Úr álögum moldarkofanna

Sementsverksmiðjan á Akranesi.
Sementsverksmiðjan á Akranesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi hefur lokið hlutverki sínu og hin miklu mannvirki verksmiðjunnar verða rifin á næstu misserum, alls um 140 þúsund rúmmetrar.

Sementsverksmiðjan var reist á Akranesi á árunum 1956-1958. Hún tók formlega til starfa 14. júní 1958 en þann dag lagði Ásgeirs Ásgeirsson, forseti Íslands, hornstein verksmiðjunnar. Fyrstu sementspokarnir komu á markað nokkru síðar. Í frásögn Morgunblaðsins af vígslu verksmiðjunnar 14. júní 1958 sagði orðrétt: „Þá lagði forseti Íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hornstein að verksmiðjunni. Gerði hann það með því að múra blýhólk með sögu verksmiðjumálsins til þessa dags og fleiri merkum upplýsingum í þar til gerða rás í verksmiðjuveggnum. Flutti hann ávarp, óskaði þjóðinni heilla, „að vera leyst úr aldagömlum álögum moldarkofanna, hafnleysu og vegleysu“.“

Er óhætt að segja að orð Ásgeirs forseta hafi ræst. Sementsverksmiðjan framleiddi hráefni í steinsteypu í meira en hálfa öld og leysti þjóðina úr álögum moldarkofanna.

Verktakar eru áhugasamir

Akraneskaupstaður auglýsti á dögunum eftir tilboðum í niðurrif á byggingum og búnaði Sementsverksmiðjunnar. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 30. ágúst nk. Fram kom í fréttum fyrr á þessu ári að áætlaður kostnaður við niðurrif mannvirkjanna væri um 400 milljónir króna.

Kynningarfundur var haldinn í síðustu viku og var hann mjög vel sóttur.

„Það er greinilegt að margir verktakar hafa áhuga á verkinu,“ segir Sigurður Páll Harðarson,

sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar. Reiknað er með að niðurrif hefjist nú á haustmánuðum og ljúki haustið 2018.

Alls verða 16 mannvirki rifin en önnur fá að standa, til dæmis sementstankarnir og strompurinn, sem setja mikinn svip á umhverfið. Óvirkum úrgangi (steypubrotum) verður komið fyrir í núverandi skeljasandgryfju. Í þá gryfju vantar umtalsvert efni m.t.t. áforma um uppbyggingu skv. deiliskipulagi sem nú er í kynningu, segir Sigurður Páll. Vélbúnaðurinn fer væntanlega í brotajárn.

Hráefnin í framleiðslu Sementsverksmiðjunnar voru skeljasandur úr Faxaflóa og líparít úr Hvalfirði. Þess vegna var Akranes talin heppilegasta staðsetning fyrir verðsmiðjuna. Framleiðslugeta verksmiðjunnar var um 100 þúsund tonn af gjalli og 200 þúsund tonn af sementi á ári. Sementsverksmiðju ríkisins var breytt í hlutafélag árið 1993 og fékk heitið Sementsverksmiðjan ehf. Íslenskt sement ehf. keypti verksmiðjuna af ríkinu í október 2003.

Í áratugi sá verksmiðjan íslenskum byggingariðnaði fyrir sementi. Eftir bankahrunið dróst salan verulega saman og árið 2011 var það lélegasta í sögu verksmiðjunnar. Nam salan þá aðeins um 32 þúsund tonnum. Þegar mest var (árið 1975) var salan tæp 160 þúsund tonn en þá var mikil uppbygging á Þjórsársvæðinu. Salan 2007 nam tæplega 153 þúsund tonnum, en þá voru framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun í fullum gangi.

Síðustu tonnin voru framleidd í Sementsverksmiðjunni á Akranesi í febrúarmánuði 2012 og sama ár var hafinn innflutningur á sementi frá norska sementsframleiðandanum Norcem AS. Sementsinnflutningur verður áfram að sögn Sigurðar Páls en Sementsverksmiðjan er með mannvirki sem nýtast undir þá starfsemi til ársins 2028. Um er að ræða mannvirki sem eru vestast á svæðinu, þ.e. pökkunarmiðstöð, sementssíló og rana út á sementsbryggju.

Á fyrstu áratugum í rekstri Sementsverksmiðjunnar störfuðu þar allt að 180 manns. Með breyttri tækni fækkaði starfsmönnum og á seinni árum störfuðu lengst af um 80 manns við verksmiðjuna. Verksmiðjan var í áratugi mikilvægur hlekkur í atvinnulífi Akurnesinga.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nálgunarbann eftir langvarandi ofbeldi

Í gær, 22:48 Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður skyldi sæta brottvísun af heimili og nánar tilgreindu nálgunarbanni. Meira »

Upphaf poppbyltingarinnar 1967

Í gær, 22:22 Ný eiturlyf, tíska, pólitískar hræringar og samfélagsleg vakning á meðal ungs fólks koma við sögu þegar skoðað er hvaða þættir höfðu áhrif á að árið 1967 er eins merkilegt og raun ber vitni í tónlistarsögunni. Arnar Eggert Thoroddsen ætlar að skoða þetta magnaða ár á námskeiði hjá Endurmenntun HÍ í næsta mánuði. Meira »

Hvaða loforð fá aldraðir og öryrkjar?

Í gær, 22:07 Allir flokkarnir sem bjóða sig fram fyrir alþingiskosningarnar um næstu helgi leggja áherslu á bætt kjör eldri borgara og öryrkja. Notendastýrð persónuleg aðstoð, NPA, er flestum flokkum hugfólgin, rétt eins og hækkun eða afnám frítekjumarksins, hækkun ellilauna og sveigjanleg starfslok. Meira »

Rándýr aukanótt í Berlín

Í gær, 21:50 Telma Eir Aðalsteinsdóttir og vinkonur hennar komust ekki heim til Íslands í kvöld, eins og áætlað hafði verið, vegna vandræða þýska flugfélagsins Air Berlín. Ein vél félagsins hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðan á fimmtudagskvöld vegna not­enda­gjalda sem eru í van­skil­um. Meira »

Rákust saman við framúrakstur

Í gær, 21:46 Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Meira »

Búið að uppfæra þingmenn á netinu

Í gær, 21:20 Ný uppfærsla heimasíðunnar thingmenn.is er komin í loftið. Þar má nálgast ýmsar upplýsingar um vinnu þingmanna, svo sem viðveru í þingsal, fjölda ræða, frumvarpa og fyrirspurna og einnig hvaða málaflokkar eru þeim hugleiknastir í ræðustólnum. Meira »

Horfurnar bestar á Íslandi

Í gær, 19:47 Hvergi eru horfur í ferðamannaiðnaði betri en á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu Global Data, þar sem rýnt er í horfur í ferðamannaiðnaði í 60 þróuðum löndum víðs vegar um heiminn. Meira »

Tónleikaflóð fram undan

Í gær, 19:50 Lauslega talið á miðasölusíðunum midi.is og tix.is er þegar búið að auglýsa yfir þrjátíu jólatónleika, sem verða á dagskrá frá lokum nóvember og fram að jólum og fjöldi bætist væntanlega við á næstunni. Meira »

„Ég er ósammála biskupi“

Í gær, 19:28 Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, er ekki sammála ummælum Agnesar M. Sig­urðardótt­ur, bisk­ups Íslands. Agnes sagði í Morgunblaðinu í dag að siðferðislega væri ekki rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að af­hjúpa mál og leiða sann­leik­ann í ljós. Meira »

Unnið að því að losa rútuna

Í gær, 18:47 Vegurinn við vest­ari af­leggj­ar­ann að Detti­fossi er enn lokaður en umferðaróhapp varð þar um miðjan daginn þegar rúta með ferðamenn um borð náði ekki beygju þar. Meira »

Bærinn tekur við rekstrinum í sumar

Í gær, 18:42 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri Herjólfs þegar ný ferja verður tekin í gagnið næsta sumar. Samningur þess efnis er á lokametrunum að sögn Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest

Í gær, 18:26 Átta stjórnmálaflokkar fengu framlög upp á 678 milljónir á síðasta ári. Framlögin koma frá ríki, sveitarfélögum, fyrirtækjum, einstaklingum, auk annarra rekstrartekna. Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest en Flokkur fólksins minnst. Meira »

Þrengt að umferð á morgun

Í gær, 18:17 Á morgun má búast við töfum á umferð á Hafnarfjarðarvegi. Þá þarf að þrengja að umferð á um 250 metra kafla, Akrahverfismegin í Garðabæ, vegna vinnu við hljóðmön. Það er veggur til að verja íbúabyggð fyrir umferðarhávaða. Meira »

Rætist úr spánni á kjördag

Í gær, 18:00 Útlit er fyrir milt veður á kjördag. Samkvæmt veðurspá frá Veðurstofu Íslands má búast við vestlægri eða breytilegri átt á landinu öllu á laugardag og sunnudag. Meira »

Óljóst hvort farið verði gegn RÚV

Í gær, 16:56 Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV. Meira »

Mörg sendiherrahjón fyrirmyndir

Í gær, 18:16 Pálmi Gestsson og María Thelma Smáradóttir, leikarar verksins Risaeðlurnar sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, segja að mörg sendiherrahjón séu fyrirmyndirnar að persónum hins grátbroslega gamanleiks eftir Ragnar Bragason. Meira »

Vakan heldur blaðamannafund

Í gær, 17:16 Vakan, félagasamtök um aukna kosningaþátttöku ungs fólks, hefur boðað til blaðamannafundar í Smáralindinni á morgun. Efni fundarins eru tilmæli yfirkjörstjórnar Reykjavíkur norður til Vökunnar, um að það gæti brotið í bága við kosningalög að hvetja fólk til að taka af sér sjálfur á kjörstað. Meira »

Fylgi Samfylkingarinnar dalar

Í gær, 16:47 Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests fylgis kjósenda samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Flokkurinn mælist með 22,9% fylgi. Fast á hæla hans fylgir VG með 19,9% fylgi. Munurinn er innan vikmarka en báðir flokkar mælast með meira fylgi en í síðustu könnun MMR. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Endurnýjum rafhlöður fyrir borvélar
járnabindivélar, fjarstýringar og önnur rafhlöðuverkfæri. Nánar á www.rafhlodur....
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Lagersala
LAGERHREINSUN - stakar stærðir - 40% afsláttur Kr 3.900,- Kr 3.900,- Kr 3.900,- ...
Ónotaðir Nike hlaupaskór í stærð 42
Til sölu ónotaðir Nike hlaupaskór með innanfótar styrkingu. Stærð EUR 42, US 10...
 
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...