Rúmlega helmingur miða í ferjuna seldur

Gunnlaugur segir viðbrögðin við ferjunni vera ótrúleg og að það ...
Gunnlaugur segir viðbrögðin við ferjunni vera ótrúleg og að það sé greinilegt að gríðarleg þörf hafi verið á henni yfir Þjóðhátíð. mbl.is/Ófeigur

„Það er gríðarleg aðsókn í ferðir, alveg ótrúleg!“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða um aðsókn í ferjuna Akranes. Rúmlega helmingur miðanna í ferðir ferjunnar til Eyja er seldur, rúmum klukkutíma eftir að sala hófst. Gunnlaugur segist, í samtali við mbl.is, ekki hafa búist við þessum viðbrögðum, enda ferðir ferjunnar ekki auglýstar og tæpir tveir sólarhringar í fyrstu ferð. Nú sé áætlað að fjölga ferðunum.

Eim­skip sótti nýlega til Sam­göngu­stofu um heim­ild til að nota ferj­una Akra­nes til sigl­inga milli lands og Eyja yfir versl­un­ar­manna­helgi en Sam­göng­stofa hafnaði er­ind­inu. Í fram­haldi af þessu kærði Vest­manna­eyja­bær ákvörðun Sam­göngu­stofu til samgönguráðuneyt­is­ins.  

Sam­gönguráðuneyti felldi í dag úr gildi ákvörðun Sam­göngu­stofu og fékk ferjan því heimild til að sigla til Eyja yfir Þjóðhátíð. 

„Það er ekki búið að birta eina auglýsingu“

Settar voru til sölu tólf brottfarir til og frá Eyjum yfir Þjóðhátíð og í hverja ferð komast 100 manns. Af 1.200 miðum hafa núþegar 600-700 miðar selst. „Það er ekki búið að birta eina auglýsingu,“ segir Gunnlaugur. „Það er gríðarleg aðsókn í ferðir, alveg ótrúleg!“ bætir hann við.

Sala á miðum fór í gang fljótlega eftir að ákvörðun samgönguráðuneytisins var kynnt en að sögn Gunnlaugs voru þau tilbúin fyrir heimildina. „Við töldum í ljósi aðstæðna að við myndum fá heimildina svo við vorum farin að byrja að undirbúa okkur þó að það lá auðvitað engin ákvörðun fyrir nema rétt fyrir hádegi,“ segir hann.

Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Eimskip segir aðsókn í ferjuna vera ótrúlega.
Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Eimskip segir aðsókn í ferjuna vera ótrúlega. mbl.is/Eggert

Viðbrögðin ótrúleg

Gunnlaugur segir viðbrögðin við ferjunni vera ótrúleg og að það sé greinilegt að gríðarleg þörf hafi verið á henni. Aðspurður segir hann að hann hafi ekki ekki vitað við hverju átti að búast: „Þegar að staðfestingin kemur eru tæpir tveir sólarhringar í fyrstu ferðina svo já, ég hafði verulegar áhyggjur af því. Það var algjörlega af ástæðulausu.“ 

Ferjan fer á núverandi áætlun á tveggja tíma fresti. Ferðin með ferjunni tekur 15 mínútur svo áætlun hennar er mjög rúm eins og er. Að sögn Gunnlaugs getur ferjan auðveldlega siglt miklu örar og í ljósi frábærra viðbragða skoði Eimskip nú að fjölga ferðum.

Þeir sem standa fyrir sölunni eru annars vegar Eimskip og hins vegar Þjóðhátíð. Miðinn selst á 3.000 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fær bætur eftir vistun í fangaklefa

14:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða konu 300 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa verið vistuð í fangaklefa í tæpa sex klukkutíma án þess að nægilegt tilefni væri til. Meira »

Lögbannsmálið ætti að skýrast í dag

14:04 Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, reiknar með að það skýrist í dag hvort farið verði fram á lögbann á fréttaflutning The Guardian af viðskiptavinum Glitnis. Meira »

Píratar kynntu tillögu til fjárlaga

13:46 Tillaga Pírata til fjárlaga fyrir löggjafaþingið 2017 til 2018 var kynnt á blaðamannafundi í morgun. Þar kemur fram að tekjur vegna veiðigjalds fyrir veiðiheimildir fari úr rúmum 5,5 milljörðum króna vegna fjárlaga ársins 2017 yfir í 12 milljarða króna og hækki þar með um 117 prósent. Meira »

Þöggun blaðamanna fer með frelsið

13:29 Sonur maltnesku blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia segir að hún hafi verið ráðin af dögum vegna skrifa sinna. Hann hljóp í örvæntingu í kringum bílinn sem stóð í ljósum logum í gær og líkamsleifar móður hans útum allt. Dóra Mezzi hefur þekkt Daphne lengi og segir hana einstaka manneskju. Meira »

Erfitt að misnota gallann

13:07 Netöryggissérfræðingar telja að erfitt sé að misnota galla í þráðlausum tengingum sem tilkynnt var um í gær. Til þess þarf bæði talsverða þekkingu og búnað auk þess sem netumferð er dulkóðuð á öðrum stigum. Meira »

Meira samstarf við Ísland eftir Brexit

12:25 Hvers vegna eru Bretar að yfirgefa Evrópusambandið? Þessari spurningu varpaði Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, fram í upphafi erindis sem hann flutti í morgun á fundi á vegum Félags atvinnurekenda þar sem rætt var um útgöngu landsins úr sambandinu. Meira »

Ræða veiðigjald og strandveiðar

11:47 Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 19. og 20. október og er fundurinn sá 33. í röðinni frá stofnun LS. Axel Helgason, formaður LS, setur fundinn á fimmtudag kl. Meira »

Björk greinir nánar frá áreitninni

12:07 Björk Guðmundsdóttir hefur tjáð sig frekar um kynferðislega áreitni sem hún varð fyrir af hendi danska leikstjórans Lars von Trier. „Í anda #metoo langar mig að styðja konur um heim allan og greina frekar frá minni reynslu með danska leikstjóranum,“ skrifar Björk. Meira »

Björt framtíð fordæmir lögbannið

11:09 Björt framtíð lýsir þungum áhyggjum af stöðu lýðræðis í landinu í kjölfar þess að lögbann var sett á fréttaflutning af tengslum stjórnmálafólks og viðskiptalífs, þar sem hindruð hefur verið miðlun upplýsinga er varðar almannahag. Meira »

„Finnum fyrir miklum stuðningi“

10:46 „Málið er formlega í höndum slitabús Glitnis. Þeir hafa eina viku til að ákveða hvort þeir fari með málið fyrir héraðsdóm til að freista þess að fá lögbannið staðfest,“ segir Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar í samtali við mbl.is. Meira »

„Léleg í langtímaþjónustu“

10:30 „Við erum góð í bráðaþjónustu en léleg í langtímaþjónustu,“ sagði Guðlaug Kristjánsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar, á málþingi SVF um stefu í þjónustu við veika einstaklinga og aldraða. Meira »

Nefndin fundar vegna lögbannsins

10:22 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur móttekið beiðni þingmanna Pírata og VG í nefndinni um fund vegna lögbanns sýslumannsins í Reykja­vík á um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media unna úr gögn­um inn­an úr Glitni. Stefnt er að því að fundur verði haldinn á fimmtudagsmorgun. Meira »

Nýr hjólastígur um Elliðaárdal

10:12 Vinna stendur nú yfir við nýjan hjólastíg í Elliðaárdal. Sígurinn verður 1.650 metrar að lengd og liggur þar sem reiðstígur lá áður, á milli Sprengisands að stífu í Elliðaárdal við Höfðabakka. Meira »

Ekki heyrt af lögbanni gegn Guardian

09:06 Jon Henley, blaðamaður The Guardian, segist í samtali við mbl.is ekki hafa heyrt af því að farið hafi verið fram á lögbann á fréttaflutning fjölmiðilsins í Bretlandi upp úr gögnum gamla Glitnis. Meira »

Frambjóðendur ræða um íslenskan iðnað

08:20 Fulltrúar allra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninga munu ræða um þau málefni sem eru brýnust fyrir samkeppnishæfni íslensks iðnaðar í Kaldalóni í Hörpu í dag. Hægt er að sjá beina útsendingu frá fundinum hér á mbl.is. Meira »

Vél Icelandair lýsti yfir neyðarástandi

10:12 Flugvél Icelandair sem var á leið frá frá Keflavík til München í Þýskalandi lýsti yfir neyðarástandi yfir Bretlandseyjum í morgun. Meira »

Vorum engir vinir segir von Trier

08:52 Danski kvikmyndaleikstjórinn Lars von Trier hafnaði í gær ásökunum Bjarkar Guðmundsdóttur um að hann hefði áreitt hana kynferðislega við gerð myndarinnar Dancer in the Dark. Meira »

Flokkarnir nota samfélagsmiðlana

08:18 Freyja Steingrímsdóttir, stjórnmálafræðingur, sem starfar sem verkefnastjóri yfir upplýsingamálum og viðburðum hjá Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, segir að stjórnmálaflokkarnir séu í ríkara mæli að heyja kosningabaráttu sína á samfélagsmiðlum, en ekki í hinum hefðbundnu fjölmiðlum, dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Meira »
Þarftu að leigja út atvinnuhúsnæði?
Leigjum út allar gerðir atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband og við setjum málið í gan...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
L helgafell 6017101119 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101119 IV/V Mynd af ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...