Mikil fjölgun Bandaríkjamanna

Mikill fjöldi var í Leifsstöð í júlí.
Mikill fjöldi var í Leifsstöð í júlí. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bandaríkjamenn voru um þriðjungur allra þeirra sem flugu frá landinu gegnum Keflavíkurflugvöll í júlí. Af þeim 272 þúsund ferðamönnum sem fóru frá landinu í júlí voru 29% þeirra frá Bandaríkjunum.

Samtals fóru um 80.622 Bandaríkjamenn úr landi í júlí sem er um 33% fleiri en í júlí í fyrra samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Þjóðverjar voru næstfjölmennastir, um 25 þúsund talsins eða álíka margir og í júlí árið 2016 og á eftir fylgdu Bretar, um 16 þúsund eða 9% færri en í júlí árið 2016.

Fjöldi ferðamanna hefur næstum þrefaldast á tímabilinu janúar til júlí frá árinu 2013. Þannig hefur fjöldi Norður-Ameríkana meira en þrefaldast, Mið- og Suður-Evrópubúa nærri tvöfaldast, að þvíæ er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert