Skráðar bílaleigubifreiðar aldrei fleiri

Með fjölgun ferðamanna hefur bílaleigubílum fjölgað stórum.
Með fjölgun ferðamanna hefur bílaleigubílum fjölgað stórum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Aldrei hafa skráðar bílaleigubifreiðar verið fleiri hjá Samgöngustofu en þær voru 26.293 hinn 1. ágúst síðastliðinn.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segist búast við verðlækkun í haust, þegar bílaleigurnar endurnýi flota sinn og notaðar bifreiðar komi inn á markað. „Það hefur rofað til í bifreiðasölu til almennings. Það má gera ráð fyrir að á grundvelli framboðs og eftirspurnar geti orðið einhver verðlækkun,“ segir hann.

Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, tekur ekki í sama streng í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert