Stefnir í 40-50% meiri umferð í ár

Umferðin austur á land er um 40% meiri í ár …
Umferðin austur á land er um 40% meiri í ár en á sama tíma í fyrra. Mikil og sívaxandi umferð bíla er alla daga yfir Ölfusárbrú. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Klukkan þrjú í dag höfðu nokkuð fleiri bílar farið um Hellisheiði heldur en Kjalarnes, en það er hlutfallslega sambærilegt við hvernig umferðin var í fyrra, en föstudaginn fyrir verslunarmannahelgi í fyrra var umferðin umtalsvert meiri austur. Þetta má sjá á tölum Vegagerðarinnar, en klukkan þrjú í dag höfðu 6.890 bílar keyrt frá miðnætti um Hellisheiði til austurs á meðan að 5.575 bílar höfðu farið um Kjalarnes á leiðinni norður.

Í fyrra fóru 9.849 bílar um Hellisheiði í austurátt þennan föstudag og mældist það mesta umferð ársins á einum sólarhring. Sem fyrr segir var fjöldi bíla á þessari leið kominn upp í 6.890 klukkan þrjú í dag og sé miðað við að um helmingur umferðarinnar sé fyrir þrjú og helmingur eftir þrjú má áætla að umtalsvert meiri umferð verði austur en á sama tíma í fyrra.

Svipaða sögu er að segja þegar horft er til helstu umferðaæðar höfuðborgarbúa norður í land. Um Kjalarnesið fóru í fyrra á þessum sama föstudegi 8.647 bílar, en klukkan þrjú í dag var fjöldi þeirra orðinn 6.551.

Umferð um Hvalfjarðargöngin verður eflaust með mesta móti í dag …
Umferð um Hvalfjarðargöngin verður eflaust með mesta móti í dag þegar upp verður staðið. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Verði dreifing umferðar jöfn yfir daginn, þ.e. helmingur hennar fyrir þrjú og helmingur eftir þrjú, er því um að ræða 40-50% aukningu umferðar um þessa tvo vegi úr höfuðborginni milli ára.

Þessi fjölgun bíla getur bæði verið til komin vegna ferðaþorsta landsmanna þessa stóru ferðahelgi, en þá hefur umferð almennt yfir árið einnig aukist mikið og er það meðal annars rakið til vaxandi fjölda ferðamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert