Úr álögum moldarkofanna

Sementsverksmiðjan á Akranesi.
Sementsverksmiðjan á Akranesi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi hefur lokið hlutverki sínu og hin miklu mannvirki verksmiðjunnar verða rifin á næstu misserum, alls um 140 þúsund rúmmetrar.

Sementsverksmiðjan var reist á Akranesi á árunum 1956-1958. Hún tók formlega til starfa 14. júní 1958 en þann dag lagði Ásgeirs Ásgeirsson, forseti Íslands, hornstein verksmiðjunnar. Fyrstu sementspokarnir komu á markað nokkru síðar. Í frásögn Morgunblaðsins af vígslu verksmiðjunnar 14. júní 1958 sagði orðrétt: „Þá lagði forseti Íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, hornstein að verksmiðjunni. Gerði hann það með því að múra blýhólk með sögu verksmiðjumálsins til þessa dags og fleiri merkum upplýsingum í þar til gerða rás í verksmiðjuveggnum. Flutti hann ávarp, óskaði þjóðinni heilla, „að vera leyst úr aldagömlum álögum moldarkofanna, hafnleysu og vegleysu“.“

Er óhætt að segja að orð Ásgeirs forseta hafi ræst. Sementsverksmiðjan framleiddi hráefni í steinsteypu í meira en hálfa öld og leysti þjóðina úr álögum moldarkofanna.

Verktakar eru áhugasamir

Akraneskaupstaður auglýsti á dögunum eftir tilboðum í niðurrif á byggingum og búnaði Sementsverksmiðjunnar. Tilboð verða opnuð miðvikudaginn 30. ágúst nk. Fram kom í fréttum fyrr á þessu ári að áætlaður kostnaður við niðurrif mannvirkjanna væri um 400 milljónir króna.

Kynningarfundur var haldinn í síðustu viku og var hann mjög vel sóttur.

„Það er greinilegt að margir verktakar hafa áhuga á verkinu,“ segir Sigurður Páll Harðarson,

sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar. Reiknað er með að niðurrif hefjist nú á haustmánuðum og ljúki haustið 2018.

Alls verða 16 mannvirki rifin en önnur fá að standa, til dæmis sementstankarnir og strompurinn, sem setja mikinn svip á umhverfið. Óvirkum úrgangi (steypubrotum) verður komið fyrir í núverandi skeljasandgryfju. Í þá gryfju vantar umtalsvert efni m.t.t. áforma um uppbyggingu skv. deiliskipulagi sem nú er í kynningu, segir Sigurður Páll. Vélbúnaðurinn fer væntanlega í brotajárn.

Hráefnin í framleiðslu Sementsverksmiðjunnar voru skeljasandur úr Faxaflóa og líparít úr Hvalfirði. Þess vegna var Akranes talin heppilegasta staðsetning fyrir verðsmiðjuna. Framleiðslugeta verksmiðjunnar var um 100 þúsund tonn af gjalli og 200 þúsund tonn af sementi á ári. Sementsverksmiðju ríkisins var breytt í hlutafélag árið 1993 og fékk heitið Sementsverksmiðjan ehf. Íslenskt sement ehf. keypti verksmiðjuna af ríkinu í október 2003.

Í áratugi sá verksmiðjan íslenskum byggingariðnaði fyrir sementi. Eftir bankahrunið dróst salan verulega saman og árið 2011 var það lélegasta í sögu verksmiðjunnar. Nam salan þá aðeins um 32 þúsund tonnum. Þegar mest var (árið 1975) var salan tæp 160 þúsund tonn en þá var mikil uppbygging á Þjórsársvæðinu. Salan 2007 nam tæplega 153 þúsund tonnum, en þá voru framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun í fullum gangi.

Síðustu tonnin voru framleidd í Sementsverksmiðjunni á Akranesi í febrúarmánuði 2012 og sama ár var hafinn innflutningur á sementi frá norska sementsframleiðandanum Norcem AS. Sementsinnflutningur verður áfram að sögn Sigurðar Páls en Sementsverksmiðjan er með mannvirki sem nýtast undir þá starfsemi til ársins 2028. Um er að ræða mannvirki sem eru vestast á svæðinu, þ.e. pökkunarmiðstöð, sementssíló og rana út á sementsbryggju.

Á fyrstu áratugum í rekstri Sementsverksmiðjunnar störfuðu þar allt að 180 manns. Með breyttri tækni fækkaði starfsmönnum og á seinni árum störfuðu lengst af um 80 manns við verksmiðjuna. Verksmiðjan var í áratugi mikilvægur hlekkur í atvinnulífi Akurnesinga.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kúmentínsla í Viðey á sunnudag

10:43 Gestum Viðeyjar verður á sunnudag boðið að taka þátt í kúmentínslu, en hefð er komin fyrir kúmentínslu í eyjunni í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað. Meira »

Ölvaður rútubílstjóri sviptur réttindum

10:43 Rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, sem tekinn var fyrir ölvun við akstur um verslunarmannahelgina og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. „Við tökum mjög fljótt og hart á svona málum,“ segir Kristján Daníelsson, forstjóri Kynnisferða Meira »

Ásta ráðin sviðstjóri starfsmannasviðs HÍ

10:32 Ásta Möller hefur verið ráðin sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá 1. ágúst. Hún starfaði sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá því í byrjun ágúst í fyrra er hún var ráðin tímabundið til eins árs. Meira »

Lögregla rannsakar sjálfsvígið

09:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát ungs manns sem tók sitt eigið líf á geðdeild Landspítala aðfaranótt föstudagsins síðasta. Í samtali við mbl.is segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að ekki hafi borist kæra vegna atviksins, en lögregla rannsaki alltaf mál af þessu tagi. Meira »

Strekkings norðanátt á landinu í dag

08:40 Áframhaldandi strekkings norðanátt verður á landinu í dag með talsverðu vatnsveðri fyrir norðan, en víða verður léttskýjað syðra. Norðanátti gengur síðan niður á morgun og veður fer skánandi. Meira »

Ekki vitað um íslensk fórnarlömb

08:21 Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um að ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á meðal þeirra sem létu lífið eða særðust í hryðju­verk­inu í Barcelona í gærdag, þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks á Römblunni. Meira »

Vilja reisa minnisvarða við Höfða

07:57 Bandaríska stríðsminnisvarðanefndin hefur sótt um leyfi til að reisa minnisvarða um seinni heimsstyrjöldina í Reykjavík.  Meira »

Plakat Loftleiða falt fyrir 65.000 kr.

08:18 Gamalt plakat frá flugfélaginu Loftleiðum, líklega frá árinu 1955, er nú til sölu á vefsíðunni eBay. Athygli vekur að verðmiðinn er um 600 Bandaríkjadalir, eða um 65 þúsund íslenskar krónur. Meira »

Fær ekki greiddar frekari bætur

07:37 Samgöngustofa hefur úrskurðað að kona sem ferðaðist til Rómar með Wow Air í september síðastliðnum fái ekki bætur umfram þær sem Wow Air hefur nú þegar boðið henni vegna fimm daga farangurstafa. Meira »

5 teknir við ölvunarakstur

06:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 30 ökumenn við eftirlit með ölvunarakstri í nótt. 25 þeirra reyndust vera undir mörkum, en bifreiðum þeirra var lagt og bíllyklar teknir í vörslu lögreglu að því er segir í dagbók lögreglu. Meira »

Nýtt torg við Hlemm

05:30 Hafinn er undirbúningur deiliskipulags fyrir Hlemmsvæðið í Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir að nýtt almenningstorg í líkingu við Austurvöll eða Lækjartorg verði þar sem nú er bílastæði við gamla banka- og pósthúsið við Rauðarárstíg. Meira »

Fleiri vinna 40 stundir í viku

05:30 Um þriðjungur starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði segist nú vinna sléttar 40 stundir að jafnaði í venjulegri viku og er það 2,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Meira »

Ferðatöskur fullar af eikarfræjum

05:30 Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógfræðingur og fagmálastjóri Skógræktarinnar, safnaði ásamt félögum sínum eikarfræjum úr 300 ára gömlum eikarskógi í fjöllunum suðvestan við Göttingen í Þýskalandi. Meira »

Aukið framboð á félagslegu húsnæði

05:30 Velferðarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á fundi sínum í gær að auka framboð á félagslegu húsnæði til samræmis við húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Meira »

Neysluvatn í Atlavík ekki drykkjarhæft

05:30 Bilun í tækjabúnaði veldur því að sjóða þarf neysluvatn á tjaldsvæðinu í Atlavík áður en það er drukkið.   Meira »

Vill tryggja útgáfuna

05:30 „Tilefnið er einfaldlega hin harðnandi og mikla samkeppni sem íslenskan á í og er að glíma við um þessar mundir og birtist meðal annars í stöðu bókaútgáfunnar sem útgefendur hafa nú kynnt.“ Meira »

Vöxtur á landsbyggðinni

05:30 Skýrsla Byggðastofnunar um Hagvöxt landshluta 2008 til 2015 er komin út. Þetta er áttunda skýrslan sem Þróunarsvið Byggðastofnunar, í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, gefur út. Meira »

Áhuginn mun aukast mikið

Í gær, 22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
Skrifstofuhúsnæði - hagstætt leiguverð.
Til leigu er 197 ferm. skrifstofuhúsnæði við Bíldshöfða. Skiptist í móttöku, fim...
Til sölu Ford Escape jeppi, ben
Til sölu Ford Escape jeppi, benzín, árgerð 2007, ekinn tæpar 120 þús mílur. Vel ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...