„Ekkert hættuástand hér“

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, var í fullum galla á ...
Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, var í fullum galla á meðan viðtalinu stóð. Hún segist ekki hræðast smit en vildi þó ekki koma of nálægt blaðamanni. mbl.is/Ragnheiður Davíðsdóttir

Það er alveg öruggt í Hveragerði segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins í samtali við mbl.is, úr nokkurra metra fjarlægð við blaðamann. Brynhildur segir „ekkert hættuástand“ vera á svæðinu. Rauði krossinn sér um skátanna án einkenna og að sögn Brynhildar er stemning hjá þeim. Þeir þurfi bara að hafa ofan af sér á meðan þeir bíði í sóttkvínni, sem haldi örugglega áfram út eitthvað út helgina.

181 skátar í sóttkví, þar af 63 sýktir

181 skátar dvelja nú í sóttkví í grunnskólanum í Hveragerði eft­ir að skæð maga­k­veisa kom upp í skáta­búðum á Úlfljóts­vatni. Þar af sýna 63 skátar einkenni, sem þykja benda til þess að um nóróveiru sé að ræða.

Þeir sem sýna einkenni dvelja einum megin í skólanum og þeir sem virðast heilbrigðir dvelja öðrum megin í skólanum. Að sögn Brynhildar koma nú að starfinu Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauði Krossinn og sóttvarnarlæknar.

Rauði krossinn, Brynhildur þar á meðal, sér um skátanna sem virðast hraustir. Heilbrigðisstarfsfólk, sjúkraflutningamenn og starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar sjá um þá er sýna einkenni, hinum megin í skólanum. Brynhildur segist ekki vita frekar um stöðu mála þar en að helstu einkenni veiku skátanna séu uppköst, magakrampar og niðurgangur.

„Það er ekkert hættuástand hér“

Brynhildur, sem klædd er í sóttvarnargalla frá toppi til táar, segist ekki hræðast að smitast, enda sé hún aðeins hjá þeim skátum sem sýni ekki einkenni. „Við erum í göllum, pössum okkur bara að þvo okkur oft um hendurnar og nota spritt,“ segir hún.

Hún segir að stemningin hjá þeim hraustu sé róleg, þau sitji nú að spilum til að hafa ofan af sér en skátarnir þurfa að vera í sóttkví að minnsta kosti út daginn í dag. „Þeir eru bara rólegir og gaman, það er ekkert ástand,“ segir hún.

Fjöldahjálparmiðstöðin í Hveragerði.
Fjöldahjálparmiðstöðin í Hveragerði. mbl.is/Ragnheiður Davíðsdóttir

Brynhildur segir ekki ljóst hversu lengi þeir þurfi að dvelja í skólanum en það verði jafnvel út helgina: „Alla veganna út daginn og örugglega eitthvað áfram. Það er ekki alveg ljóst,“ segir hún.

Svo virðist sem allt sé með kyrrum kjörum í bænum. Í kringum skólann, sem merktur er stórum stöfum fjölda­hjálp­armiðstöð, ganga forvitnir ferðamenn, sem virðast ekki hræðast veikindi skátanna. „Það er ekkert hættuástand hér. Það eru allir inni og það er allt í góðu. Það má alveg fara í Hveragerði í dag,“ segir Brynhildur.  

Fleiri skátar keyrðir í sóttkví

Á meðan viðtalinu stóð keyrði í hlað bíll merktur Brunavörnum Árnessýslu. Að sögn Brynhildar voru slökkviliðsmenn að keyra fleiri skáta frá Úlfljótsvatni í sóttkví. Þar af voru fimm án einkenna og stúlka sem sýndi einkenni.

Brynhildur segist ekki vera viss hvort fleiri séu hjá Úlfljótsvatni en tilkynnt var fyrr í dag að tjaldstæðið hefði verið tæmt.

mbl.is

Innlent »

Vatnsleki á veitingastað á Smiðjuvegi

12:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna tveggja vatnsleka í morgun. Um níuleytið í morgun var slökkviliðið kallað í fyrirtæki á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar hafði vatnsleki komið upp á veitingastað og vatn síðan farið yfir í fyrirtækið við hliðina á. Meira »

Áfram svipuð öryggisgæsla

12:43 Öryggisgæslan á Menningarnótt verður með sama hætti og hefur verið á fjölmennum samkomum í sumar eins og á hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní og í Gleðigöngunni, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Finnst þetta besta starf í heimi“

12:38 „Þetta sýnir bara fram á að leikskólakennarar eru að vinna sitt starf af fagmennsku,“ segir varaformaður félags leikskólakennara, um niðurstöður nýlegrar könnunar meðal foreldra leikskólabarna sem sýna að 98 prósent foreldra telja að barninu þeirra líði vel og sé öruggt á leikskólanum Meira »

Viðrar vel til hlaupa og flugelda

11:50 Spár gera ráð fyrir hæglætisveðri á morgun þegar Menningarnótt verður haldin í 22. sinn í Reykjavík. Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni ættu því að geta sprett úr spori í ágætu veðri og sömuleiðis getur fólk notið þess að fylgjast með flugeldasýningu síðla kvölds. Meira »

Barcelona nærri hjarta Íslendinga

11:47 „Við viljum sýna að við stöndum með fólkinu í Katalóníu og Barcelona,“ segir Eric Lluent, sem hefur efnt til samstöðufundar á Austurvelli klukkan 17 í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona í gær. Eric er fæddur og uppalinn í borginni. Meira »

Aðeins 50% líkur á að ná meðallaunum

11:10 Formanni félags grunnskólakennara hugnast það ágætlega að skoða hvort veita megi kennurum tækifæri á að vera betur metnir að verðleikum með því að tengja laun meira álagi, ábyrgð og menntun, en gert hefur verið. Með því mætti hugsanlega hækka laun kennara og laða fleiri að starfinu. Meira »

Ölvaður rútubílstjóri sviptur réttindum

10:43 Rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, sem tekinn var fyrir ölvun við akstur um verslunarmannahelgina og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. „Við tökum mjög fljótt og hart á svona málum,“ segir Kristján Daníelsson, forstjóri Kynnisferða Meira »

Kúmentínsla í Viðey á sunnudag

10:43 Gestum Viðeyjar verður á sunnudag boðið að taka þátt í kúmentínslu, en hefð er komin fyrir kúmentínslu í eyjunni í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað. Meira »

Ásta ráðin sviðstjóri starfsmannasviðs HÍ

10:32 Ásta Möller hefur verið ráðin sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá 1. ágúst. Hún starfaði sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá því í byrjun ágúst í fyrra er hún var ráðin tímabundið til eins árs. Meira »

Lögregla rannsakar sjálfsvígið

09:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát ungs manns sem tók sitt eigið líf á geðdeild Landspítala aðfaranótt föstudagsins síðasta. Í samtali við mbl.is segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að ekki hafi borist kæra vegna atviksins, en lögregla rannsaki alltaf mál af þessu tagi. Meira »

Strekkings norðanátt á landinu í dag

08:40 Áframhaldandi strekkings norðanátt verður á landinu í dag með talsverðu vatnsveðri fyrir norðan, en víða verður léttskýjað syðra. Norðanátti gengur síðan niður á morgun og veður fer skánandi. Meira »

Ekki vitað um íslensk fórnarlömb

08:21 Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um að ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á meðal þeirra sem létu lífið eða særðust í hryðju­verk­inu í Barcelona í gærdag, þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks á Römblunni. Meira »

Plakat Loftleiða falt fyrir 65.000 kr.

08:18 Gamalt plakat frá flugfélaginu Loftleiðum, líklega frá árinu 1955, er nú til sölu á vefsíðunni eBay. Athygli vekur að verðmiðinn er um 600 Bandaríkjadalir, eða um 65 þúsund íslenskar krónur. Meira »

Fær ekki greiddar frekari bætur

07:37 Samgöngustofa hefur úrskurðað að kona sem ferðaðist til Rómar með Wow Air í september síðastliðnum fái ekki bætur umfram þær sem Wow Air hefur nú þegar boðið henni vegna fimm daga farangurstafa. Meira »

Nýtt torg við Hlemm

05:30 Hafinn er undirbúningur deiliskipulags fyrir Hlemmsvæðið í Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir að nýtt almenningstorg í líkingu við Austurvöll eða Lækjartorg verði þar sem nú er bílastæði við gamla banka- og pósthúsið við Rauðarárstíg. Meira »

Vilja reisa minnisvarða við Höfða

07:57 Bandaríska stríðsminnisvarðanefndin hefur sótt um leyfi til að reisa minnisvarða um seinni heimsstyrjöldina í Reykjavík.  Meira »

5 teknir við ölvunarakstur

06:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 30 ökumenn við eftirlit með ölvunarakstri í nótt. 25 þeirra reyndust vera undir mörkum, en bifreiðum þeirra var lagt og bíllyklar teknir í vörslu lögreglu að því er segir í dagbók lögreglu. Meira »

Fleiri vinna 40 stundir í viku

05:30 Um þriðjungur starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði segist nú vinna sléttar 40 stundir að jafnaði í venjulegri viku og er það 2,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Meira »
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Hyundai Getz 2008
Til sölu Hyundai Getz, 2008 árgerð. Ekinn 136.000 km. 5 dyra, beinskiptur. Skoða...
Rotþrær og heitir pottar
Rotþrær og heitir pottar Rotþrær-heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ód...
Nýr og óupptekinn Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...