Gjaldheimtan var kynnt í borgarráði

Fjallað var um gjaldheimtuna í borgarráði.
Fjallað var um gjaldheimtuna í borgarráði. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Fyrirhuguð gjaldheimta á útsýnispalli Perlunnar var kynnt á fundi borgarráðs þegar leigusamningur borgarinnar og Perlu norðursins fór fyrir borgarráð. Þetta kemur fram í skriflegu svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við fyrirspurn mbl.is. Fundurinn var haldinn í lok mars 2016. 

Perla norðurs­ins mun hefja gjald­töku út á út­sýn­ispall Perlunn­ar 1. sept­em­ber. Gjaldið verður 490 krón­ur fyr­ir 16 ára og eldri en frítt fyr­ir 15 ára og yngri sem og gesti ís­hell­is og jökla­sýn­ing­ar Perlunn­ar.

Í frétt Morgunblaðsins í morgun kemur fram að borgarfulltrúar þriggja flokka hefðu fyrst heyrt af fyrirhugaðri gjaldtöku í fjölmiðlum. Borgarráðsfundinn sátu, auk Dags, þau S. Björn Blöndal, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson og Jóna Björg Sætran þegar drög að leigusamningnum voru kynnt.

Frétt mbl.is: Borgarfulltrúar af fjöllum

„Það var gert ráð fyrir að sýningin í Perlunni næði út á pallinn með sérstökum sjónaukum og að til gjaldtöku gæti komið þar. Þetta er nokkuð skýrt í fylgigögnum leigusamningsins sem fór fyrir borgarráð,“ segir í svarinu frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagar í gegnum ísklump með keðjusög ...
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagar í gegnum ísklump með keðjusög að vopni og opnar formlega jöklasýningu Perlunnar. mbl.is/Golli

Í viðaukanum segir: „Ætlunin er að byggja einstaka aðstöðu í Öskjuhlíðinni fyrir ferðamenn og Íslendinga. Opið verður upp í gegnum Perluna fyrir almenning en eftir fyrsta rekstrarárið verður frítt aðgengi endurskoðað, jafnhliða uppsetningu meðal annars sjónauka og því að pallurinn verði tekinn undir miðlun upplýsinga. Aðgangur að útsýnispallinum yrði þá með sama sniði og aðgangur að turni Hallgrímskirkju og hóflegt gjald innheimt um leið og útsýnispallurinn verður innlimaður í upplifun sýningarinnar, með sérstökum kíkjum sem breyta umhverfinu sem horft er á,“ segir þar meðal annars. 

Frétt mbl.is: Hefja gjaldtöku í september

Kemur þar fram að hægt verði að skynja hvernig Reykjavík lítur út ef hnattræn hlýnun heldur áfram eða hvernig útsýnið var eftir lok íslandar þegar Öskjuhlíðin og Skólavörðuholtið voru eyjar.

mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Í skriflegu svari frá Degi segir að skýrt sé kveðið á um aðgengi almennings að veitingaaðstöðunni á fjórðu og fimmtu hæð. „Þar sem útsýni er ekki síðra, eftir vel heppnaðar breytingar á veitingarýmunum. Jafnframt er kveðið á um að öll skólabörn í Reykjavík fái endurgjaldslausan aðgang að náttúrusýningunni að minnsta kosti tvisvar á sínum skólaferli,“ segir í svarinu.

„Ég geri ráð fyrir að málið verði rifjað upp í borgarráði á morgun. Hvet ég reyndar alla til að heimsækja Perluna, skoða þessar breytingar og fara á þá frábæru sýningu um íshella og jökla sem þar hefur verið þróuð og sett upp.“

mbl.is

Innlent »

Kýldi löggu, rændi bíl og ók inn í Leifsstöð

18:46 Maður ók bifreið inn í Leifsstöð rétt um klukkan sex í dag. Þetta staðfestir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Bifreið lögreglunnar á Suðurnesjum hafði veitt bifreiðinni eftirför frá Reykjanesbraut og að Leifsstöð þar sem eftirförinni lauk. Meira »

Margoft á sjúkrahús vegna ofneyslu

18:30 Hér á landi er fjöldi einstaklinga lagður inn á bráðadeildir á hverju ári vegna ofneyslu lyfja. Margir þeirra sem deyja vegna ofneyslu eiga margar innlagnir að baki áður en kemur að andláti. Það sem af er ári hafa 14 andlát verið til skoðunar hjá lyfjateymi embættis landlæknis. Meira »

Ók utan í lögreglubíl

18:29 Um klukkan 2 í fyrrinótt stöðvaði lögreglan á Akureyri sautján ára ökumann undir áhrifum fíkniefna framan við Engimýri í Öxnadal. Þá hafði lögreglan veitt honum eftirför frá Þingvallastræti á Akureyri. Meira »

Tveir bílar og hestakerra ultu

18:17 Rétt eftir klukkan 18 í dag lentu tveir bílar í árekstri á þjóðveginum við Laugaland á Þelamörk. Bílarnir voru báðir á suðurleið og sá fremri var með hestakerru í eftirdragi. Ökumaður aftari bílsins hugðist aka fram úr en rakst þá bíll hans utan í hestakerruna með þeim afleiðingum að hún losnaði. Meira »

Ísland tvisvar á lista CNN

18:06 Seljalandsfoss og Skaftafell eru á lista CNN yfir helstu náttúruperlur heims þar sem landslagið getur hreinlega gert fólk orðlaust. Meira »

Tilkynnt um eld á Laugavegi

17:37 Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um reyk á Laugavegi nú á sjötta tímanum í dag. Þegar slökkvibílar voru lagðir af stað kom í ljós að um minniháttar eld var að ræða. Meira »

„Þetta er leiðinlegt og grautfúlt“

17:03 „Þetta er auðvitað hundfúlt,“ segir Arngrímur Viðar Ásgeirsson, einn rekstraraðila verslunarinnar Eyrarinnar á Borgarfirði eystra, sem tekin hefur verið ákvörðun um að loka 1. september. Um er að ræða einu matvöruverslunina í bænum. Meira »

Skóflustunga tekin að Skarðshlíðarskóla

17:22 Fyrsta skóflustungan að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði verður tekin á morgun, mánudag. Skólinn er níundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé, einkum tekjur af lóðasölu. Meira »

Ungmenni gerðu aðsúg að lögreglu

16:19 Piltur náði að bíta tvo lögreglumenn, m.a. í fingur, í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Við leit á honum fannst hnífur sem hald var lagt á. Á meðan á þessu stóð gerði hópur ungmenna aðsúg að lögreglumönnum á vettvangi en slíkt er ekki einsdæmi að sögn lögreglu. Meira »

Sóttu slasaðan mótorhjólamann

16:01 Verið er að flytja mótorhjólamann sem slasaðist á Eyjafjarðarleið rétt um klukkan 13 í dag á sjúkrahús en taldar eru líkur á að hann sé fótbrotinn. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir að svo stöddu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi. Meira »

Nafnið réðst af fyrsta marki á EM

14:47 Magnús Yngvi Einarsson og Kristín Dögg Eysteinsdóttir fóru heldur óhefðbundnar leiðir við að ákveða nafn dóttur sinnar sem fæddist 16. júlí síðastliðinn, en nafn hennar réðst af því hvaða íslenska landsliðskona í knattspyrnu skoraði fyrsta markið á Evrópumótinu í síðasta mánuði. Meira »

Byssumaðurinn er ófundinn

14:30 Tveir karlmenn, sem sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í Reykjavík handtók í gær vegna gruns um að þeir hefðu komið að málum þegar maður ógnaði fólki í bifreið með skotvopni fyrir utan veitingastað í Hafnarfirði á föstudagskvöldið, voru yfirheyrðir í dag en reyndust hins vegar ekki hafa komið við sögu í málinu. Meira »

„Versta er skorturinn á upplýsingum“

13:13 „Þetta var hræðileg nótt en það versta er skorturinn á upplýsingum,“ segir Heiða Sigríður Davíðsdóttir í samtali við mbl.is en hún er á meðal þeirra sem bíða eftir að komast heim frá Tenerife á Kanaríeyjum með flugfélaginu Primera Air. Farþegar eru nú komnir á hótel og gert ráð fyrir brottför seint í kvöld. Meira »

Drangey komin til heimahafnar

10:55 Mikill mannfjöldi fagnaði hinu nýja og glæsilega skipi Drangey SK 2, í eigu FISK Seafood, er það sigldi til heimahafnar í gær. Jón Edvald Friðriksson, framkvæmdastjóri félagsins, flutti ávarp og bauð skipið velkomið og sérstaklega skipstjórann Snorra Snorrason og áhöfn hans, en nokkrir áratugir eru síðan Skagfirðingar tóku síðast á móti nýju skipi. Meira »

„Fólk sefur bara hérna á gólfunum“

09:29 „Við erum bara hérna enn á flugvellinum og ekkert að frétta,“ segir Erna Karen Stefánsdóttir í samtali við mbl.is en hún er stödd ásamt fjölskyldu sinni á Tenerife en 18 klukkustundir eru síðan þau ásamt fjölda annarra farþega áttu að fljúga heim með flugfélaginu Primera Air. Meira »

„Þetta er bara óhappahelgi hjá okkur“

12:07 „Þarna er bara um tæknilega bilun að ræða, því miður, sem verið er að vinna að viðgerð á eins fljótt og auðið er. Því miður eru engar leiguvélar tiltækar um helgar í Evrópu í sumar. Þannig að þegar ein vél bilar þá kemur eiginlega ekkert í staðinn,“ segir Hrafn Þorgeirsson, forstjóri Primera Air. Meira »

Flestir inni fyrir kynferðis- og fíkniefnabrot

10:30 Alls eru nú 152 fangar í afplánun hér á landi. Samkvæmt tölum frá Fangelsismálastofnun afplána flestir fangar dóma fyrir fíkniefnabrot og næst flestir fyrir kynferðisafbrot. Meira »

Frost í jörðu í innsveitum

09:06 Frost var í jörðu sums staðar í innsveitum í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Þó var það aðeins lítillega og frostið mest -0,9% stig í Húsafelli í Borgarfirði. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark. Meira »
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Ritverkið Reykvíkingar 1-4
til sölu fyrstu fjögur bindin (öll sem hafa komið út) af ritverkinu Reykvíkingar...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...