Ferðalangarnir eru franskir

Myndin er af björgunarskipum á siglingu í Ísafjarðardjúpi.
Myndin er af björgunarskipum á siglingu í Ísafjarðardjúpi. Ljósmynd/Landsbjörg

Ferðalangarnir sem sendu út neyðarboð frá Lónafirði í Jökulfjörðum fyrr í kvöld eru franskir karlmenn á þrítugsaldri.

Að sögn Halldórs Óla Hjálmarssonar, sem er í svæðisstjórn á svæði 7 hjá Landsbjörg, lenti annar þeirra í sjónum og við það missti hann frá sér bakpokann sinn.

Gönguleiðin sem mennirnir voru á var meðfram fjörunni út að húsinu Kvíum sem áður var bóndabær en þar er nú rekin ferðaþjónusta.

Halldór Óli kveðst ekki skilja hvernig maðurinn féll í sjóinn, enda er enginn bratti á svæðinu.

Hann telur mennina aldrei hafa verið í lífshættu en bakpokinn fannst síðar.

Mennirnir voru á leiðinni til Ísafjarðar með björgunarsveitum, þegar mbl.is hafði samband  við Halldór Óla, og verða þeir líklega rannsakaðir á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert