Fleiri komast í skólahljómsveitir

Fjórar skólahljómsveitir starfa í Reykjavík og nú geta fleiri tekið …
Fjórar skólahljómsveitir starfa í Reykjavík og nú geta fleiri tekið þátt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skólahljómsveitir í Reykjavík munu stækka í haust. Heimilt verður að taka inn 130 nemendur í stað 120. Reykjavíkurborg rekur nú fjórar skólahljómsveitir. Skylda er fyrir hljómsveitarmeðlimi að taka þátt í æfingum og starfi hljómsveitanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að nú geti því samtals verið 520 nemendur í skólahljómsveitum borgarinnar. Samþykkt var að hækka framlög til skólahljómsveita á fundi skóla- og frístundaráðs í vikunni.

„Almennt er mikil ánægja hjá foreldrum með starf skólahljómsveitanna. Kostnaðarþátttöku foreldra er markvisst haldið í lágmarki og felst annars vegar í gjöldum sem falla undir ráðstöfun frístundakorts og hins vegar hljóðfæraleigu fyrir þá sem þurfa. Gjöldin vegna 2016-2017 voru 27.350 krónur og hljóðfæragjald 8.300 krónur,“ segir í tilkynningunni.

Jafnframt verða settir fjármunir í það að setja saman smærri samspilshópa samhliða hljómsveitarstarfinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert