3 ára fangelsi fyrir stórfellt brot

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. Mynd/Ómar Óskarsson

Héraðsdómur Reykjaness dæmi í lok júlí hollenskan karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.

Manninum er gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur kílóum af kókaíni sem hafði að meðaltali 86,5 prósent styrkleika, ætluðum til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Fíkniefnin flutti ákærði til Íslands með flugi Brussel í Belgíu til Keflavíkurflugvallar þann 23. maí síðastliðinn, falin í ferðatösku sinni. 

Manninum var birt ákæra þann 29. júní, en framhaldsákæra þann 21. júlí þar sem fram kom breyting á háttsemi, þannig að hann hafi flutt efnin inn bæði í sinni tösku og eiginkonu sinnar.

Ákærði játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og við mat refsingar var litið til þess. Taldi dómurinn þriggja ára fangelsi hæfilega refsingu. Gæsluvarðhald frá 24. maí síðastliðnum dregst frá refsingunni. Þá var manninum gert að greiða allan sakarkostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert