Heldur til í tjaldi eftir 6 ár á biðlista

Frá tjaldsvæðinu í Laugardal. Konan hefur þurft að gista í …
Frá tjaldsvæðinu í Laugardal. Konan hefur þurft að gista í tjaldi ásamt rúmlega 20 ára gömlum syni sínum eftir sex ár á biðlista eftir félagslegu húsnæði. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Mæðgin sem hafa verið húsnæðislaus síðustu vikur halda nú til í tjaldi í Reykjavík. Konan, sem hefur verið á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Reykjavíkurborg í sex ár, heldur nú til í tjaldi ásamt syni sínum á tjaldsvæðinu í Laugardal.

Fréttastofa Rúv ræddi við Lilju Helgu Steinberg Matthíasdóttur sem kveðst hafa beðið í sex ár eftir félagslegu húsnæði, hún hafi ekki í önnur hús að venda og hafi því síðustu tvær nætur neyðist til að sofa í tjaldi ásamt rúmlega tvítugum syni sínum.

„Þetta er bara mjög erfitt fyrir veikt fólk. Þetta er mjög erfitt þegar manni er alls staðar illt í skrokknum en ég er búin að kaupa allavega viku, ég hef engin önnur úrræði þannig að ég ætla að vera hér,“ segir Lilja í samtali við Rúv.

Segir tjaldið vera algjört neyðarúrræði

Segir hún þjónustuaðila sinn hjá hjá félagslega kerfinu hafa bundið vonir við að Lilja fengi fengi íbúð þar sem það lægi fyrir að hún færi á götuna en það hafi ekki gengið eftir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lilja er á götunni en hún segir tjaldið vera neyðarúrræði. Hún hafi leitað víða, meðal annars til Konukots.

„Það er bara mjög veikt fólk þar, konur sem að eru í mikilli neyslu. Enda sagði forstöðukonan við mig að kona í þinni stöðu ætti ekki að vera hér, af því að ég var ekki eins og hinar konurnar sem sækja í þetta,“ segir Lilja.

Um ellefu hundruð manns eru nú á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík og þurfa einstaklingar að jafnaði að bíða lengur en fjölskyldufólk. Flestir bíða skemur en í tvö ár eftir húsnæði en 7,6 prósent hafa beðið í fimm ára eða lengur að því er fram kemur í frétt Rúv.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert