Yfir 20 þúsund flugvélar í júlímánuði

Flugumferðarstjóri að störfum.
Flugumferðarstjóri að störfum. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Í nýliðnum júlímánuði fór rétt innan við 1,1 milljón farþega um Flugstöð Leifs Eiríkssonar, og var þar um að ræða 22,21% aukningu miðað við júlímánuð 2016. Þetta er í fyrsta skipti sem farþegafjöldi fer yfir eina milljón í einum mánuði.

Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, er um að ræða komu-, brottfarar- og skiptifarþega. Þá var metumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið í nýliðnum júlímánuði, en þá fóru yfir 20 þúsund flugvélar um svæðið.

Á milli júlímánaða 2015 og 2016 varð aukningin um 30%. Morgunblaðið birti hinn 10. ágúst 2016 frétt um að kvöldinu áður hefði milljónasti erlendi ferðamaðurinn farið um Leifsstöð kvöldinu áður, en heildarfjöldi erlendra ferðamanna frá ársbyrjun til júlíloka í fyrra var 936 þúsund.

Samkvæmt upplýsingum frá Isavia í gær fóru 20.265 flugvélar í gegnum íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið í júlí og er það í fyrsta skipti sem yfir 20 þúsund vélar fara um svæðið á einum mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert