Drunur og brestir frá jöklinum þegar skalf

Horft úr hlíðum Skalla niður í Jökulgil þar sem upptök ...
Horft úr hlíðum Skalla niður í Jökulgil þar sem upptök skjálftans voru. Ljósmynd/Pétur Blöndal

Á fimmtudaginn reið yfir skjálftahrina við Torfajökul og mældist stærsti skjálftinn 2.8 stig. Pétur Blöndal framkvæmdastjóri var á þeim tíma í hjólaferð ásamt félögum sínum og staddur rétt fyrir ofan Jökulgil, þar sem upptök skjálftans voru. Hann segir að þeir hafi vel fundið fyrir skjálftanum og að brestirnir og drunurnar sem heyrðust frá jöklinum hafi magnað áhrifin mikið.

Torfajökull er virk eldstöð og er meðal annars Landmannalaugarsvæðið innan eldstöðvarinnar. Pétur segir að því hafi þeir haft varann á sér eftir að skjálftinn reið yfir. „Það þarf ekki að horfa mikið í kringum sig til að átta sig á því að þarna hafa verið eldgos í gegnum tíðina,“ segir hann.

Nokkrir úr hópnum, Vilhjálmur Alvar Halldórsson, Sigurður Hjalti Kristjánsson, Hjalti ...
Nokkrir úr hópnum, Vilhjálmur Alvar Halldórsson, Sigurður Hjalti Kristjánsson, Hjalti Atlason og Pétur Blöndal í hlíðum Skalla Ljósmynd/Pétur Blöndal
Hópurinn á Brennisteinsöldu: Vilhjálmur Alvar Halldórsson, Kolbeinn Árnason, Sigurður Kiernan, ...
Hópurinn á Brennisteinsöldu: Vilhjálmur Alvar Halldórsson, Kolbeinn Árnason, Sigurður Kiernan, Gísli Reynisson, Pétur Blöndal, Sigurður Hjalti Kristjánsson og Hjalti Atlason Ljósmynd/Pétur Blöndal

Hópurinn var á svokölluðum Skallahring og var kominn að Uppgönguhrygg þegar skjálftinn reið yfir. „Það heyrðust miklar drunur og skruðningar og jörðin skalf undir okkur,“ segir Pétur og bætir við að þeir hafi orðið smá ráðvilltir og velt fyrir sér hvaða eldfjall væri eiginlega farið að gjósa.

Með í för var meðal annars fjallahlauparinn Sigurður Kiernan og segir Pétur að ekki hafi lengi þurft að leita að sjálfboðalið til að senda upp fjallshlíðina á Skalla til að ná símasambandi og forvitnast um hvort nokkuð stórt væri byrjað eða hvort þeir gætu haldið för sinni áfram. Komst hann að því að ekki væri útlit fyrir að nein eldsumbrot væru að hefjast og því var áfram haldið niður Uppgönguhrygg og niður í Jökulgil.

Hjólað niður uppgönguhrygg í Jökulgil við Hattver
Hjólað niður uppgönguhrygg í Jökulgil við Hattver Ljósmynd/Pétur Blöndal

Það var svo ekki fyrr en um kvöldið þegar þeir voru komnir í náttstað og farnir að grilla sem Pétur segir að þeir hafi uppgötvað að upptök skjálftans hafi einmitt verið í Jökulgili. Hann segist áður hafa upplifað jarðskjálfa, en aldrei verið jafn nálægt upptökunum. Það sé allt önnur tilfinning.

Skjálftarnir riðu yfir á Torfajökulssvæðinu.
Skjálftarnir riðu yfir á Torfajökulssvæðinu. Mynd/Veðurstofa Íslands
mbl.is

Innlent »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Áföll í æsku hafa áhrif á geðheilsu

05:30 Færri komust að en vildu á ráðstefnu Geðhjálpar, Börnin okkar!, sem haldin var í gær á Grand hóteli. Ráðstefnugestir voru um 400 talsins og var hætt að taka við bókunum á ráðstefnuna á föstudaginn var. Meira »

Vísbendingar um kólnun

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur á Vinnumálastofnun, segir farið að hægja á fjölgun starfa. Það komi fram í því að atvinnuleysið sé hætt að minnka jafn hratt og undanfarið. Meira »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

Í gær, 21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Sala á kindakjöti eykst um 8,5%

05:30 Sala á kindakjöti hefur aukist um rúm 8% á milli ára. Sala hefur einnig aukist á alifuglakjöti og nautgripakjöti en sala á svínakjöti dregist saman. Meira »

Skora á ráðamenn að tryggja úrbætur

00:03 Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að fundargestir hafi spurt margs, enda brautin fyrirferðamikið mannvirki sem kljúfi bæjarfélagið þvert og endilangt. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

Í gær, 21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
hreinsa þakrennur
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...