Hefja framleiðslu á íslenskum hjólum

Nýja hjólið sem Lauf framleiðir ber nafnið True Grit og ...
Nýja hjólið sem Lauf framleiðir ber nafnið True Grit og er svokallað malarhjól (e. gravel bike). Mynd/Arnold Björnsson

Fyrir rúmlega fimm árum hófu tveir vinir hönnunar- og þróunarvinnu á nýjum hjólagaffli undir merkjum Lauf með það að markmiði að gera léttasta hágæða gaffal í heimi. Í dag selur fyrirtækið um 2.000 eintök á ári og hefur gaffallinn notið nokkurra vinsælda meðal keppenda í hjólakeppnum og þeirra sem vel þekkja til hjólamarkaðarins.

Nú er hins vegar komið að nýjum kafla í sögu fyrirtækisins, því í dag kynnir það og hefur sölu á fyrsta hjólinu sem kemur á markað undir merkjum Lauf og er það svokallað malarhjól (e. gravel bike) sem ber heitið True Grit.

Spenntir en jafnframt bjartsýnir

Sem fyrr leikur nýstárlegur gaffallinn stórt hlutverk í nýja hjólinu, en það er einnig margt annað sem leynist á bak við hönnunarvinnuna sem þeir segjast spenntir að sýna.

Það eru þeir Benedikt Skúlason og Guðberg Björnsson sem standa á bak við félagið, en auk þeirra starfa þeir Bergur Benediktsson og Jóhann N. Baldursson við þróun og sölu hjá Lauf.

Frétt mbl.is: Nýung í hjólaheiminum

Benedikt segir í samtali við mbl.is að það sé klárlega spenna hjá starfsmönnunum með viðtökurnar, en að þeir séu jafnframt bjartsýnir enda telji þeir að hjólið eigi að standa framarlega þegar komi að samanburði við helstu hjólaframleiðendur heims. Þá séu þeir að koma með hjólið á markað á þeim tíma þegar malarhjól séu að sækja í sig veðrið á heimsvísu og mörg af stóru merkjunum séu að veðja á þá framleiðslu á komandi árum.

Hjólið er mitt á milli götuhjóls og fjallahjóls og hægt ...
Hjólið er mitt á milli götuhjóls og fjallahjóls og hægt að ferðast á því bæði á malbiki og á fjöllum. Mynd/Arnold Björnsson

Hvað eru malarhjól?

Í sem einföldustu máli eru malarhjól gerð hjóla sem er mitt á milli venjulegra götuhjóla og svo fjallahjóla. Fjöðrun er að framan en hjólið er svo sett upp til að draga úr loftmótstöðu til að vera sem mest „aero“. Þannig er hnakkurinn jafnan staðsettur ofar stýrinu og þá er hrútastýri á hjólinu líkt og á götuhjólum.

Malarhjól hafa að undanförnu notið sívaxandi vinsælda sem hjól sem virka í flestum aðstæðum og til að mynda virka þau vel bæði á möl og á malbiki og ættu því að gagnast þeim sem vilja hjól sem nýtist í samgöngur, sem almennt götuhjól og til að fara um stíga og malarslóða sem og upp á hálendi. Því er um að ræða einskonar fjölnota götuhjól sem einnig gagnast upp á hálendi eða á malarstígum hvar sem er, en kannski án þess að um sé að ræða mjög tæknilegar fjallahjólabrautir.

Mynd/Arnold Björnsson

Kosta 350-680 þúsund

Hjólin eru úr kolefnistrefjum (e. carbon fiber) og vega á bilinu 7,8 kg upp í 8,9 kg, eftir því hvaða gerð og stærð er valin. Þá eru í boði fimm mismunandi litir til að byrja með, en Benedikt segir að einnig verði boðið upp á sérstaka liti sem þá er greitt aukalega fyrir.

Benedikt segir að þeir ætli aðallega að notast við beina sölu á netinu, en með því geti þeir fækkað milliliðum og þannig haft samkeppnishæfari verð. Verðbilið sem hjólin verða á er á milli 3.300 og 6.400 dalir, en það nemur á bilinu 350 og 680 þúsund krónum. Benedikt segir að þarna sé því um að ræða svokallað hágæðahjól, en að það sé markhópur sem fari ört stækkandi ár hvert. Hægt verður að fá afslátt ef pantað er með 2-3 mánaða fyrirvara, en með því minnkar fyrirtækið lagerstöðuna og þar af leiðandi lagerkostnað að sögn Benedikts.

Lá í augum uppi að fara þessa leið

Ástæðan fyrir því að Lauf ákvað að færa sig úr því að sérhæfa sig í einstökum hjólaíhlut eins og gafflinum yfir í heilt hjól segir Benedikt vera þá að þeir hafi fljótlega fundið fyrir því hversu erfitt var að selja framleiðendum aðra íhluti en þeirra eigin. Þó að margir þróunarstjórar hafi verið spenntir fyrir gafflinum og atvinnukeppendur líka, þá sé kauphegðun flestra þannig að þeir vilji kaupa hjól tilbúið með öllum pörtum og því hafi verið erfitt að stækka mikið með einstakan íhlut en ekki heilt hjól.

Til viðbótar segir Benedikt að framlegð á hvert hjól sé talsvert meiri en á gaffal og því hafi það legið í augum uppi að þeir færu þessa leið þegar þeir voru farnir að skoða hvaða hjólastell og aðrir íhlutir færu best með gafflinum. Það hafi í raun aðeins verið eins árs ferli að fara úr því að ákveða að búa til eigið hjól þangað til það kom á markað í dag.

Framgaffallinn á hjólinu er nokkuð ólíkur öðrum göfflum á markaðinum.
Framgaffallinn á hjólinu er nokkuð ólíkur öðrum göfflum á markaðinum. Mynd/Arnold Björnsson

Millimetrar og grömm skipta öllu máli

Þó að það hljómi eflaust einfalt að setja saman eitt stykki reiðhjól segir Benedikt að mikil vinna hafi farið í að reyna að fullkomna hlutföll, eiginleika og möguleika hjólsins á sama tíma og reynt var að halda þyngd í lágmarki. Slíkt hafi tekið gríðarlega yfirlegu og hugmyndavinnu þar sem millimetrar og grömm skipti öllu máli.

Meðal þeirra atriða sem nýja hjólið er búið er 1x11 gíra skipting, en Benedikt segir að slíkt sé bæði einfaldara og betra þegar komi að notkun í aðstæðum sem malarhjól séu hönnuð fyrir. Hlutfallið milli efsta og neðsta tannhjóls er aftur á móti það breitt að lægsti gír er léttari en á hefðbundnum 2x11 hjólum að hans sögn. Hægt verður að setja allt að 45 mm dekk undir hjólið og eins passar vel að setja 25 mm götudekk undir það.

Nýju demparagafflarnir sem fylgja True Grit hjólunum hafa einnig verið betrum bættir frá því sem áður var. Hefur Lauf-mönnum tekist að stytta fjaðrirnar um 7 mm. Það hljómar mögulega ekki mikið, en þegar tekið er mið af því að þær eru núna 30 mm sést að þeir hafa náð að stytta þær um tæplega 20%. Með nýju fjöðrunum hefur tekist að minnka gaffalinn þannig að hann fellur mun betur að útliti hjólsins en áður og er léttari.

Þá er einnig vert að nefna að í gegnum samstarf sitt við koltrefjaframleiðandans sem hefur séð um framleiðslu á Lauf göfflunum hingað til tókst þeim að hann innbyggða stokka fyrir gíra- og bremsuvíra þannig að þeir þræðist beint frá framhluta stellsins og aftur þangað sem þeir eigi að koma út. Slíkt getur einfaldað viðhaldsvinnu talsvert.

Helstu íhlutir sem Lauf notaí nýja hjólið eru frá SRAM, Easton og American classic.

Svona byrjaði ævintýrið fyrir um fimm árum síðan. Guðberg Björnsson ...
Svona byrjaði ævintýrið fyrir um fimm árum síðan. Guðberg Björnsson og Benedikt Skúlason með hönnunina að fyrsta gafflinum. Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru raktin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi stjórnarmeðlimi Pressunnar. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörgu, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Segir farið í manninn en ekki boltann

19:26 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, tengir ásakanir barnaverndar á höfuðborgarsvæðinu við hugsanlega áminningu og segir að það sé farið í manninn en ekki boltann. Meira »

Umdeildur sjónvarpsdoktor

20:09 Dr. Phil, fullu nafni Phillip Calvin McGraw, er einhver frægasti sjónvarpsmaður samtímans og orðinn einn sá auðugasti eftir um tvo áratugi í bransanum. Um árabil hafa Íslendingar getað fylgst með þessum sköllótta „besservisser“ með yfirskeggið veita gestum sínum misdjúp hollráð, núna í Sjónvarpi Símans. Slagorð þáttarins er: „Öruggur staður til að ræða erfið mál“. Meira »

Þéttur éljagangur í kvöld

18:44 „Veðrið nær hámarki núna næstu eina til tvær klukkustundirnar og verður þannig í kvöld og fram á nóttina,“ segir Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Hann segir að veðrið gangi smám saman niður á morgun. Meira »

Textar Cohens henta kirkjum

18:36 „Ég heillaðist af boðskapnum í lögum Leonards Cohens fyrir 10 árum. Cohen dó fyrir ári og mér fannst tilvalið að heiðra tónlist hans og textasmíð í sérstakri Cohen-messu,“ segir Keith Reed, starfandi tónlistarstjóri Ástjarnarkirkju fram á næsta vor Meira »

Opna ekki aftur fyrir 1. desember

18:29 Zúistar hyggjast ekki opna aftur fyrir endurgreiðslu sóknargjalda áður en frestur til að skipta um trúfélag, vegna sóknargjalda næsta árs, rennur út. Þetta má lesa úr svari Ágústs Arnars Ágústssonar, forstöðumanns Zuism á Íslandi. Hann segir „ólíkleg að niðurstaða um að opna aftur komi fyrir 1.des.“ Meira »

Loka Fóðurblöndunni á Egilsstöðum

17:56 Verslun Fóðurblöndunnar á Egilsstöðum verður lokað um mánaðamótin. Ákvörðunin var tekin í kjölfar nokkurra ára tapreksturs.   Meira »

Ferðir féllu niður í dag

17:21 „Í gær urðu verulegar tafir og í dag voru felldar niður ferðir,“ segir Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, um áhrif óveðursins á vöruflutninga fyrirtækisins. Bíll frá Flytjanda, fór út af veginum í Bólstaðarhlíðarbrekku í gær. Meira »

Báðar stúlkurnar með meðvitund

16:47 Unglingsstúlkurnar tvær sem fundust meðvitundarlausar í miðbænum í gærkvöldi eru komnar til meðvitundar. Lögreglan hefur rætt stuttlega við aðra stúlkun en ekki hina. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti orðið öflug atvinnugrein

15:54 Félag skógareigenda á Suðurlandi hyggst á morgun kynna niðurstöður af vinnu síðustu mánaða við að kanna grundvöll fyrir því að koma á fót vinnslu skógarafurða úr sunnlenskum skógum. Meira »

„Alvarlegt tjón fyrir samfélagið“

17:14 Bæjarstórn Stykkishólmsbæjar skorar á Sæferðir og Eimskip að leita leiða til að hraða viðgerð á ferjunni Baldri eða finna annað skip til að sigla um Breiðafjörð. Fram hefur komið að ferjan Baldur verður í viðgerð næstu vikurnar. Meira »

Tékklistar og hagnýt húsráð

16:30 Heima er fyrsta bók Sólrúnar og er hún uppfull af gagnlegum ráðum sem einfalt er að tileinka sér. Í bókinni tekur hún fyrir helstu þætti heimilisins og kennir skilvirkar aðferðir til að halda því hreinu og fallegu án mikillar fyrirhafnar. Meira »

Aðskotahlutur olli rafmagnsleysinu

15:42 Orsök rafmangsleysisins sem varð á Austurlandi í kringum miðnætti í gær virðist vera sú að aðskotahlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu 1. Meira »
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Kia Ceed 2012 árgerð
Til Sölu Kia Ceed, Dísel Tjónalaus Keyrður 72.xxx km Sjálfskiptur Reyklaust ...
antik flott innskotsborð innlögp plata
er me falleg innskotsborð,innlögð rós í plötu í góðu standi.fæst á 45,000 kr sí...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...