Hitabylgjur munu taka sinn toll

Hitabylgja er á Ítalíu. Stórfljótið Pó, sem venjulega er beljandi ...
Hitabylgja er á Ítalíu. Stórfljótið Pó, sem venjulega er beljandi vatnsflaumur, er nú vatnslítið, m.a. hér við Piacenza á Norður-Ítalíu. AFP

Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum á Veðurstofu Íslands, segir að ný spá vísindamanna um að öfgar í veðurfari, einkum miklar hitabylgjur, geti leitt til dauða allt að 150 þúsund Evrópubúa á ári um næstu aldamót, sé ekki galin sviðsmynd miðað við þær forsendur sem gefnar eru um þróun loftslagsbreytinga.

Veðurfarssveiflur, hitabylgjur, kuldaköst, flóð og stormar, hafa á undanförnum áratugum valdið fjölmörgum dauðsföllum í Evrópu.

Talið er að hitabylgjur einar hafi árlega valdið dauða nærri 3.000 manna í álfunni. Vísindamennirnir telja að hitabylgjur muni stóraukast og valda fimmtíufalt fleiri dauðsföllum um næstu aldamót en nú, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.

Tveir suðurkóreskir vísindamenn, Jae Young Lee og Ho Kim, segja í athugasemd við greinina í Lancet að áhrif veðurfarsöfganna á dauðsföll kunni að vera ofmetin. Benda þeir á að menn geti brugðist við hinum breyttu aðstæðum í veðurfari og nefna í því sambandi framfarir í læknisfræði og nýja tækni við loftkælingu íbúðarhúsa.

Fleiri hafa tekið í sama streng eftir að greinin birtist og bent á að til að fá raunsanna mynd sé ekki aðeins hægt að framreikna breytingar af þessu tagi án þess að huga að viðbrögðunum sem hljóti að verða.

Í síðustu viku birti tímaritið Science Advances grein þar sem því var spáð að vothiti gæti aukist svo í Suður-Asíu fyrir lok þessarar aldar að álfan yrði ekki byggileg. Enn önnur vond spá birtist í Environmental Research Letters þar sem sagði að aukinn styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu myndi á næstu áratugum valda gífurlegri skerðingu á magni próteins í ræktuðu korni eins og hrísgrjónum og hveiti. Þá var í gær sagt frá nýrri bandarískri skýrslu þar sem fram kom að loftslagsbreytingar væru þegar farnar að hafa mikil áhrif vestanhafs. Meðalhiti hefði hækkað óðfluga þar í landi frá árinu 1980 og undanfarnir áratugir hefðu verið þeir heitustu í landinu í 1.500 ár.

 Sveiflur magna ástandið

Halldór Björnsson sagði að um þessar mundir væru mestu hörmungar af völdum veðurs í Austur-Afríku þar sem þurrkar væru að fella þúsundir manna. Þurrkar gætu einnig aukið á vandamál sem fyrir væru í ýmsum löndum. Þótt þurrkar hefðu til að mynda ekki valdið borgarastyrjöldinni í Sýrlandi léki enginn vafi á því að þeir hefðu átt stóran þátt í að magna hið skelfilega ástand þar til hins verra. Veðurfarssveiflur gætu haft mikil áhrif á þjóðfélög sem væru í viðkvæmri stöðu.

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Svosem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Fór úr peysunni og keyrði út af

09:12 Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Meira »

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

09:06 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna, en verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum. Meira »

Fundu umtalsvert magn fíkniefna og sveðju

09:03 Þrír voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni í kjölfar húsleitar sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Sterkur grunur leikur á því að sá sem í húsinu dvaldi hafi stundað fíkniefnasölu, en umtalsvert magn fíkniefna fannst við húsleitina. Meira »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Vinstri grænir lækka flugið

07:17 Framsóknarflokkurinn, Miðflokkurinn, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa bætt stöðu sína frá síðustu viku samkvæmt nýrri könnun á fylgi framboða sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Morgunblaðið dagana 16. til 19. október. Meira »

Hafarnarstofninn stækkar stöðugt

05:30 Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur og nú síðan í lok 19. aldar. Hafarnarpörin voru 76 á liðnu sumri og fjölgaði um tvö frá því í fyrra. Þá komust upp 36 ungar úr 28 hreiðrum, en 51 par reyndi varp í sumar. Meira »

Loðnan nær ströndum Grænlands en áður

05:30 Lagt er til að leyft verði að veiða 208 þúsund tonn af loðnu á vertíðinni 2017/2018. Í loðnuleiðangri í haust var dreifingin mjög vestlæg eins og á undanförnum árum og fannst loðna nær ströndum Grænlands en áður hefur sést í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar á þessum slóðum. Meira »

Afgreiddu 17 tilvik um báta sem voru dregnir til hafnar

05:30 Af 39 málum á síðasta fundi sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa var 17 lokið með færslunni „vélarvana og dreginn til hafnar“. Meira »

Þarf að kaupa losunarheimildir

05:30 Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi mun fara fram úr heimildum samkvæmt Kýótó-bókuninni fyrir árin 2013-2020, samkvæmt greiningu Umhverfisstofnunar. Meira »

Vilja sameinast Fjarðabyggð

05:30 Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna. Meira »

Mótmæla uppbyggingu á Allianz-reit

05:30 Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svokölluðum Allianz-reit við Grandagarð í Reykjavík. Meirihlutinn í borgarráði, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn, styðja uppbygginguna en sjálfstæðismenn í minnihlutanum eru henni andvígir. Meira »

Kjörseðlarnir rjúka út á Spáni

05:30 Íslendingar búsettir á Torrevieja, Alicante og Benidorm á Spáni hafa verið mjög duglegir að kjósa utan kjörfundar vegna komandi þingkosninga. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...