Rúmlega helmingur miða í ferjuna seldur

Gunnlaugur segir viðbrögðin við ferjunni vera ótrúleg og að það ...
Gunnlaugur segir viðbrögðin við ferjunni vera ótrúleg og að það sé greinilegt að gríðarleg þörf hafi verið á henni yfir Þjóðhátíð. mbl.is/Ófeigur

„Það er gríðarleg aðsókn í ferðir, alveg ótrúleg!“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða um aðsókn í ferjuna Akranes. Rúmlega helmingur miðanna í ferðir ferjunnar til Eyja er seldur, rúmum klukkutíma eftir að sala hófst. Gunnlaugur segist, í samtali við mbl.is, ekki hafa búist við þessum viðbrögðum, enda ferðir ferjunnar ekki auglýstar og tæpir tveir sólarhringar í fyrstu ferð. Nú sé áætlað að fjölga ferðunum.

Eim­skip sótti nýlega til Sam­göngu­stofu um heim­ild til að nota ferj­una Akra­nes til sigl­inga milli lands og Eyja yfir versl­un­ar­manna­helgi en Sam­göng­stofa hafnaði er­ind­inu. Í fram­haldi af þessu kærði Vest­manna­eyja­bær ákvörðun Sam­göngu­stofu til samgönguráðuneyt­is­ins.  

Sam­gönguráðuneyti felldi í dag úr gildi ákvörðun Sam­göngu­stofu og fékk ferjan því heimild til að sigla til Eyja yfir Þjóðhátíð. 

„Það er ekki búið að birta eina auglýsingu“

Settar voru til sölu tólf brottfarir til og frá Eyjum yfir Þjóðhátíð og í hverja ferð komast 100 manns. Af 1.200 miðum hafa núþegar 600-700 miðar selst. „Það er ekki búið að birta eina auglýsingu,“ segir Gunnlaugur. „Það er gríðarleg aðsókn í ferðir, alveg ótrúleg!“ bætir hann við.

Sala á miðum fór í gang fljótlega eftir að ákvörðun samgönguráðuneytisins var kynnt en að sögn Gunnlaugs voru þau tilbúin fyrir heimildina. „Við töldum í ljósi aðstæðna að við myndum fá heimildina svo við vorum farin að byrja að undirbúa okkur þó að það lá auðvitað engin ákvörðun fyrir nema rétt fyrir hádegi,“ segir hann.

Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Eimskip segir aðsókn í ferjuna vera ótrúlega.
Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Eimskip segir aðsókn í ferjuna vera ótrúlega. mbl.is/Eggert

Viðbrögðin ótrúleg

Gunnlaugur segir viðbrögðin við ferjunni vera ótrúleg og að það sé greinilegt að gríðarleg þörf hafi verið á henni. Aðspurður segir hann að hann hafi ekki ekki vitað við hverju átti að búast: „Þegar að staðfestingin kemur eru tæpir tveir sólarhringar í fyrstu ferðina svo já, ég hafði verulegar áhyggjur af því. Það var algjörlega af ástæðulausu.“ 

Ferjan fer á núverandi áætlun á tveggja tíma fresti. Ferðin með ferjunni tekur 15 mínútur svo áætlun hennar er mjög rúm eins og er. Að sögn Gunnlaugs getur ferjan auðveldlega siglt miklu örar og í ljósi frábærra viðbragða skoði Eimskip nú að fjölga ferðum.

Þeir sem standa fyrir sölunni eru annars vegar Eimskip og hins vegar Þjóðhátíð. Miðinn selst á 3.000 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Dansmaraþon á Klapparstíg

15:50 Klukkan 17:00 í dag hefst bein útsending á mbl.is frá karnivali á Klapparstíg. Munu margir listamenn stíga á stokk og dansmaraþon eiga sér stað. Meira »

Þættir um feril Eiðs Smára

13:36 Tökur hófust í vikunni á sjónvarpsþáttaröð um knattspyrnuferil Eiðs Smára Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Í þáttunum verða heimsótt flest þau félög sem Eiður hefur leikið með á löngum ferli, til dæmis Chelsea og Barcelona, og rætt við ýmsa fyrrverandi leikmenn. Meira »

Siðanefnd vísar kæru Spencer frá

13:27 Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Roberts Spencer á hendur fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst. Spencer kom hingað til að flytja fyrirlestur um íslam. Meira »

Þúsundir hlupu í blíðunni (myndir)

13:08 Meira en fjórtán þúsund manns tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni í miðborg Reykjavíkur í dag.   Meira »

Löng biðröð við Mathöllina á Hlemmi

12:48 Fjölmargir biðu með vatnið í munninum eftir að Mathöllin á Hlemmi yrði opnuð í dag. Bragðlaukar þeirra kættust svo gríðarlega er dyrunum var lokið upp og matarlyktina lagði á móti þeim. Meira »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
Hyundai Getz 2008
Til sölu Hyundai Getz, 2008 árgerð. Ekinn 136.000 km. 5 dyra, beinskiptur. Skoða...
Egat Luxe - Ferðanuddstóll á 39.000 Tilvalið í vinnustaðanudd, Borgar stólinn upp á 1 degi
Egat Luxe - Ferðanuddstóll til söluwww.egat.is simi 8626194 egat@egat.is (sv...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...