Taka undir gagnrýni á Sveinbjörgu

Borgarstjórnarfundur í Ráðhúsinu.
Borgarstjórnarfundur í Ráðhúsinu. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík – SIGRÚN  –  lýsir yfir vantrausti á Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúa Framsóknarflokks og flugvallarvina.

Í síðustu viku mótmælti stjórn Ungra framsóknarmanna ummælum sem Sveinbjörg lét falla í viðtali við Útvarp Sögu þar sem hún lýsti skoðunum sínum á menntun barna úr hópi hælisleitenda á Íslandi.

„Undanfarin misseri hefur Sveinbjörg Birna sem oddviti borgarstjórnarflokks Framsóknar og flugvallarvina, talað fyrir ákveðnum hugmyndum og þar með nýrri stefnu borgarstjórnarflokks Framsóknar og flugvallarvina. Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík telja að þær hugmyndir og sú stefna sem Sveinbjörg Birna talar fyrir, gangi í berhögg við grunnstefnu Framsóknarflokksins.

Hvað varðar meginstefnu borgarstjórnarflokks Framsóknar og flugvallarvina. Að auka lóðaframboð, fjölga félagslegum íbúðum og gera námsgögn grunnskólanema gjaldfrjáls.  Vill stjórn ungra Framsóknarmanna í Reykjavík, lýsa yfir fullum stuðningi við borgarstjórnarflokk Framsóknar og flugvallarvina. Ungir framsóknarmenn í Reykjavík vona að málflutningur Sveinbjargar Birnu, verði ekki til þess að varpa skugga á það mikilvæga og góða starf sem borgarstjórnarflokkurinn hefur unnið að öðru leiti. 

Stjórn ungra framsóknarmanna í Reykjavík telur ástæðu til að minna á grunnstefnu flokksins og ekki verði gefin afsláttur af þeim grunngildum sem hún stendur fyrir.

  1. Mannréttindi

Við berjumst fyrir mannréttindum, virðingu fyrir einstaklingnum og fjölskyldunni. Við höfnum hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum. Við munum ávallt verja skoðana- og tjáningarfrelsi, trúfrelsi og friðhelgi einkalífs.

III. Jafnræði þegnanna

Við setjum manngildi ofar auðgildi og viljum að hver og einn hafi sama rétt til menntunar, þroska og grundvallarlífskjara óháð uppruna, heilsu og efnahag.

  1. Mannauður

Við viljum efla mannauð með því að sérhver einstaklingur fái örvun og tækifæri til að þroskast og vaxa í leik og starfi.Við stefnum að samfélagi umburðarlyndis og víðsýni svo margbreytileiki þjóðlífs og einstaklinga fái notið sín,“ segir í tilkynningu frá ungu framsóknarfólki í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert