Mennirnir af bátnum yfirheyrðir í dag

Mennirnir verða yfirheyrðir í dag, en ætla má að þeir …
Mennirnir verða yfirheyrðir í dag, en ætla má að þeir hafi verið ölvaðir um borð í bátnum. mbl.is/Sigurður Bogi

Tveir menn sem voru um borð í skemmtibáti sem sökk undan Vogastapa, á milli Voga og Njarðvíkur, í gærkvöldi, verða yfirheyrðir í dag. Mennirnir eru í umsjá lögreglu eins og er. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is „Það er allt til rannsóknar og mennirnir verða vonandi yfirheyrðir sem fyrst. Þeir verða allavega yfirheyrðir í dag,“ segir Ólafur.

Land­helg­is­gæsl­an fékk viðvörðun laust fyrir klukkan níu í gærkvöldi eft­ir að bát­ur­inn hætti að senda frá sér merki.

Á sama tíma voru sjó­björg­un­ar­sveit­ir frá Suður­nesj­um á æf­ingu norður af Vog­astapa. Þær voru kallaðar til og komu að bát sem maraði í kafi. Eng­inn var sjá­an­leg­ur ná­lægt hon­um. Skömmu síðar komu þeir hins vegar auga á tvo menn sem höfðu náð að kom­ast í land.

Ein af þyrl­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út. Hún kom á svæðið, tók menn­ina um borð og flutti þá á sjúkra­hús til aðhlynningar.

Enn er óljóst hve lengi mennirnir voru í sjónum eða hvað varð til þess að báturinn sökk, en samkvæmt heimildum mbl.is má ætla að mennirnir hafi verið ölvaðir um borð í bátnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert