Jákvæðni í garð ferðamanna fer minnkandi

Jákvæðni Íslendinga í garð erlendra ferðamanna sem leggja leið sína …
Jákvæðni Íslendinga í garð erlendra ferðamanna sem leggja leið sína til Íslands fer minnkandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Jákvæðni gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi fer minnkandi samkvæmt nýrri könnun MMR. 64,1 % Íslendinga eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum í samanburði við 67,7% árið 2016.

Könnunin var framkvæmd dagana 18. til 21. júlí en alls tóku 909 einstaklingar, 18 ára og eldri, þátt. Meirihluti þátttakenda var jákvæður í garð ferðamanna en dregið hefur úr jákvæðninni frá fyrri árum.

Alls voru 10,4% Íslendinga neikvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum á Íslandi og 25,5% þeirra sem  tóku þátt sögðust hvorki vera jákvæðir né neikvæðir.

Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar í samanburði við síðustu tvö …
Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar í samanburði við síðustu tvö ár. Graf/MMR

Mismunur í viðhorfi milli hópa 

Í könnunni, eins og síðustu ár, má sjá mun á viðhorfi eftir hópum. Kemur þar fram að karlar voru líklegri til þess að sýna jákvæðni í garð ferðamanna. 70,5% karla voru jákvæðir en aðeins 57,5% kvenna.

Fólk búsett á höfuðborgarsvæðinu var alla jafna jákvæðara en þeir sem búsettir eru á landsbyggðinni. 67,5% þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu sögðust vera jákvæð í garð erlendra ferðamanna hér á landi en aðeins 58,0% þeirra sem búsettir voru á landsbyggðinni.

Þá mátti sjá áhrif heimilistekna á viðhorf einstaklinga en þeir sem voru með hærri heimilistekjur voru öllu jákvæðari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert