Leit stendur yfir við Kársnes

Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi við Kársnes í kvöld.
Þyrla Landhelgisgæslunnar á flugi við Kársnes í kvöld. mbl.is/Hjörtur

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sveimað yfir sunnanverðu Kársnesi í Kópavogi undanfarið með ljóskastara. Samkvæmt heimildum mbl.is fer þar fram leit að einstaklingi.

Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar taka einnig þátt í leitinni.

Notast þær meðal annars við báta.

Uppfært: Einstaklingurinn sem leitað var að er fundinn heill á húfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert