Lifrarbólga A greind á Íslandi á ný

Heilsugæslustöðvar landsins bólusetja við lifrarbólgu A.
Heilsugæslustöðvar landsins bólusetja við lifrarbólgu A. mbl.is/Árni Sæberg

Nýlega hafa tvö tilfelli af lifrarbólgu A greinst hjá ungum karlmönnum á Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Embætti sóttvarnalæknis tengjast bæði tilvikin lifrarbólgu A-faraldri sem geisar í Evrópu meðal karlmanna sem hafa mök við karlmenn.

„Þetta er veirusjúkdómur sem smitast með saurmengun. Saurmengunin kemst í vatn og mat og smitast þannig,“ segir Haraldur Briem, settur sóttvarnalæknir, í Morgunblaðinu í dag, en fólk getur verið með lifrarbólgu A um tíma áður en einkenni koma fram.

„Meðgöngutíminn er svona tvær til sex vikur, svo fá menn ónót í magann og gulna upp. Þvagið verður dökkt, hægðirnar ljósar og það er þessi lifrarbólga sem veldur því,“ segir Haraldur, en gulan er augljósasta einkenni lifrarbólgu A.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert