Núverandi löggjöf nær ekki yfir transbörn

Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum '78.
Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum '78. Ljósmynd/aðsend

„Í rauninni eru engin lög eða reglur sem ná yfir transbörn og -ungmenni. Lögin sem eru í gildi núna ná yfir einstaklinga frá 18 ára aldri,“ segir Sigríður Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum '78, í samtali við mbl.is.

Í til­efni af Hinseg­in dög­um fer fram fræðslu­viðburður í Stúd­enta­kjall­ar­an­um sem ber yf­ir­skrift­ina Transbörn og ung­menni á Íslandi. Að sögn Sigríðar Birnu, sem mun halda erindi á fundinum, mætti margt betur fara hér á landi í málefnum þessa hóps.

Frétt mbl.is: „Ætti aldrei að skammast sín fyrir að vera hún sjálf“

„Það sem er verulega ábótavant í íslenskum lögum er nafnabreyting og breyting á kyni í Þjóðskrá,” segir Sigríður. „Eins og lögin eru núna þá verðurðu að vera búin að fá staðfesta greiningu, - þessa „greiningu“ um að þú sért trans, frá sérfræðinefnd Landspítalans og það gerist ekki fyrr en að þú ert orðinn 18 ára en þessi sjúkdómsgreining er mjög umdeild og hefur verið mótmælt af hinsegin samfélaginu.“

Meðal skilyrða til að slík staðfesting gangi í gegn hjá sérfræðinefndinni er að einstaklingur hafi lifað í sínu rétta kyni, þ.e. ekki því kyni sem viðkomandi var úthlutað við fæðingu, í ákveðið langan tíma. „Það er þó mikilvægt að það komi fram að transbörn og -ungmenni eiga að fá þjónustu hjá BUGL og sú þjónusta er alltaf að verða betri og betri,” segir Sigríður.

Löggjöf nær ekki yfir transbörn

„Af því að við erum að tala um börn og ungmenni þá eru töluvert mörg börn á Íslandi sem eru að lifa í réttu kyni og nota rétt fornöfn og nöfn frá kannski fimm, sex ára aldri og þá er svolítið langur tími þar til að þú verður 18 og getur fengið þessar breytingar formlega í gegn. Foreldrum þessa barna finnst að þau ættu að geta farið í Þjóðskrá og breytt nafni og kyni barna sinna,“ útskýrir Sigríður.

„Núverandi löggjöf nær ekki yfir transbörn og er orðin úrelt eins og sést greinilega á stöðu Íslands á regnbogakorti ILGA Europe. Það þarf heildarendurskoðun á lagalegri stöðu transfólks.”

Rekast á vegg í kerfinu

Hvað nafnabreytinguna varðar segir Sigríður Birna það skipta miklu máli fyrir transbörn að fá nafnið sitt viðurkennt, jafnvel þótt þau mæti jákvæðu og skilningsríku viðhorfi.

„Ef þú ert að nota annað nafn en skilríkin þín segja til um ertu endalaust að lenda á veggjum í kerfinu. Í hvert einasta skipti sem barnið eða foreldrar þess eiga erindi við nýja stofnun þarf að útskýra stöðu barnsins sem er ofsalega lýjandi og tekur oft á tilfinningalega. Það er erfitt að þurfa stöðugt að sannfæra aðra um að tilvist þín eigi rétt á sér. Helsta ástæðan fyrir því að svona viðburður er mikilvægur er að almennri þekkingu er svo ábótavant. Almenningur þekkir ekki þennan hóp og stöðu hans,“ útskýrir Sigríður.

Ekki eigi það síður við inni í menntakerfinu, í frístunda- og íþróttastarfi, í heilbrigðiskerfinu og hvar sem er í samfélaginu þar sem unnið er með ungu fólki.

Skortur á þekkingu og fræðslu

„Auðvitað er einhver þekking inn á milli. Almennri þekkingu er þó mjög ábótavant og það er lítið eða ekkert fjallað um þennan hóp í menntun kennara, félagsráðgjafa, lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra starfsstétta sem vinna mikið með börnum. Sem betur fer er fólk tilbúið að afla sér fræðslu og transbörn og aðstandendur þeirra fá víðast hvar jákvæð viðbrögð, þótt það sé því miður ekki algilt. Helsta vandamálið er skortur á þekkingu og þá um leið fræðsluefni,“ segir Sigríður Birna að lokum.

Fræðslu­viðburður­inn um trans­börn og -ung­menni á Íslandi í tengsl­um við Hinseg­in daga fer fram í Stúd­enta­kjall­ar­an­um á morg­un, miðviku­dag­inn 9. ág­úst, klukk­an 12 og er op­inn öll­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Versta er skorturinn á upplýsingum“

13:13 „Þetta var hræðileg nótt en það versta er skorturinn á upplýsingum,“ segir Heiða Sigríður Davíðsdóttir í samtali við mbl.is en hún er á meðal þeirra sem bíða eftir að komast heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með flugfélaginu Primera Air. Farþegar eru nú komnir á hótel og gert ráð fyrir brottför seint í kvöld. Meira »

„Þetta er bara óhappahelgi hjá okkur“

12:07 „Þarna er bara um tæknilega bilun að ræða, því miður, sem verið er að vinna að viðgerð á eins fljótt og auðið er. Því miður eru engar leiguvélar tiltækar um helgar í Evrópu í sumar. Þannig að þegar ein vél bilar þá kemur eiginlega ekkert í staðinn,“ segir Hrafn Þorgeirsson, forstjóri Primera Air. Meira »

Drangey komin til heimahafnar

10:55 Mikill mannfjöldi fagnaði hinu nýja og glæsilega skipi Drangey SK 2, í eigu FISK Seafood, er það sigldi til heimahafnar í gær. Jón Edvald Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins, flutti ávarp og bauð skipið velkomið og sérstaklega skipstjórann Snorra Snorrason og áhöfn hans, en nokkrir áratugir eru síðan Skagfirðingar tóku síðast á móti nýju skipi. Meira »

Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot

10:30 Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næst flestir fyrir kynferðisafbrot. Meira »

„Fólk sefur bara hérna á gólfunum“

09:29 „Við erum bara hérna enn á flugvellinum og ekkert að frétta,“ segir Erna Karen Stefánsdóttir í samtali við mbl.is en hún er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife en 18 klukkustundir eru síðan þau ásamt fjölda annarra farþega áttu að fljúga heim með flugfélaginu Primera Air. Meira »

Frost í jörðu í innsveitum

09:06 Frost var í jörðu sums staðar í innsveitum í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þó var það aðeins lítillega og frostið mest -0,9% stig í Húsafelli í Borgarfirði. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark. Meira »

Voru á annað hundrað þúsund

07:28 Menningarnótt 2017 lauk seint í gærkvöldi með glæsilegri flugeldasýningu sem tónlistarmaðurinn Helgi Björns taldi niður í en niðurtalningin fór fram á glerhjúpi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hátíðin þótti takast afar vel og tók mikið fjölmenni þátt í henni eða á annað hundrað þúsund manns. Meira »

Reykur út frá eldamennsku

07:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um klukkan sjö í morgun um reyk í íbúð við Tryggvagötu í Reykjavík.  Meira »

Beindi byssu að fólki í bifreið

Í gær, 22:10 Fjórir karlmenn voru handteknir síðastliðna nótt og í dag vegna atviks sem átti sér stað í gærkvöldi fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði. Þar steig einn mannanna út úr bifreið og ógnaði að sögn vitna fólki í annarri bifreið með skotvopni. Meira »

Staðið verður við búvörusamninginn

Í gær, 21:06 Stjórnvöld hafa ekki annað í hyggju en að standa við búvörusamninginn sem samþykktur var á Alþingi síðasta haust. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. Mikilvægt sé hins vegar að finna lausn til framtíðar á vanda sauðfjárbænda. Meira »

Tvær deildir á tveimur árum

Í gær, 20:10 „Við spilum með hjartanu og hver fyrir annan,“ segir Jóhannes Helgason, einn liðsmanna meistaraflokks Gnúpverja í körfuknattleik, um ótrúlegan uppgang liðsins undanfarin tvö ár. Meira »

Fjórir fá 20 milljónir hver

Í gær, 19:47 Fyrsti vinningur lottósins gekk út í kvöld en hann var samtals rúmar 80 milljónir króna. Fjórir skipta honum með sér og fær því hver um sig rúmar 20 milljónir í sinn hlut. Meira »

Stemning í miðbænum - myndir

Í gær, 19:12 Mikil stemning hefur ríkt í miðbæ Reykjavíkur í dag, þar sem Menningarnótt fer fram í blíðskaparveðri. Hátíðin er allsherjar tónlistar- og menningarveisla, og fjölmargir viðburðir fara fram í allan dag. Meira »

Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni lokið

Í gær, 18:38 Vel heppnuðu Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem haldið var í 34. sinn í dag, er nú lokið. Rúmlega fjórtán þúsund manns tóku þátt í fimm vegalengdum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Meira »

Herramenn flytja úr sögulegu húsnæði

Í gær, 17:40 Þau sögulegu tíðinda verða í vetur að rakarastofan Herramenn í Kópavoginum flyst úr húsnæðinu sem hefur hýst stofuna frá fyrsta degi, en í húsinu hafa Kópavogsbúar, og aðrir, látið klippa sig í yfir hálfa öld en stofan er gegnt bæjarstjórnarskrifstofum Kópavogsbæjar að Neðstutröð 8 við Fannborg. Meira »

Kerfisbreytingar lagðar til hliðar

Í gær, 18:52 „Manni virðist þessi ríkisstjórn í raun og veru snúast fyrst og fremst um að viðhalda ákveðinni hægrisinnaðri efnahagsstjórn, sveltistefnu í garð almannaþjónustu og skattabreytingum sem eru ekki til þess að auka jöfnuð heldur þvert á móti,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Lítið bóli á þeim kerfisbreytingum sem Viðreisn og Björt framtíð hafi boðað. Meira »

Mála stíginn rauðan

Í gær, 18:15 Í Sjálandshverfi í Garðabæ hafa nokkrir kaflar á göngu- og hjólastíg hverfisins verið málaðir rauðir. Svokölluðum hvinröndum verður komið fyrir á rauðu köflunum á næstunni en það eru litlar rákir í gangstéttinni Meira »

Hugmyndir um nýtt nafn ekki nýjar

Í gær, 17:13 Hugmyndir um að Samfylkingin skipti um nafn eru ekki nýjar af nálinni enda hafa slíkar vangaveltur reglulega komið fram frá því að flokkurinn var stofnaður í kringum síðustu aldamót. Hins vegar hafa þær færst talsvert í aukana hin síðari ár. Meira »
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...