Núverandi löggjöf nær ekki yfir transbörn

Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum '78.
Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum '78. Ljósmynd/aðsend

„Í rauninni eru engin lög eða reglur sem ná yfir transbörn og -ungmenni. Lögin sem eru í gildi núna ná yfir einstaklinga frá 18 ára aldri,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum '78, í samtali við mbl.is.

Í til­efni af Hinseg­in dög­um fer fram fræðslu­viðburður í Stúd­enta­kjall­ar­an­um sem ber yf­ir­skrift­ina Transbörn og ung­menni á Íslandi. Að sögn Sigríðar Birnu, sem mun halda erindi á fundinum, mætti margt betur fara hér á landi í málefnum þessa hóps.

„Það sem er verulega ábótavant í íslenskum lögum er nafnabreyting og breyting á kyni í Þjóðskrá,” segir Sigríður. „Eins og lögin eru núna þá verðurðu að vera búin að fá staðfesta greiningu, - þessa „greiningu“ um að þú sért trans, frá sérfræðinefnd Landspítalans og það gerist ekki fyrr en að þú ert orðinn 18 ára en þessi sjúkdómsgreining er mjög umdeild og hefur verið mótmælt af hinsegin samfélaginu.“

Meðal skilyrða til að slík staðfesting gangi í gegn hjá sérfræðinefndinni er að einstaklingur hafi lifað í sínu rétta kyni, þ.e. ekki því kyni sem viðkomandi var úthlutað við fæðingu, í ákveðið langan tíma. „Það er þó mikilvægt að það komi fram að transbörn og -ungmenni eiga að fá þjónustu hjá BUGL og sú þjónusta er alltaf að verða betri og betri,” segir Sigríður.

Löggjöf nær ekki yfir transbörn

„Af því að við erum að tala um börn og ungmenni þá eru töluvert mörg börn á Íslandi sem eru að lifa í réttu kyni og nota rétt fornöfn og nöfn frá kannski fimm, sex ára aldri og þá er svolítið langur tími þar til að þú verður 18 og getur fengið þessar breytingar formlega í gegn. Foreldrum þessa barna finnst að þau ættu að geta farið í Þjóðskrá og breytt nafni og kyni barna sinna,“ útskýrir Sigríður.

„Núverandi löggjöf nær ekki yfir transbörn og er orðin úrelt eins og sést greinilega á stöðu Íslands á regnbogakorti ILGA Europe. Það þarf heildarendurskoðun á lagalegri stöðu transfólks.”

Rekast á vegg í kerfinu

Hvað nafnabreytinguna varðar segir Sigríður Birna það skipta miklu máli fyrir transbörn að fá nafnið sitt viðurkennt, jafnvel þótt þau mæti jákvæðu og skilningsríku viðhorfi.

„Ef þú ert að nota annað nafn en skilríkin þín segja til um ertu endalaust að lenda á veggjum í kerfinu. Í hvert einasta skipti sem barnið eða foreldrar þess eiga erindi við nýja stofnun þarf að útskýra stöðu barnsins sem er ofsalega lýjandi og tekur oft á tilfinningalega. Það er erfitt að þurfa stöðugt að sannfæra aðra um að tilvist þín eigi rétt á sér. Helsta ástæðan fyrir því að svona viðburður er mikilvægur er að almennri þekkingu er svo ábótavant. Almenningur þekkir ekki þennan hóp og stöðu hans,“ útskýrir Sigríður.

Ekki eigi það síður við inni í menntakerfinu, í frístunda- og íþróttastarfi, í heilbrigðiskerfinu og hvar sem er í samfélaginu þar sem unnið er með ungu fólki.

Skortur á þekkingu og fræðslu

„Auðvitað er einhver þekking inn á milli. Almennri þekkingu er þó mjög ábótavant og það er lítið eða ekkert fjallað um þennan hóp í menntun kennara, félagsráðgjafa, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsstétta sem vinna mikið með börnum. Sem betur fer er fólk tilbúið að afla sér fræðslu og transbörn og aðstandendur þeirra fá víðast hvar jákvæð viðbrögð, þótt það sé því miður ekki algilt. Helsta vandamálið er skortur á þekkingu og þá um leið fræðsluefni,“ segir Sigríður Birna að lokum.

Fræðslu­viðburður­inn um trans­börn og -ung­menni á Íslandi í tengsl­um við Hinseg­in daga fer fram í Stúd­enta­kjall­ar­an­um á morg­un, miðviku­dag­inn 9. ág­úst, klukk­an 12 og er op­inn öll­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þjófurinn gæddi sér á afgöngunum

07:32 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í Bústaðahverfinu um þrjúleytið í nótt. Húsráðandi, sem hafði verið sofandi, vaknaði við læti í eldhúsinu hjá sér og fór að kanna hvað ylli. Meira »

Borga 1.100 milljónir fyrir lóð Björgunar

07:20 Reykjavíkurborg hefur gert samning við Faxaflóahafnir um kaup á 76 þúsund fermetra lóð í Sævarhöfða við Elliðaárvog fyrir 1.098 milljónir króna. Samningurinn var lagður fyrir borgarráð síðastliðinn fimmtudag og gerir ráð fyrir þremur greiðslum á næsta ári. Meira »

Verkfall flugvirkja hafið

07:13 Verkfall flugvirkja Icelandair hófst klukkan sex í morgun, eftir að maraþonfundi samninganefnda lauk á þriðja tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara hefur ekki verið boðaður annar fundur í deilunni. Meira »

Fluttu fólk til byggða en skildu bíla eftir

Í gær, 23:07 Björgunarsveit Hafnarfjarðar var kölluð út á áttunda tímanum í kvöld vegna fólks sem var í vandræðum með bíla sína í mikilli hálku við Hjallaflatir í Heiðmörk. Voru tveir hópar björgunarsveitafólks komnir á vettvang um klukkan átta. Meira »

Á von á að það verði af verkfallinu

Í gær, 22:29 Óskar Einarsson, formaður flugvirkjafélagsins segist frekar eiga von á því að af verkfalli flugvirkja Icelandair verði í fyrramálið. Enn er fundað í Karphúsinu. Meira »

Adam og Eva tóku silfrið

Í gær, 21:06 „Team Paradise“ náði frábærum árangri á Opna heimsmeistaramótinu í Suður-amerískum dönsum um helgina. Þau Adam og Eva, sem bæði eru níu ára gömul, hafa einungis dansað saman í sex mánuði en hafa þó farið víða á þeim tíma. Meira »

Logi vill vita hvað þeir ríkustu eiga

Í gær, 20:46 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hverjar eignir og tekjur ríkustu Íslendinganna séu. Meira »

„Það þarf lítið til að gleðja“

Í gær, 20:50 „Ég hef alltaf klætt börnin í jólasveinabúninga í desember. Ef við erum að fara eitthvað sérstakt, þá notum við búningana. Við vekjum mikla lukku þegar við förum út að labba. Eldra fólk er hrifið og kemur og kjáir framan í börnin. Mér finnst skemmtilegt að hafa svona tilbreytingu og fara í hlutverk fyrir jólin.“ Meira »

Aldrei grátið það að hafa eignast hana

Í gær, 20:35 Dísa Ragnheiður Tómasdóttir á fjögur börn á aldrinum sex til nítján ára. Átta ára dóttir hennar, Ísabella Eir Ragnarsdóttir, er með Smith-Magenis-heilkenni en aðeins þrír hafa greinst hérlendis með SMS. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í lottóinu

Í gær, 19:40 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og fá þeir hvor rúmar 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í lotto.is en hinn var í áskrift. Meira »

Saga öreigans er fortíð okkar allra

Í gær, 18:45 Tvennir tímar – Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason, sem kom fyrst út 1948, er um margt merkileg. Ekki aðeins fyrir að vera ein fyrsta ævisaga íslenskrar konu, a.m.k. alþýðukonu sem barn að aldri var niðursetningur, heldur líka vegna þess að í bókinni hefur Hólmfríður enga rödd. Meira »

Vilja afnema stimpilgjöld við íbúðarkaup

Í gær, 18:29 Helmingur þingmanna Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp um að stimpilgjöld af kaupum einstaklings á íbúðarhúsnæði verði afnuminn. Telja þingmennirnir að stimpilgjaldið hafa áhrif til hækkunar húsnæðisverðs og dragi úr framboði. Meira »

Heiðmörk lokuð vegna hálku

Í gær, 18:14 Veginum um Heiðmörk hefur verið lokaður vegna mikillar hálku. Þetta kemur fram í Twitter-færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en lögreglan stendur fyrir Twitter-maraþoni fram eftir nóttu. Meira »

Efla búnað sinn á norðurslóðum

Í gær, 17:40 Danski flugherinn hefur tekið í notkun nýja þyrlu af gerðinni MH-60R Seahawk sem leysir af hólmi eldri þyrlur. Breyta þurfti dösku varðskipunum talsvert til að rúma þessar þyrlurnar og getur þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands eftir breytingarnar lent á skipunum. Meira »

Vilja leyfa kannabis í lækningaskyni

Í gær, 17:08 Þingmenn Pírata lögðu í gær fram þingsályktunartillögu þar sem lagt er til að heilbrigðisráðherra verði falið að undirbúa og leggja fram lagafrumvarp sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps hér á landi. Meira »

Lögreglan ber til baka fregnir af árás

Í gær, 17:44 Misskilningur leiddi til þess að lögreglan tísti um árás á barnshafandi konu í Sandgerði í dag.  Meira »

Löggan tístir á Twitter

Í gær, 17:30 Lögregluembætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu standa nú fyrir svo nefndu Twitter-maraþoni. Munu lögreglumenn þesssara embætta nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð embættanna allt til klukkan fjögur í fyrramálið. Meira »

Vöfflubakarinn ekki kominn í hús

Í gær, 16:56 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins munu að öllum líkindum sitja við fram á kvöld.   Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titanium og silfurpör á fínu verði. Sérsmíði, vönd...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
 
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Deiliskipulag
Tilkynningar
Skútustaðahreppur Auglýsing um deilis...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...