Gjaldheimtan var kynnt í borgarráði

Fjallað var um gjaldheimtuna í borgarráði.
Fjallað var um gjaldheimtuna í borgarráði. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Fyrirhuguð gjaldheimta á útsýnispalli Perlunnar var kynnt á fundi borgarráðs þegar leigusamningur borgarinnar og Perlu norðursins fór fyrir borgarráð. Þetta kemur fram í skriflegu svari Dags B. Eggertssonar borgarstjóra við fyrirspurn mbl.is. Fundurinn var haldinn í lok mars 2016. 

Perla norðurs­ins mun hefja gjald­töku út á út­sýn­ispall Perlunn­ar 1. sept­em­ber. Gjaldið verður 490 krón­ur fyr­ir 16 ára og eldri en frítt fyr­ir 15 ára og yngri sem og gesti ís­hell­is og jökla­sýn­ing­ar Perlunn­ar.

Í frétt Morgunblaðsins í morgun kemur fram að borgarfulltrúar þriggja flokka hefðu fyrst heyrt af fyrirhugaðri gjaldtöku í fjölmiðlum. Borgarráðsfundinn sátu, auk Dags, þau S. Björn Blöndal, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldór Halldórsson og Jóna Björg Sætran þegar drög að leigusamningnum voru kynnt.

„Það var gert ráð fyrir að sýningin í Perlunni næði út á pallinn með sérstökum sjónaukum og að til gjaldtöku gæti komið þar. Þetta er nokkuð skýrt í fylgigögnum leigusamningsins sem fór fyrir borgarráð,“ segir í svarinu frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagar í gegnum ísklump með keðjusög ...
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagar í gegnum ísklump með keðjusög að vopni og opnar formlega jöklasýningu Perlunnar. mbl.is/Golli

Í viðaukanum segir: „Ætlunin er að byggja einstaka aðstöðu í Öskjuhlíðinni fyrir ferðamenn og Íslendinga. Opið verður upp í gegnum Perluna fyrir almenning en eftir fyrsta rekstrarárið verður frítt aðgengi endurskoðað, jafnhliða uppsetningu meðal annars sjónauka og því að pallurinn verði tekinn undir miðlun upplýsinga. Aðgangur að útsýnispallinum yrði þá með sama sniði og aðgangur að turni Hallgrímskirkju og hóflegt gjald innheimt um leið og útsýnispallurinn verður innlimaður í upplifun sýningarinnar, með sérstökum kíkjum sem breyta umhverfinu sem horft er á,“ segir þar meðal annars. 

Kemur þar fram að hægt verði að skynja hvernig Reykjavík lítur út ef hnattræn hlýnun heldur áfram eða hvernig útsýnið var eftir lok íslandar þegar Öskjuhlíðin og Skólavörðuholtið voru eyjar.

mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Í skriflegu svari frá Degi segir að skýrt sé kveðið á um aðgengi almennings að veitingaaðstöðunni á fjórðu og fimmtu hæð. „Þar sem útsýni er ekki síðra, eftir vel heppnaðar breytingar á veitingarýmunum. Jafnframt er kveðið á um að öll skólabörn í Reykjavík fái endurgjaldslausan aðgang að náttúrusýningunni að minnsta kosti tvisvar á sínum skólaferli,“ segir í svarinu.

„Ég geri ráð fyrir að málið verði rifjað upp í borgarráði á morgun. Hvet ég reyndar alla til að heimsækja Perluna, skoða þessar breytingar og fara á þá frábæru sýningu um íshella og jökla sem þar hefur verið þróuð og sett upp.“

mbl.is

Innlent »

Þau hljóta Kraumsverðlaunin 2017

21:29 Kraumsverðlaunin voru afhent í tíunda sinn nú rétt í þessu á veitinga- og tónleikastaðnum Bryggjunni. Sex hljómsveitir og listamenn hlutu Kraumsverðlaunin í ár. Á meðal verðlaunahafanna eru fjórir kvenkyns listamenn og ein hljómsveit, Cyber, sem aðeins er skipuð konum. Meira »

„Meirihluti íslenskra kvenna hórur“

21:10 Babtistaprestinum Steven L. Anderson í Arizona hefur lengi verið í nöp við Íslendinga. Nú hefur hann sent mynd á íslenska fjölmiðla þar sem hann rekur í löngu máli hvað sé að íslensku þjóðinni en þá einna helst lauslæti. Myndin var einnig sett á Youtube fyrir skömmu og hefur fengið 22 þúsund áhorf. Meira »

Ráðist til atlögu við sífellt grárri tilveru

21:02 Norska litafræðingnum Dagny Thurmann-Moe finnst kominn tími á litabyltingu. Í nýútkominni bók sinni, Lífið í lit, gerir hún grein fyrir hvernig litanotkun getur stuðlað að heilnæmu umhverfi í góðu jafnvægi sem og þeim áhrifum sem litir og litleysi hafa á vort daglega líf. Meira »

Heppinn miðaeigandi fékk 70 milljónir

20:54 Úlfar Gauti Haraldsson, rekstarstjóri flokkahappdrættis Háskóla Íslands, þurfti að beita öllum sínum sannfæringarkrafti til að fá vinninghafann til að trúa fréttunum þegar hann hringdi í hann. „Þegar viðkomandi vissi upphæðina þá bað hann mig um að hinkra aðeins því hann vildi setjast niður.“ Meira »

Starfsfólki sagt upp á hverju ári

20:33 Starfsfólki í mötuneyti og á kaffistofum Háskóla Íslands er gjarnan sagt upp störfum á vorin og svo endurráðið að hausti. Dæmi eru um að eldri konur hafi starfað með þessum hætti áratugum saman. Þetta kemur fram í frétt RÚV. Meira »

Tólf bjargað við hrikalegar aðstæður

20:17 Sjötíu ár eru liðin frá einhverju frækilegasta björgunarafreki Íslandssögunnar þegar 12 skipverjum var bjargað úr enska togaranum Dhoon við Látrabjarg, við hrikalegar aðstæður í miklu hafróti. Meira »

Fossadagatalið rýkur út

19:38 Fossadagatalið 2018 og Fossabæklingur með ljósmyndum af Gullfossum Stranda hefur rokið út í dag, á fyrsta söludegi. Dagatalið er nú uppselt hjá útgefanda en búið er að panta annað upplag, 1.000 eintök. Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir og Ólafur Már Björnsson augnlæknir tóku myndirnar. Meira »

Verðum 5 árum á undan Norðurlöndunum

20:17 Góður rómur var gerður á leiðtogafundi um loftslagsmál í París í dag að þeirri ákvörðun íslenskra stjórnvalda að ganga lengra en Parísarsamkomulagið kveður á um. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem kynnti áform­ nýrr­ar rík­is­stjórn­ar í um­hverf­is- og lofslags­mál­um á fundinum. Meira »

Sagði ráðherra með dómara í vinnu

19:01 Lögmaður Jóhannesar Rúnars Jónssonar í áfrýjunarmáli hans og Ástráðs Haraldssonar vegna skipunar Landsréttardómara sagði það með ólíkindum að ráðherra hafi svigrúm til að ráða því hverjir verði dómarar og hverjir ekki eftir því hvort verið sé að skipa til Landsréttar, Hæstaréttar eða héraðsdóms. Meira »

Greindi frá áformum um kolefnishlutleysi

18:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra greindi frá áformum nýrrar ríkisstjórnar í umhverfis- og lofslagsmálum og nefndi sérstaklega markmið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040, í ávarpi sínu á leiðtogafundi í París í dag. Meira »

Árásarmaðurinn samstarfsfús við lögreglu

17:47 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi vegna morðsins á hinum albanska Klevis Sula, sem lést eftir að hafa verið stunginn með hnífi á Austurvelli, hefur verið samstarfsfús við lögreglu. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir venju að fara fram á geðrannsókn vegna mála sem þessa. Meira »

Vilji til að efla náin tengsl ríkjanna

17:40 Guðlaugur Þórðarson utanríkisráðherra átti í dag fund með Liam Fox, utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands, í Buenos Aires í Argentínu, þar sem nú stendur yfir ráðherrafundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO. Ræddu þeir meðal annars fríverslun á heimsvísu. Meira »

Réttindalaus rútubílstjóri stöðvaður

17:26 Í síðustu viku hafði lögreglan á Suðurlandi afskipti af ökumanni með kínverskt ríkisfang sem reyndist ekki hafa almennt rekstrarleyfi til aksturs með farþega og að auki hafði hann ekki aukin ökuréttindi til slíks. Var hann að aka með farþega sína í Bláa lónið. Meira »

Hlaut starfsmerki fyrir óeigingjarnt starf

17:14 Rán Kristinsdóttir hlaut á héraðsþingi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu (HSH) í gærkvöldi starfsmerki UMFÍ fyrir mikið og óeigingjarnt starf fyrir íþróttahreyfinguna í Snæfellsbæ. Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, afhenti Rán starfsmerkið. Meira »

Lykill ehf. í söluferli

16:47 Klakki ehf., eigandi Lykils fjármögnunar hf., hefur ákveðið að hefja opið söluferli á félaginu. Stefnt er að því að nýir eigendur taki við félaginu á vormánuðum 2018. Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu. Meira »

Sameining leik- og grunnskóla í kortunum

17:26 „Þetta er rökrétt næsta skref í skólamálum,“ segir Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, um fyrirhugaða sameiningu leikskólans og grunnskólans á Flateyri. Í grunnskólanum eru um 20 börn og í leikskólanum Grænagarði eru um fimm börn. Meira »

Stolnir munir kirkjugesta fundnir

17:13 Ýmsir munir; peningar, greiðslukort og lyklar og fleira sem stolið var úr yfirhöfnum tónleikagesta í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi, hafa nú nær allir fundist. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Laun lögmanna rædd í Hæstarétti

15:55 Laun og arðgreiðslur þeirra Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jónssonar komu til tals í málflutningi á áfrýjunarmálum þeirra gegn íslenska ríkinu vegna skipunar Landsréttardómara í Hæstarétti í morgun. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Dúskar ekta Þvottabjörn og Silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum get sent myndir fleiri litir í ...
Til að ferðast með nuddbekkinn
Til að ferðast með nuddbekkinn www.egat.is verð 8900 kr. sími 8626194...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
JEMA gæðalyftur á góðu verði
Bjóðum danskar gæðalyftur frá JEMA af mörgum gerðum CE TUV Led ljós á örmum ...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...