Gjaldheimtan var kynnt í borgarráði

Fjallað var um gjaldheimtuna í borgarráði.
Fjallað var um gjaldheimtuna í borgarráði. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Fyrirhuguð gjaldheimta á útsýnispalli Perlunnar var kynnt á fundi borgarráðs þegar leigusamningur borgarinnar og Perlu norðursins fór fyrir borgarráð. Þetta kemur fram í skriflegu svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við fyrirspurn mbl.is. Fundurinn var haldinn í lok mars 2016. 

Perla norðurs­ins mun hefja gjald­töku út á út­sýn­ispall Perlunn­ar 1. sept­em­ber. Gjaldið verður 490 krón­ur fyr­ir 16 ára og eldri en frítt fyr­ir 15 ára og yngri sem og gesti ís­hell­is og jökla­sýn­ing­ar Perlunn­ar.

Í frétt Morgunblaðsins í morgun kemur fram að borgarfulltrúar þriggja flokka hefðu fyrst heyrt af fyrirhugaðri gjaldtöku í fjölmiðlum. Borgarráðsfundinn sátu, auk Dags, þau S. Björn Blöndal, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson og Jóna Björg Sætran þegar drög að leigusamningnum voru kynnt.

„Það var gert ráð fyrir að sýningin í Perlunni næði út á pallinn með sérstökum sjónaukum og að til gjaldtöku gæti komið þar. Þetta er nokkuð skýrt í fylgigögnum leigusamningsins sem fór fyrir borgarráð,“ segir í svarinu frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagar í gegnum ísklump með keðjusög ...
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagar í gegnum ísklump með keðjusög að vopni og opnar formlega jöklasýningu Perlunnar. mbl.is/Golli

Í viðaukanum segir: „Ætlunin er að byggja einstaka aðstöðu í Öskjuhlíðinni fyrir ferðamenn og Íslendinga. Opið verður upp í gegnum Perluna fyrir almenning en eftir fyrsta rekstrarárið verður frítt aðgengi endurskoðað, jafnhliða uppsetningu meðal annars sjónauka og því að pallurinn verði tekinn undir miðlun upplýsinga. Aðgangur að útsýnispallinum yrði þá með sama sniði og aðgangur að turni Hallgrímskirkju og hóflegt gjald innheimt um leið og útsýnispallurinn verður innlimaður í upplifun sýningarinnar, með sérstökum kíkjum sem breyta umhverfinu sem horft er á,“ segir þar meðal annars. 

Kemur þar fram að hægt verði að skynja hvernig Reykjavík lítur út ef hnattræn hlýnun heldur áfram eða hvernig útsýnið var eftir lok íslandar þegar Öskjuhlíðin og Skólavörðuholtið voru eyjar.

mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Í skriflegu svari frá Degi segir að skýrt sé kveðið á um aðgengi almennings að veitingaaðstöðunni á fjórðu og fimmtu hæð. „Þar sem útsýni er ekki síðra, eftir vel heppnaðar breytingar á veitingarýmunum. Jafnframt er kveðið á um að öll skólabörn í Reykjavík fái endurgjaldslausan aðgang að náttúrusýningunni að minnsta kosti tvisvar á sínum skólaferli,“ segir í svarinu.

„Ég geri ráð fyrir að málið verði rifjað upp í borgarráði á morgun. Hvet ég reyndar alla til að heimsækja Perluna, skoða þessar breytingar og fara á þá frábæru sýningu um íshella og jökla sem þar hefur verið þróuð og sett upp.“

mbl.is

Innlent »

Hvalfjarðargöng lokuð í nótt

00:08 „Það er árlegur viðburður í rekstri ganganna að loka þeim í nokkrar nætur að vori og hausti af þessu tilefni. Lokun nú er því hefðbundin ráðstöfun og beðist er velvirðingar á óþægindum sem hún kann að valda,“ segir í tilkynningu á heimasíðunni. Meira »

Vinafagnaður með gleðisöng

Í gær, 23:47 „Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar. Meira »

Lögreglustjóri mátti þola áreitni

Í gær, 22:43 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, tekur þátt í samfélagsmiðlabyltingunni #MeToo. Hún birti færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld þar sem hún segir að hún hafi mátt þola „allt það helsta sem konur geta átt á hættu að verða fyrir þegar þær feta sig inn í heim karlanna.“ Meira »

Taupokarnir með tvöfalt hlutverk

Í gær, 21:41 Áhuginn skein úr hverju andliti þegar Morgunblaðið heimsótti á mánudaginn hóp kvenna úr hópi flóttafólks og hælisleitenda sem vikulega mæta í aðstöðu Hjálpræðishersins í Mjóddinni í Reykjavík. Meira »

Guðni í opinberri heimsókn í Norðurþingi

Í gær, 21:36 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er nú opinberri heimsókn í Norðurþingi ásamt eiginkonu sinni Elizu Reid. Hann mun koma víða við í heimsókn sinni, en í dag opnaði hann formlega sýningu um sögu hvalveiða og hvalaskoðunar við Ísland á Hvalasafninu á Húsavík. Meira »

Þorgerður skaut á Katrínu á opnum fundi

Í gær, 20:53 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skaut föstum skotum að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, á fundi um menntamál sem haldinn var á vegum Kennarasambands Íslands í samstarfi við menntavísindasvið Háskóla Íslands í dag. Meira »

Menn endurtaka sömu fyrirheitin

Í gær, 18:45 „Það var mikill samhljómur meðal fulltrúa flokkanna um að það væri mikilvægt að stefna vísinda- og tækniráðs á hverjum tíma næði fram að ganga,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við ríkisháskóla. Meira »

Eldur í ruslagámi á Smiðjuvegi

Í gær, 19:59 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu eftir sjö í kvöld vegna elds sem kviknað hafði í ruslagámi á Smiðjuvegi. Meira »

Áfram stormur á morgun

Í gær, 18:08 Það sló í storm á nokkrum stöðum á Suðvesturlandi í dag þar sem vindur mældist um 20 m/s. Verstar voru hviðurnar við fjöll, m.a. Hafnarfjallið þar sem vindhraðinn þar fór vindhraðinn hátt í 40 m/s í verstu hviðunum í dag. Meira »

Allt að 5.000 íbúðir til leigu á Airbnb

Í gær, 17:43 Á bilinu 4.500 til 5.000 heilar íbúðir eru til leigu á Airbnb á landinu öllu samkvæmt nýjum gögnum sem Seðlabankinn festi kaup á frá greiningarfyrirtækinu AirDNA sem fylgist meðal annars með og greinir umsvif gistiþjónustufyrirtækisins alþjóðlega. Meira »

Bjóða konum í leikhús á Kvennafrídaginn

Í gær, 17:29 Leikfélag Akureyrar ætlar að konum á sýninguna Kvenfólk í Samkomuhúsinu á Kvennafrídaginn, þann 24. október október næstkomandi. Sýningin hefst klukkan 15.00 og er aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir. Meira »

Lögbann á störf Loga

Í gær, 16:49 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur samþykkt lögbannsbeiðni fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að Logi Bergmann hefji störf hjá Símanum og Árvakri, útgefanda mbl.is. Þetta staðfestir Logi í samtali við mbl.is, en málið var tekið fyrir í dag og kveðinn upp úrskurður. Meira »

Tvöföldun brautarinnar ljúki sem fyrst

Í gær, 16:02 Krafa til stjórnvalda um að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar frá Kaldárselsvegi að mislægum gatnamótum á Krýsuvíkurvegi er meðal þess sem kemur fram í ályktun sem lögð var fram á íbúafundi í Hafnarfirði sem fram fór í gær. Meira »

Áreitti ókunnuga konu ítrekað í síma

Í gær, 15:35 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður af embætti ríkissaksóknara fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa frá því í mars 2014 til október 2015 ítrekað hringt í ókunnuga konu og viðhaft kynferðislegt tal. Maðurinn gaf ekki upp nafn sitt þrátt fyrir að konan hafi ítrekað óskað eftir því. Meira »

Bæta þarf laun og starfsumhverfi

Í gær, 15:22 Sviðsstjóri kjarasviðs í Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga segir að eitthvað þurfi að gera til að halda hjúkrunarfræðingum í starfi. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar vantar 570 hjúkrunarfræðinga til starfa í heilbrigðiskerfinu. Meira »

Sjálfstæðisflokkurinn með 19,9%

Í gær, 15:38 Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með mest fylgi íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt könnun MMR, eða 19,9%.  Meira »

Þriðji fundur flugvirkja árangurslaus

Í gær, 15:33 Þriðji fundur Flugvirkjafélags Íslands og SA vegna Icelandair var haldinn hjá ríkissáttasemjara í morgun og var hann árangurslaus, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands. Meira »

Búið að koma í veg fyrir frekari mengun

Í gær, 15:00 Olíumengunin í Grófarlæk tengist að öllum líkindum gömlu röri á svæði N1-bensínstöðvarinnar. Búið er að koma í veg fyrir frekari mengun og segist heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogsbæjar telja að með samstilltu samstarfi hafi verið komið í veg fyrir tjón á lífríkinu. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

VAÐNES-sumarbústaðalóðir
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Renault Captur 2015, dísil, sjálfsk. t. sölu
Góður, díesel, sjálfsk., 63 þ.km. Góð s.+ vetrard. 2.290 þ.kr. S. 696 7656, ar...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6. 4 week...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...