Í heiðurssæti á elsta jólamarkaðnum

Jól í Strasbourg
Jól í Strasbourg

Ísland verður heiðursgestur á jólamarkaðnum í Strassborg í Frakklandi. Þetta kemur fram á heimasíðu íslenska sendiráðsins í Frakklandi en þar er auglýst eftir fyrirtækjum til þátttöku.

Markaðurinn er sá elsti sinnar tegundar í Evrópu en hann var fyrst opnaður árið 1570. Hann er jafnframt með þeim stærstu í heimi og áætlað að tvær milljónir gesta heimsæki markaðinn árlega.

Íslenska þorpið verður á Gutenberg-torginu í miðborg Strassborgar. Skipuleggjendur markaðarins útvega aðstöðu og þjónustu íslensku fyrirtækjunum að kostnaðarlausu. Umsóknarfrestur er þegar runninn út en ekki fengust upplýsingar um hvaða fyrirtæki þekktust boðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert