„Ekkert hættuástand hér“

Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, var í fullum galla á ...
Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, var í fullum galla á meðan viðtalinu stóð. Hún segist ekki hræðast smit en vildi þó ekki koma of nálægt blaðamanni. mbl.is/Ragnheiður Davíðsdóttir

Það er alveg öruggt í Hveragerði segir Brynhildur Bolladóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins í samtali við mbl.is, úr nokkurra metra fjarlægð við blaðamann. Brynhildur segir „ekkert hættuástand“ vera á svæðinu. Rauði krossinn sér um skátanna án einkenna og að sögn Brynhildar er stemning hjá þeim. Þeir þurfi bara að hafa ofan af sér á meðan þeir bíði í sóttkvínni, sem haldi örugglega áfram út eitthvað út helgina.

181 skátar í sóttkví, þar af 63 sýktir

181 skátar dvelja nú í sóttkví í grunnskólanum í Hveragerði eft­ir að skæð maga­k­veisa kom upp í skáta­búðum á Úlfljóts­vatni. Þar af sýna 63 skátar einkenni, sem þykja benda til þess að um nóróveiru sé að ræða.

Þeir sem sýna einkenni dvelja einum megin í skólanum og þeir sem virðast heilbrigðir dvelja öðrum megin í skólanum. Að sögn Brynhildar koma nú að starfinu Heilbrigðisstofnun Suðurlands, Rauði Krossinn og sóttvarnarlæknar.

Rauði krossinn, Brynhildur þar á meðal, sér um skátanna sem virðast hraustir. Heilbrigðisstarfsfólk, sjúkraflutningamenn og starfsmenn Heilbrigðisstofnunarinnar sjá um þá er sýna einkenni, hinum megin í skólanum. Brynhildur segist ekki vita frekar um stöðu mála þar en að helstu einkenni veiku skátanna séu uppköst, magakrampar og niðurgangur.

„Það er ekkert hættuástand hér“

Brynhildur, sem klædd er í sóttvarnargalla frá toppi til táar, segist ekki hræðast að smitast, enda sé hún aðeins hjá þeim skátum sem sýni ekki einkenni. „Við erum í göllum, pössum okkur bara að þvo okkur oft um hendurnar og nota spritt,“ segir hún.

Hún segir að stemningin hjá þeim hraustu sé róleg, þau sitji nú að spilum til að hafa ofan af sér en skátarnir þurfa að vera í sóttkví að minnsta kosti út daginn í dag. „Þeir eru bara rólegir og gaman, það er ekkert ástand,“ segir hún.

Fjöldahjálparmiðstöðin í Hveragerði.
Fjöldahjálparmiðstöðin í Hveragerði. mbl.is/Ragnheiður Davíðsdóttir

Brynhildur segir ekki ljóst hversu lengi þeir þurfi að dvelja í skólanum en það verði jafnvel út helgina: „Alla veganna út daginn og örugglega eitthvað áfram. Það er ekki alveg ljóst,“ segir hún.

Svo virðist sem allt sé með kyrrum kjörum í bænum. Í kringum skólann, sem merktur er stórum stöfum fjölda­hjálp­armiðstöð, ganga forvitnir ferðamenn, sem virðast ekki hræðast veikindi skátanna. „Það er ekkert hættuástand hér. Það eru allir inni og það er allt í góðu. Það má alveg fara í Hveragerði í dag,“ segir Brynhildur.  

Fleiri skátar keyrðir í sóttkví

Á meðan viðtalinu stóð keyrði í hlað bíll merktur Brunavörnum Árnessýslu. Að sögn Brynhildar voru slökkviliðsmenn að keyra fleiri skáta frá Úlfljótsvatni í sóttkví. Þar af voru fimm án einkenna og stúlka sem sýndi einkenni.

Brynhildur segist ekki vera viss hvort fleiri séu hjá Úlfljótsvatni en tilkynnt var fyrr í dag að tjaldstæðið hefði verið tæmt.

mbl.is

Innlent »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðahlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Flokkarnir nálgast lendingu

15:38 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við mbl.is. Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

„Var hugsað sem pólitísk aðför“

15:33 „Þrátt fyrir að dómstólinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttindasáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk.“ Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Borðstofustólar til sölu
Til sölu 10 stk. af notuðum borðstofustólum, seljast helst saman. 1.500 kr. stk...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...