Offjárfest í bílaleigubílum

Fjöldi bílaleigubíla stendur óhreyfður hjá bílaleigum.
Fjöldi bílaleigubíla stendur óhreyfður hjá bílaleigum. Ljósmynd/Víkurfréttir

„Ég held að þetta verði erfiður vetur fyrir margar bílaleigur, alveg klárlega. Þessi fjöldi bílaleigubíla sem er núna er of mikill miðað við eftirspurn,“ segir Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds/Bílaleigu Akureyrar, um þann metfjölda bílaleigubíla sem er á landinu í ár. „Þessi fjöldi bílaleigubíla, sem er núna 26 þúsund, þýðir bara að menn hafa offjárfest.“

Steingrímur telur líklegt að óraunhæfar væntingar um fjölda ferðamanna hafi valdið þessum offjárfestingum. „Það er alltaf verið að tala um fjölgun á ferðamönnum en inni í því eru farþegar sem fara inn og út af flugvellinum án þess að koma inn í landið. Maður heyrir það núna, það er minnkun á Vestfjörðum, minnkun á Austfjörðum og miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá standa hlutirnir í stað á Akureyri. Þetta eru bara rauntölur,“ segir Steingrímur.

Samtök ferðaþjónustunnar hafa óskað eftir að stjórnvöld endurskoði skattlagningu á bílaleigur í heild.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert