Fleiri útvega námsgögn frítt

Fleiri fá ritföng í skólanum.
Fleiri fá ritföng í skólanum. mbl.is/Styrmir Kári

Sautján sveitarfélög, hið minnsta, munu veita grunnskólabörnum ókeypis námsgögn á komandi skólaári. Þetta kemur fram í samantekt Barnaheilla.

Meðal þeirra eru Akranes, Reykjanesbær, Hafnarfjörður og Akureyri sem munu sjá nemendum fyrir ritföngum og stílabókum. Þá samþykkti bæjarráð Garðabæjar í síðustu viku að greiða fyrir námsgögn allt að 5.000 krónur fyrir hvern nemanda. Sveitarfélögunum, sem þetta gera, hefur fjölgað ört að undanförnu en Ísafjarðarbær reið á vaðið fyrir nokkrum árum og Sandgerði í fyrra.

Í Morgunblaðinu í dag segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, að sveitarfélög hafa tekið við sér nú í júlí og ágúst og mörg bæst við listann. Vonir standi til að öll sveitarfélög landsins verði einn daginn á listanum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert