Valt með minkafóður í Skagafirði

Flutningabíllinn verður líklega dreginn upp á veg á morgun.
Flutningabíllinn verður líklega dreginn upp á veg á morgun. Ljósmynd/Viggó Jónsson

Flutningabíll með minkafóður valt á Reykjastrandarvegi, skammt norðan Sauðárkróks við bæinn Daðastaði, fyrir hádegi í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Sauðárkróki slapp bílstjórinn ómeiddur, en vegkanturinn mun vera mjúkur og hafa þannig gefið sig undan þunga bílsins.

Gengið hefur verið úr skugga um að engin olía leki úr bílnum og verður hann líklega réttur við og dreginn upp á veg á morgun.

Smella má á kortið til að þysja inn og út.
Smella má á kortið til að þysja inn og út. Kort/map.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert