31 Nemendur í Snælandsskóla þurfa að mæta með nesti í skólann fyrir allan daginn fram til 11. september þegar mötuneytið opnar. „Við hljótum að lifa þessa örfáu daga af og taka með nesti. Foreldrar hafa almennt tekið vel í þetta og sýnt þessu skilning,“ segir skólastjóri. Meira »

Gjörbreyti möguleikum í Eyjum

14:28 Nýtt spennuvirki verður formlega vígt í Vestmannaeyjum nú klukkan þrjú. HS Veitur og Landsnet stóðu að framkvæmdinni og hefur spennustöðin þegar verið sett af stað. Meira »

Drónar flytja veitingar yfir Elliðaárvog

14:00 Stórt skref verður stigið í framþróun á drónatækni við heimsendingar í dag þegar netverslunin AHA gerist fyrst fyrirtækja á heimsvísu til þess að nota tæknina til vöruflutninga innan borgarmarka. Meira »

Ein kæra vegna veiðiþjófnaðar

13:25 Ein kæra vegna veiðiþjófnaðar liggur á borði lögreglunnar á Vesturlandi. Það er eina kæran sem lögreglu hefur borist í þremur af helstu laxveiðiumdæmum landsins. Meira »
Einstakt tilboð - 14,44 fm Garðhús - kr. 321.300,-
Naust er bjálkahús úr 34mm bjálka með tvöfaldri nót. Húsið er 3,8m x 3,8m og er...
Framlenging á brunn og lok og hringur
Framlegnging á 60 cm skolpbrunn, einnig brunnlok, þolir mikinn þunga og rammi eð...
BOKIN.IS 13 600 bækur til sölu ÞÚ INNSKÁIR ÞIG OG BYRJAR AÐ VERLSA BÆKUR BOKIN.IS ÚTVEGUM BÆKUR
ÞÚ INNSKRÁIR ÞIG OG BYRJAR AÐ VERLSA BÆKUR - snögg og lipur þjonusta og ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...