Bangsinn Bruce í Gaykjavík

Karakterinn Bruce telst vera „bangsi“ en að sögn Duffy er ...
Karakterinn Bruce telst vera „bangsi“ en að sögn Duffy er það ákveðin flokkun samkynhneigðra karlmanna sem teljast vera í yfirþyngd, hárugir og hávaxnir. Mynd/Gay Iceland

Viðhafnarútgáfa af hinsegin myndasögunni Bruce the Angry Bear, sem fjallar um viðskotailla bangsann Bruce og kærasta hans Spencer í Gaykjavík, var gefin út í dag í tilefni af Hinsegin dögum. Jonathan Duffy, annar höfundur sögunnar, segir hana tækla hin ýmsu vandamál í heimi samkynhneigðra með húmor, eins og flokkun og líkamsdýrkun.

Sagan, sem hefur slegið í gegn á ýmsum stöðum í heiminum, er eftir Duffy, sem er kvikmyndagerðarmaður og uppistandari, og teiknarann Einar Val Másson. Hún fjallar um bangsann Bruce og kærasta hans Spencer. Þeir reka veitingastað í Gaykjavík, sem er eins konar hliðarveruleiki Reykjavíkur, og lenda þar í ýmsum skrautlegum ævintýrum. Meðal annars lenda þeir í átökum við heimtufreka túrista, fólk sem aðhyllist veganisma og mannræningja.

Hún fjallar um Bruce sem er viðskotaillur „bangsi” og kærastann ...
Hún fjallar um Bruce sem er viðskotaillur „bangsi” og kærastann hans, Spencer. Þeir reka veitingastað í Gaykjavík, sem er eins konar hliðarveruleiki Reykjavíkur, og lenda þar í ýmsum skrautlegum ævintýrum. Mynd/Gay Iceland

Tæklar hin ýmsu vandamál með húmor

Karakterinn Bruce telst vera bangsi en að sögn Duffy er það ákveðin flokkun samkynhneigðra karlmanna sem teljast vera í yfirþyngd, hárugir og hávaxnir. Kærasti hans Spencer telst vera „twink“ en Duffy segir það vera samkynhneigðan mann sem er nokkuð yngri, hárlaus og grannur. Þá talar Duffy einnig um „otra“ sem séu grennri útgáfur af böngsum og „twonks“ sem séu twinks yfir þrítugt.

Duffy segir að þeir Einar taki þátt í þessari flokkun í kaldhæðni, enda sé hún fáránleg. Honum finnist merkilegt að samkynhneigðir menn flokki fólk eftir líkamstýpum. „Sem hópur sem vill ekki vera flokkaður þá elskum við að flokka sjálfa okkur,“ segir hann.

Hann segir að sagan sé gerð til að ögra og brjóta gegn pólitískum rétttrúnaði. Myndasagan beini auk þess sjónum að samkynhneigða samfélaginu og tækli ýmis vandamál þess, eins og líkamsdýrkun og flokkun, með húmor.

Bruce the Angry Bear bolur er nú til sölu, bæði ...
Bruce the Angry Bear bolur er nú til sölu, bæði hjá Samtökunum ’78 en líka á ýmsum viðburðum í kringum Hinsegin daga. Mynd/Gay Iceland

Bruce byggður á alvöru böngsum

Duffy fékk hugmyndina að sögunni árið 2011 þegar hann var staddur á hinsegin kvikmyndahátíð. Þar sá hann nokkra reiða bangsa að bíða eftir myndinni Bear City, en sýningin á henni var sein. Duffy segir að þessir menn hafi fyllt hann af innblæstri og veitt honum hugmyndina fyrir Bruce og hans persónu.

Hann segist lengi hafa gengið um með hugmyndina að myndasögunni í huganum en hafi ekki framkvæmt hana fyrr en mun seinna. Þá hafi Hugleikur Dagsson hvatt Duffy til að fylgja henni eftir. 

Þegar Duffy loksins hitti Einar árið 2015, lýsti hann Bruce fyrir honum. Að sögn Duffy tók það Einar aðeins 20 mínútur að ná Bruce fullkomlega eins og hann ímyndaði sér hann og hófst þá myndasögugerð. 

Leita að týndum Twinks í Gaykjavík

Í viðhafnarútgáfu Bruce the Angry Bear leita þeir Bruce og Spencer að twinks, sem hafa týnst víðast hvar í Gaykjavík, í kringum Gaykjavík Pride. Þá hafa gestastjörnur komið fram í sögunni, eins og tónlistarkonan Hera Björk Þórhallsdóttir og tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýrsson.

Í tilefni Hinsegin Daga hafa höfundar sögunnar ákveðið að gefa út Bruce the Angry Bear bol, sem nú er til sölu, bæði hjá Samtökunum ’78 og á ýmsum viðburðum Hinsegin daga. Hluti ágóðans fer í að styrkja Reykjavík Pride og starf þess. 

mbl.is

Innlent »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðahlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Flokkarnir nálgast lendingu

15:38 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við mbl.is. Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

„Var hugsað sem pólitísk aðför“

15:33 „Þrátt fyrir að dómstólinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttindasáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk.“ Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
Nýr og ónotaður Infrarauður Saunaklefi á 229.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
 
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...