Börðust um bestu stæðin fyrir hvítu tjöldin

Það er mikið hjartansmál fyrir Eyjamönnum að ná sem bestu ...
Það er mikið hjartansmál fyrir Eyjamönnum að ná sem bestu stæði undir hvítu tjöldin. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

„Þetta er allaf mikið hjartans mál hjá Vestmannaeyingum að fá sitt stæði,“ segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, formaður Þjóðhátíðarnefndar, í samtali við mbl.is. Í kvöld fór fram árlegt kapphlaup heimamanna í Eyjum um að ná bestu stæðunum undir hvítu tjöldin fyrir Þjóðhátíð og fór keppnin „að mestu leyti mjög vel fram,“ að sögn Dóru.

„Það eru ekkert alltaf allir sammála, það er bara eins og gengur í lífinu en ég held að það hafi bara allir farið nokkuð sáttir heim þegar það var búið að koma öllum fyrir,“ segir Dóra létt í bragði.

Hörð keppni um bestu stæðin

Hún segir ákveðnar hefðir hafa skapast um það hverjir eru með tjöld hvar en hvítu tjöldunum er raðað niður á nokkrar götur. „Það er ákveðið fólk sem að vill vera alltaf á ákveðnum götum. Til dæmis eins og Veltusund það er mjög formfast, það er eiginlega bara sama röð alltaf,“ útskýrir Dóra.  „Þú þarft bara fyrsta tjald í Veltisundi annars verður ekki Þjóðhátíð held ég,“ bætir hún við og hlær.

Hlaupið af stað.
Hlaupið af stað. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Hvítu tjöldin sem reist eru árlega í tilefni af Þjóðhátíð eru á bilinu 270-340 talsins en að sögn Dóru voru öll tjaldstæðin tekin í gegn og sléttuð fyrir nokkrum árum svo flest stæðin ættu í dag að vera nokkuð góð, þrátt fyrir það sé hörð keppni um stæðin.

Hélt að kapphlaupið væri sviðsett

„Sjálfboðaliðarnir sem eru að vinna fyrir félagið þeir fá að byrja tveimur mínútum á undan og þegar þeir hafa lokið sér af þá kemur að hinum en það er yfirleitt alltaf aðeins þjófstart,“ segir Dóra og bætir við að hún hafi átt skemmtilegt samtal um kapphlaupið við mann úr Reykjavík í dag.  

„Hann hélt að þetta væri sviðsett atriði. Þetta væri bara til að búa til svona eitthvert ljósmynda-„móment,“ segir Dóra og hlær, svo mikið sé keppnisskapið að fólk sem ekki þekki til eigi bágt með að trúa því að ekki sé um einhvers konar grín að ræða.

Þingmennirnir og Eyjamennirnir Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson í faðmlögum. ...
Þingmennirnir og Eyjamennirnir Páll Magnússon og Ásmundur Friðriksson í faðmlögum. Ekki fylgir sögunni hvort Páll hafi náð góðu stæði en hann virðist í það minnsta kátur á myndinni. Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson

Hafist verður handa í fyrramálið við að reisa súlurnar í tjöldin og telur Dóra líklegt að flestir klári að tjalda á morgun enda veðurspáin með besta móti. Þjóðhátíð hefst með Húkkaraballinu annað kvöld og er algjört óskaveður í kortunum.

„Þannig að ég held að þetta fari bara allt vel af stað og við bara bíðum spennt eftir næstu dögum,“ segir Dóra að lokum.

Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
Ljósmynd/Óskar P. Friðriksson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Veður með allra órólegasta móti

06:58 Hörkufrost var í nótt á Suður- og Vesturlandi enda léttskýjað en síðdegis er útlit fyrir vaxandi suðaustanátt og það þykknar upp. Veður verður með allra órólegasta móti í Evrópu í dag að sögn veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Vatnsleki í Breiðholtsskóla

06:51 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í nótt vegna vatnsleka í Breiðholtsskóla.   Meira »

Ferðalagið breyttist snögglega

06:45 Ferðalag slóvakískrar konu og vinkonu hennar um Ísland breyttist snögglega er þær lentu í hörðum árekstri við snjóruðningstæki í grennd við Vík í Mýrdal þann 16. nóvember síðastliðinn. Önnur þeirra liggur enn á Landspítalanum í Fossvogi, en heldur heim á leið í vikunni. Meira »

Andlát: Jón Hjaltason

05:30 Jón Hjaltason, hæstaréttarlögmaður í Vestmannaeyjum, lést í Sóltúni í Reykjavík 8. desember síðastliðinn, 93 ára að aldri.  Meira »

Andlát: Axel Gíslason forstjóri

05:30 Axel Gíslason, fyrrverandi, forstjóri Vátryggingafélags Íslands – VÍS, lést síðastliðinn laugardag á hjúkrunarheimilinu Ísafold. Hann var 72 ára að aldri. Meira »

Aukinn hegðunarvandi í skólum

05:30 Starfsumhverfi kennara er í mörgum grunnskólum talið ófullnægjandi. Þetta er ein niðurstaða samantektar samstarfsnefndar sveitarfélaga og grunnskólakennara sem kannaði starfsumhverfi kennara og vinnumat í skólum. Meira »

Gefa út fiskeldisleyfi á næstunni

05:30 Á annan tug umsókna um starfs- og rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi er í vinnslu hjá Matvælastofnun og Umhverfisstofnun.  Meira »

Engin merki sjást um eldgos

05:30 Eldfjallafræðingur segir engin merki um eldgos í Skjaldbreið þótt þar gangi nú jarðskjálftahrina yfir. Meira þurfi til að koma til að menn fari að búa sig undir slíkt. Meira »

Áhyggjur í Grafarvogi af innbrotum

05:30 „Þetta var mjög vel heppnaður og góður fundur. Það var gott að eiga samtal við fulltrúa frá lögreglunni í nærumhverfi,“ segir Árni Guðmundsson, formaður Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi, um fund sem félagið stóð fyrir á laugardag. Meira »

Góði hirðirinn sprunginn

05:30 Aldrei hefur meiri úrgangur borist inn á endurvinnslustöðvar Sorpu en nú í ár. Þykir þetta magn til marks um aukið góðæri í þjóðfélaginu og slær meira að segja út hið alræmda ár 2007. Meira »

Stjórnarandstaðan svarar í dag

05:30 Formenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi hittast væntanlega á fundi í dag til að taka afstöðu til boðs ríkisstjórnarflokkanna um að stýra þremur fastanefndum Alþingis og þremur alþjóðanefndum og tilnefna fólk í ákveðin embætti varaformanna. Meira »

Verkfall hefur ekki áhrif hjá WOW air

05:30 Kjarasamningar Flugvirkjafélags Íslands við WOWair runnu út í október. Óskar Einarsson formaður segir að viðræður standi yfir og ekkert bendi til annars en að þær leiði til samninga. Meira »

Vörðu heimsmeistaratitil sinn í dansi

05:30 Pétur Gunnarsson og Polina Oddr báru sigur úr býtum í heimsmeistaramótinu í suðuramerískum dönsum 21 árs og yngri sem haldið var í París um helgina. Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sólin er kl. 7 á Hreiðarsstaðafjallinu
Bók sem leynir á sér eftir Jóhannes Sigvaldason úr Svarfaðardal. Norðlenski húmo...
peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu nýr talnalás. kr.45,000,- uppl. 8691204 Br,58cm Hæð...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...