Tilraun sem tókst ótrúlega vel

Akranesferja. Ferjan Akranes.
Akranesferja. Ferjan Akranes. Ljósmynd/Eimskip-Arnaldur Halldórsson

„Þetta er tilraun sem tókst alveg ótrúlega vel, þökk sé þjóðhátíðargestum, áhöfninni minni og öllum sem að þessu komu.“ Þetta segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Eimskips, um rekstur ferjunnar Akranes milli lands og Eyja yfir Þjóðhátíð.

Akranes sigldi sex ferðir á föstudaginn, með ágætis nýtingu, og ellefu ferðir á mánudeginum, þar sem allar ferðir voru fullar. Ferjan sigldi ekki um helgina þar sem Sæferðir, dótturfélag Eimskips, fékk ekki heimild til þess, eins og mbl.is greindi frá.

Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Eimskip segir aðsókn í ferjuna vera ótrúlega.
Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Eimskip segir aðsókn í ferjuna vera ótrúlega. Eggert Jóhannesson

Þá segir Gunnlaugur í samtali við mbl.is að það sé möguleiki á að ferja sigli við hlið Herjólfs í framtíðinni, enda hafi þetta gengið svo vel: 

„Við erum svakalega ánægð með að prufa þetta og sjáum að það eru alveg möguleikar að gera eitthvað svona,“ segir hann og bætir við: „Alla veganna á stærri helgum í kringum Vestmannaeyjar.“

Yfir helgina var rennisléttur sjór en að sögn Gunn­laugs hefði skipið getað siglt í miklu verri aðstæðum.

„Þessi ferja er háð sömu takmörkunum og Herjólfur, hún getur siglt í 2,5 metra ölduhæð,“ segir hann. „Ef að það hefði verið eitthvað verra ástand þá hefðum við að sjálfsögðu metið það,“ bætir hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert