Vantar 30 kennara á höfuðborgarsvæðinu

Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Skólinn er fjölmennur og í útjaðri höfuðborgarsvæðisins, ...
Hraunvallaskóla í Hafnarfirði. Skólinn er fjölmennur og í útjaðri höfuðborgarsvæðisins, sem skólastjórinn Lars Jóhann Imsland Hilmarsson segir eiga sinn þátt í manneklunni nú. Styrmir Kári

30 kennara vantar til starfa á höfuðborgarsvæðinu nú þegar innan við tvær vikur eru þar til skólastarf hefst á ný. Á vef Reykjavíkurborgar voru í dag auglýstar 14 kennarastöður, 7 í Hafnarfirði, 3 í Kópavogi, 3 á Seltjarnarnesi, 2 í Garðabæ og þá er ein staða kennarastaða auglýst í Mosfellsbæ.

Í flestum skólanna er auglýst eftir einum kennara, þó víða vanti einnig stuðningsfulltrúa og skólaliða til starfa. Mun fleiri kennara vantar hins vegar í Hraunvallaskóla í Hafnafirði fyrir komandi skóla ár. Fimm stöður í skólanum eru auglýstar á vef Hafnafjarðarbæjar í dag,  en voru sex í gær. Þá eru þrjár kennarastöður auglýstar í Grunnskóla Seltjarnarness og tvær í Rimaskóla. Í einhverjum tilfellum er um sérkennslu- og sérfræðikennslu á borð við tónlistarkennslu að ræða.

Frétt mbl.is: 20 kennara vantar til starfa

Í minnisblaði frá skóla- og frístundasviðið Reykjavíkur má sjá að þann 1. ágúst hafi vantað í 22,7 stöðugildi kennara, 34,6 stöðugildi stuðningsfulltrúa og í 14,2 stöðugildi skólaliða hjá grunnskólum borgarinnar. Einnig vantaði þá 2 þroskaþjálfa og 2,7 í mötuneyti í skólana. Næstu tölur eru væntanlegar eftir helgi og hafa sjálfstæðismenn í borgarstjórn gagnrýnt að mannekla skóla og leikskóla hafi ekki verið rædd á fyrsta fundi skóla- og frístundaráðs, sem haldin var í gær.

Um miðjan ágúst í fyrra átti enn eftir að ráða í tæp 43 stöðugildi í grunnskólum borgarinnar.

Ófyrirséðar uppsagnir flækja stöðuna

Lars Jóhann Imsland Hilmarsson, skólastjóri Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, segir Hraunvallaskóla hafa áður verið í þessari stöðu. „Við erum frekar stór skóli þannig að þetta eru mörg störf,“ segir hann. „Ég minnist þess að fyrir þremur árum þá vantaði átta kennara til starfa tíu dögum fyrir skólasetningu.“

Nemendur í Vatnsendaskóla. Kennara vantar nú til starfa í 30 ...
Nemendur í Vatnsendaskóla. Kennara vantar nú til starfa í 30 stöður á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert

Spurður hvað valdi þessari stöðu hjá Hörðuvallaskóla, segir hann það vera nokkra samverkandi þætti. „Við búum við það að vera í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og fólk vill oft vinna sem næst sínu heimili. Það vinnur aðeins á móti okkur og síðan spilar líka inn í hversu mörg störf þetta eru hjá okkur.“

Þá hafi einnig komið til ófyrirséðra uppsagna eftir að skólaári lauk. „Fólk hefur verið að segja upp í sumar af því að hefur verið að fara í önnur störf. Þannig að þegar maður hefði haldið að þetta væri komið, að þá hafa komið upp óvænt atvik sem hafa flækt stöðuna.“

Nóg framboð af kennarastörfum

Lars Jóhann segir líka hafa haft áhrif að nóg framboð sé nú af kennarastörfum. „Þannig að kennarar hafa svolítið getað valið,“ segir hann. „Þeir hafa þá geta fengið starf nær sínu heimili, eða þá að þeir hafa geta fengið kennslu við fög sem þeir hafa beðið eftir en ekki geta fengið við Hraunvallaskóla.“  Í einhverjum tilfellum hafi fólk líka mögulega viljað breyta til.

Hann kveðst þó vera þokkalega bjartsýnn á að ná að ráða í stöðurnar áður en skólahald hefst 22. ágúst. „Þetta hefur tilhneigingu til að reddast,“ segir Lars Jóhann. „Munurinn nú og fyrir þremur árum er hins vegar sá að nú eru umsóknirnar miklu færri. Þá erum við líka að ráða inn fleiri leiðbeinendur en áður.“

Útlit sé fyrir að leiðbeinendur verði 10-15% af kennarahópinum. „Hlutfallið verður þó jafnvel hærra,“ segir hann. „Ég átta mig ekki alveg á því.“

Leiðbeinendurnir séu þó vel menntaðir, að öllu jöfnu hafi þeir háskólagráður eða séu að taka kennaranámið í fjarnámi.

Líkt og áður sagði þá vantar nú fimm kennara til starfa við skólann, en ráðið var í eina stöðu í gær.  „Það eru tveir með kennaramenntun að koma í viðtal í dag og tveir með háskólamenntun. Þannig að þetta kemur hægt og rólega, en á sama tíma verður maður að vanda sig. Því maður getur ekki ráðið hvern sem er og það krefst þolinmæði.“

Hann gerir þó ráð fyrir að kennsla hefjist í öllum bekkjum á réttum tíma. „Verði ekki búið að manna stöðurnar þá er það bara staða sem við skoðum hvernig við bregðumst við rétt fyrir skólasetningu.“

mbl.is

Innlent »

„Var ekki ölvaður þá“

06:11 Ofurölvi maður var handtekinn við Skjólbraut í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi en hann er einnig grundaður um að hafa valdið umferðaróhappi fyrr um daginn. Maðurinn segist ekki hafa verið orðinn ölvaður þegar það varð. Meira »

Fimmtánfalt fleiri gestir

05:30 Mikil fjölgun hefur orðið á ferðamönnum sem sækja í náttúrulaugarnar í Reykjadal upp af Hveragerði. Nú koma árlega um 120 þúsund gestir í dalinn en voru átta þúsund árið 2010. Fjölgunin á þessu tímabili er fimmtánföld. Meira »

„Hefur hvergi gefist vel“

05:30 „Það hefur hvergi gefist vel,“ segir Gylfi Arnbjörnsson um þá staðreynd að opinberir starfsmenn leiða launaþróun á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Geirfinnsmálið til Hæstaréttar

05:30 Guðmundar- og Geirfinnsmálið er formlega komið til meðferðar hjá Hæstarétti enn á ný.   Meira »

Boðuð lækkun á afurðaverði váboði

05:30 Boðuð lækkun á afurðaverði fyrir dilkakjöt í haust um allt að 35%, til viðbótar við tíundarlækkun í fyrra, er váboði fyrir bændur víða um landið. Váin er mikil á Ströndum þar sem sauðfjárbúskapur er undirstaða og að fáu öðru er að hverfa. Meira »

Lág tilboð í gatnagerð

05:30 Innkauparáð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Gröfu og grjóts ehf., í 1. áfanga gatnagerðar og stofnlagna í Vogabyggð 2. Meira »

Reikna vísitölur fiskistofna

05:30 Fiskifræðingar frá Íslandi, Færeyjum, Grænlandi og Noregi funda nú í Reykjavík um ástand uppsjávarstofna í Norðaustur-Atlantshafi. Fundurinn er haldinn í kjölfar árlegs rannsóknarleiðangurs sem farinn var fyrr í sumar. Meira »

Andlát: Oddur Ólafsson

05:30 Oddur Ólafsson blaðamaður lést 19. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Oddur fæddist 28. júlí 1933.   Meira »

Sonurinn í járnkallinn 2024

Í gær, 21:36 Guðjón Karl Traustason er einn 35 Íslendinga sem tók þátt í járnkallinum í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. 21 þeirra Íslendinga sem skráðu sig, kláruðu keppni og telst það mikið afrek út af fyrir sig. Meira »

Norðurheimskautssvæðið mun gefa eftir

Í gær, 21:25 Haldi hlýnun jarðar áfram þykir sýnt að mörg vistkerfi Norðurheimskautssvæðisins muni um miðja öldina gefa eftir. Svæðið hlýnar nú tvöfalt hraðar en önnur svæði jarðar að jafnaði. Þetta kemur fram í skýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu en hún fjallar um umhverfismál á norðurslóðum. Meira »

„100% flott hjónaband“

Í gær, 20:33 „Það er eitthvað tregðulögmál í gangi og menn vilja ekki fara út úr þessum gamla heimi. Whole Foods sendi kjötskurðarmenn til Íslands til að kenna íslenskum kjötiðnaðarmönnum að skera kjötið eins og þeir vilja selja það. Síðan líða 15 ár og enginn tekur þetta upp.“ Meira »

Mótorhjólaslys og reiðhjólaslys með stuttu millibili

Í gær, 20:30 Slökkviliðið var kallað tvisvar út um klukkan sjö í kvöld, annars vegar vegna mótorhjólaslyss í Boröldu og hins vegar vegna reiðhjólaslyss í Lækjarbotnum ekki langt frá. Meira »

Þaulvanur hrútaþuklari

Í gær, 20:18 Íslandsmeistaramótið í hrútadómum fór fram í 15. skipti á Sauðfjársetrinu á Ströndum á sunnudaginn. 45 keppendur tóku þátt í mótinu í flokkum vanra og óvanra hrútaþuklara. Sauðfjárbóndinn Guðbrandur Sverrisson á Bassastöðum á Ströndum bar sigur úr býtum í flokki vanra þuklara. Meira »

Vörður samþykkir leiðtogaprófkjör

Í gær, 19:06 Leiðtogaprófkjör verður haldið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Breytingatillaga sem Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra lagði fram á fjölmennum fundi Varðar, fulltrúaráðs sjálftæðisfélaganna í Reykjavík, var samþykkt nú síðdegis. Meira »

Með rætur í matjurtagarði

Í gær, 18:20 Ungt og kraftmikið athafnafólk, Sara Stefánsdóttir og Árni Sigurðsson, settist að á Þórshöfn í fyrra. Bæði ólust upp í sveit. Sara settist barnung með foreldrum sínum að í Akurseli, þar sem þau hófu gulrótarækt í stórum stíl fyrir 18 árum. Núna sjá þau Sara og Árni um grænmetisvinnsluna á Þórshöfn. Meira »

Hálfdrættingur í fjárframlögum

Í gær, 19:37 „Fjármálin eru okkur erfið en árangurinn er mikill,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, í kjölfar ársfundar HÍ, sem haldinn var í dag. Því beri þó að gleðjast yfir að Háskólinn sé nú kominn á lista yfir 500 bestu háskólana. Meira »

Nýjar myndavélar á Grindavíkurvegi

Í gær, 18:46 Vegagerðin bindur vonir við að strax á næsta ári verði teknar í notkun myndavélar sem mæla meðalhraða ökutækja á sex til sjö kílómetra kafla á Grindavíkurvegi. Þetta segir Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, í samtali við mbl.is. Meira »

Hjartasteinn framlag Íslands

Í gær, 18:08 Kvikmyndin Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars Guðmundssonar verður framlag Íslands til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Þetta var tilkynnt í dag á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Haugasundi í Noregi, það gerðu SKAM-stjörnurnar Tarjei Sandvik Moe og Iman Meskini. Meira »
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum, bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í...
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Mig vantar gott heimili
Ég er Gringo og er 5 ára gamall Labrador. Mig vantar nýja og góða eigendur. Vi...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...