Hefja framleiðslu á íslenskum hjólum

Nýja hjólið sem Lauf framleiðir ber nafnið True Grit og ...
Nýja hjólið sem Lauf framleiðir ber nafnið True Grit og er svokallað malarhjól (e. gravel bike). Mynd/Arnold Björnsson

Fyrir rúmlega fimm árum hófu tveir vinir hönnunar- og þróunarvinnu á nýjum hjólagaffli undir merkjum Lauf með það að markmiði að gera léttasta hágæða gaffal í heimi. Í dag selur fyrirtækið um 2.000 eintök á ári og hefur gaffallinn notið nokkurra vinsælda meðal keppenda í hjólakeppnum og þeirra sem vel þekkja til hjólamarkaðarins.

Nú er hins vegar komið að nýjum kafla í sögu fyrirtækisins, því í dag kynnir það og hefur sölu á fyrsta hjólinu sem kemur á markað undir merkjum Lauf og er það svokallað malarhjól (e. gravel bike) sem ber heitið True Grit.

Spenntir en jafnframt bjartsýnir

Sem fyrr leikur nýstárlegur gaffallinn stórt hlutverk í nýja hjólinu, en það er einnig margt annað sem leynist á bak við hönnunarvinnuna sem þeir segjast spenntir að sýna.

Það eru þeir Benedikt Skúlason og Guðberg Björnsson sem standa á bak við félagið, en auk þeirra starfa þeir Bergur Benediktsson og Jóhann N. Baldursson við þróun og sölu hjá Lauf.

Frétt mbl.is: Nýung í hjólaheiminum

Benedikt segir í samtali við mbl.is að það sé klárlega spenna hjá starfsmönnunum með viðtökurnar, en að þeir séu jafnframt bjartsýnir enda telji þeir að hjólið eigi að standa framarlega þegar komi að samanburði við helstu hjólaframleiðendur heims. Þá séu þeir að koma með hjólið á markað á þeim tíma þegar malarhjól séu að sækja í sig veðrið á heimsvísu og mörg af stóru merkjunum séu að veðja á þá framleiðslu á komandi árum.

Hjólið er mitt á milli götuhjóls og fjallahjóls og hægt ...
Hjólið er mitt á milli götuhjóls og fjallahjóls og hægt að ferðast á því bæði á malbiki og á fjöllum. Mynd/Arnold Björnsson

Hvað eru malarhjól?

Í sem einföldustu máli eru malarhjól gerð hjóla sem er mitt á milli venjulegra götuhjóla og svo fjallahjóla. Fjöðrun er að framan en hjólið er svo sett upp til að draga úr loftmótstöðu til að vera sem mest „aero“. Þannig er hnakkurinn jafnan staðsettur ofar stýrinu og þá er hrútastýri á hjólinu líkt og á götuhjólum.

Malarhjól hafa að undanförnu notið sívaxandi vinsælda sem hjól sem virka í flestum aðstæðum og til að mynda virka þau vel bæði á möl og á malbiki og ættu því að gagnast þeim sem vilja hjól sem nýtist í samgöngur, sem almennt götuhjól og til að fara um stíga og malarslóða sem og upp á hálendi. Því er um að ræða einskonar fjölnota götuhjól sem einnig gagnast upp á hálendi eða á malarstígum hvar sem er, en kannski án þess að um sé að ræða mjög tæknilegar fjallahjólabrautir.

Mynd/Arnold Björnsson

Kosta 350-680 þúsund

Hjólin eru úr kolefnistrefjum (e. carbon fiber) og vega á bilinu 7,8 kg upp í 8,9 kg, eftir því hvaða gerð og stærð er valin. Þá eru í boði fimm mismunandi litir til að byrja með, en Benedikt segir að einnig verði boðið upp á sérstaka liti sem þá er greitt aukalega fyrir.

Benedikt segir að þeir ætli aðallega að notast við beina sölu á netinu, en með því geti þeir fækkað milliliðum og þannig haft samkeppnishæfari verð. Verðbilið sem hjólin verða á er á milli 3.300 og 6.400 dalir, en það nemur á bilinu 350 og 680 þúsund krónum. Benedikt segir að þarna sé því um að ræða svokallað hágæðahjól, en að það sé markhópur sem fari ört stækkandi ár hvert. Hægt verður að fá afslátt ef pantað er með 2-3 mánaða fyrirvara, en með því minnkar fyrirtækið lagerstöðuna og þar af leiðandi lagerkostnað að sögn Benedikts.

Lá í augum uppi að fara þessa leið

Ástæðan fyrir því að Lauf ákvað að færa sig úr því að sérhæfa sig í einstökum hjólaíhlut eins og gafflinum yfir í heilt hjól segir Benedikt vera þá að þeir hafi fljótlega fundið fyrir því hversu erfitt var að selja framleiðendum aðra íhluti en þeirra eigin. Þó að margir þróunarstjórar hafi verið spenntir fyrir gafflinum og atvinnukeppendur líka, þá sé kauphegðun flestra þannig að þeir vilji kaupa hjól tilbúið með öllum pörtum og því hafi verið erfitt að stækka mikið með einstakan íhlut en ekki heilt hjól.

Til viðbótar segir Benedikt að framlegð á hvert hjól sé talsvert meiri en á gaffal og því hafi það legið í augum uppi að þeir færu þessa leið þegar þeir voru farnir að skoða hvaða hjólastell og aðrir íhlutir færu best með gafflinum. Það hafi í raun aðeins verið eins árs ferli að fara úr því að ákveða að búa til eigið hjól þangað til það kom á markað í dag.

Framgaffallinn á hjólinu er nokkuð ólíkur öðrum göfflum á markaðinum.
Framgaffallinn á hjólinu er nokkuð ólíkur öðrum göfflum á markaðinum. Mynd/Arnold Björnsson

Millimetrar og grömm skipta öllu máli

Þó að það hljómi eflaust einfalt að setja saman eitt stykki reiðhjól segir Benedikt að mikil vinna hafi farið í að reyna að fullkomna hlutföll, eiginleika og möguleika hjólsins á sama tíma og reynt var að halda þyngd í lágmarki. Slíkt hafi tekið gríðarlega yfirlegu og hugmyndavinnu þar sem millimetrar og grömm skipti öllu máli.

Meðal þeirra atriða sem nýja hjólið er búið er 1x11 gíra skipting, en Benedikt segir að slíkt sé bæði einfaldara og betra þegar komi að notkun í aðstæðum sem malarhjól séu hönnuð fyrir. Hlutfallið milli efsta og neðsta tannhjóls er aftur á móti það breitt að lægsti gír er léttari en á hefðbundnum 2x11 hjólum að hans sögn. Hægt verður að setja allt að 45 mm dekk undir hjólið og eins passar vel að setja 25 mm götudekk undir það.

Nýju demparagafflarnir sem fylgja True Grit hjólunum hafa einnig verið betrum bættir frá því sem áður var. Hefur Lauf-mönnum tekist að stytta fjaðrirnar um 7 mm. Það hljómar mögulega ekki mikið, en þegar tekið er mið af því að þær eru núna 30 mm sést að þeir hafa náð að stytta þær um tæplega 20%. Með nýju fjöðrunum hefur tekist að minnka gaffalinn þannig að hann fellur mun betur að útliti hjólsins en áður og er léttari.

Þá er einnig vert að nefna að í gegnum samstarf sitt við koltrefjaframleiðandans sem hefur séð um framleiðslu á Lauf göfflunum hingað til tókst þeim að hann innbyggða stokka fyrir gíra- og bremsuvíra þannig að þeir þræðist beint frá framhluta stellsins og aftur þangað sem þeir eigi að koma út. Slíkt getur einfaldað viðhaldsvinnu talsvert.

Helstu íhlutir sem Lauf notaí nýja hjólið eru frá SRAM, Easton og American classic.

Svona byrjaði ævintýrið fyrir um fimm árum síðan. Guðberg Björnsson ...
Svona byrjaði ævintýrið fyrir um fimm árum síðan. Guðberg Björnsson og Benedikt Skúlason með hönnunina að fyrsta gafflinum. Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjölskyldur sameinast á Dönskum dögum

20:55 Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fer fram í 23. sinn um helgina þar sem fjölskyldur koma saman og njóta fjölbreyttrar dagskrár með dönskum blæ. Meira »

„Geirvörtusmyrsl og vasilín á hæla“

20:42 „Ef ég get hlaupið 21 kílómetra þá geta allir hlaupið. Það er engin afsökun,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann kveðst ekki vera mikill hlaupari en ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu Meira »

Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

20:35 „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall. Meira »

Dagskráin endurspeglar listalíf bæjarins

20:15 Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hveragerði nú um helgina með fjölbreyttum tónlistarviðburðum og áhugaverðum listviðburðum ásamt því sem Kjörís býður gestum og gangandi upp á furðulegar ístegundir. Meira »

Íslendingar heilir á húfi

18:53 Engar tilkynningar hafa borist utanríkisráðuneytinu um að Íslendingar séu á meðal þeirra sem létust eða urðu fyrir meiðslum vegna hryðjuverksins í Barcelona á Spáni þar sem sendiferðabifreið var ekið á hóp gangandi vegfarenda á Römblunni með þeim afleiðingum að 13 létu lífið og að minnsta kosti 50 urðu fyrir meiðslum en gatan er vinsæl meðal ferðamanna og heimamanna. Meira »

Þarf að komast á hreint sem fyrst

18:33 Borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir kveðst hafa hugleitt að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og áður hefur komið fram hyggst núverandi oddviti, Halldór Halldórsson, stíga til hliðar að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Meira »

Drónaflug bannað á Ljósanótt

17:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað flug dróna á og yfir hátíðarsvæði Ljósanætur sem haldin verður í Reykjanesbæ helgina 31. ágúst til 3. september. Meira »

Tjáir sig ekki um ráðningu borgarlögmanns

18:32 Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður vill ekkert tjá sig um ráðningu borgarlögmanns. Ebba Schram hæsta­rétt­ar­lögmaður var ráðin borgarlögmaður í síðustu viku en hún og Ástráður sóttu tvö ein um stöðuna. Meira »

Fjarðarheiði hefur verið opnuð

17:21 Vegurinn um Fjarðarheiði hefur verið opnaður aftur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en honum var lokað tímabundið fyrr í dag vegna umferðarslyss. Meira »

Fjarðarheiði lokað vegna óhapps

16:09 Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps sem varð efst á heiðinni. Mikil þoka er á svæðinu en lítil eða engin slys urðu á fólki. Meira »

Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

16:05 Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

15:42 Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

Björgun flytur í Gunnunes

15:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Meira »

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

15:22 Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Parísarhjólið fékk neikvæða umsögn

15:01 Hugmynd þess efnis að reist yrði Parísarhjól í Reykjavík, eða útsýnishjól eins og það er kallað í fundarferð Reykjavíkurborgar, fékk neikvæða umsögn á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær. Meira »

98% telja barni sínu líða vel í leikskóla

15:22 Nýleg könnun meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 98% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólastarfinu og að barnið þeirra sé þar öruggt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »

Dæmdar fyrir að geta ekki gefið brjóst

15:00 Dæmi eru um að íslenskar konur feli sig inni á salernum til að gefa pela af ótta við að vera dæmdar eða niðurlægðar fyrir að geta ekki gefið brjóst. Þetta er meðal þess sem kemur fram í doktorsritgerð Sunnu Kristínar Símonardóttur við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Meira »
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
Íbúð í Torrieveja á Spáni
Falleg íbúð í Torrieveja á Spáni til leigu. Laus 25. Ág. Til 16 sept. uppl. Í ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...