Ranghugmyndir um eikynhneigð algengar

Frá Gleðigöngu Hinsegin daga.
Frá Gleðigöngu Hinsegin daga. mbl.is/Freyja Gylfa

Hópur eikynhneigðs fólks (e. asexual) mun í ár ganga í fyrsta sinn saman í Gleðigöngunni, með það að markmiði að auka sýnileika eikynhneigðra. Gyða Bjarkadóttir, einn meðlima hópsins, segir að mjög margar ranghugmyndir séu uppi um eikynhneigð hér á landi.

Finna fyrir lítilli eða engri kynhvöt

Eikynhneigðir eru þeir sem finna fyrir lítilli eða engri kynhvöt eða hafa ekki áhuga á kynlífi með öðru fólki. Þó má segja að um sé að ræða skala, þar sem áhugi á kynferðislegu sambandi við aðra er misjafn eftir því hvar á skalanum eikynhneigt fólk er staðsett.

Sumt eikynhneigt fólk skilgreinir sig til að mynda sem graysexual, en það finnur þá fyrir lítilli kynhvöt. Aðrir skilgreina sig sem demi sexual, en þeir laðast þá ekki kynferðislega að fólki nema bera til þess tilfinningar eða þekkja það. Þá laðast margir eikynhneigðir tilfinningalega að öðru fólki án þess að vilja sofa hjá því. Gert er ráð fyrir að um 1% fólks í heiminum sé eikynhneigt.

Gyða Bjarkadóttir.
Gyða Bjarkadóttir.

Hélt að eitthvað væri að sér

„Persónulega vissi ég ekki af þessu fyrir rétt fyrir þrítugt,“ segir Gyða, sem er tæplega 32 ára gömul í dag. „Ég leitaði til lækna því ég hélt að eitthvað væri að mér. Hormónastarfsemin var í góðu lagi og ekkert fannst að mér, en þegar ég fann svo þessa skilgreiningu fann ég fyrir miklum létti,“ bætir hún við.

Gyða segir markmið hópsins vera að hjálpa fólki í sömu stöðu og hún var áður, enda séu mjög margir sem ekki viti hvað eikynhneigð er. „Fólk veit ekki að þetta er til og þess vegna langar okkur að vera sýnileg og hvetja fólk til að leita til okkar,“ segir hún.

Þá segir hún að margar ranghugmyndir séu uppi, og lítill skilningur sé á málefnum eikynhneigðra í samfélaginu. „Fyrst og fremst heldur fólk að maður hafi bara ekki fundið rétta einstaklinginn. Margir rugla þessu við að þetta sé val því sumir velja að stunda ekki kynlíf, en við löðumst bara ekki kynferðislega að öðrum,“ segir hún, en bætir við að vissulega laðist sumir eikynhneigðir kynferðislega að öðrum að einhverju leyti.

Vitundarvakning í heilbrigðisgeiranum mikilvæg

Hópurinn var fyrst stofnaður á lokuðum vettvangi á Facebook, en fyrr í sumar var búin til opin síða; Asexual á Íslandi, þangað sem hægt er að leita og hafa samband. „Þetta er ekki formlegt félag, en við lítum á þetta sem góðan stað til að fræða fólk,“ segir Gyða.

Til stóð að hópurinn myndi ganga saman í Gleðigöngunni í fyrra, en vegna skipulagsleysis tókst það ekki. Í ár hefur hópurinn hins vegar skipulagt sig betur, og tekur þátt af fullum krafti. „Við erum samt sem áður ekki mörg, heldur kannski bara um fimm,“ segir Gyða, en bætir við að mikilvægt sé að auka sýnileika.

Spurð um það hvað hún ráðleggi fólki sem er í sömu sporum og hún var áður, og heldur að það sé eitthvað að því segist Gyða hvetja fólk til að hafa samband við félagið á Facebook. Þá segist hún vonast til þess að vitundarvakning muni eiga sér stað, ekki síst í heilbrigðisgeiranum. „Það væri frábært að læknar gætu bent fólki á að kannski sé það eikynhneigt ef það kemur með spurningar af þessu tagi,“ segir Gyða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Íslenski hesturinn slær í gegn á netinu

08:18 Myndband sem kynnir gangtegundir íslenska hestsins hefur slegið í gegn á Facebook. Um miðjan dag í gær höfðu um 600 þúsund manns um allan heim skoðað myndbandið á sex dögum, tæplega 10 þúsund manns líkað við það, því hafði verið deilt 6.400 sinnum og rúmlega 2 þúsund skrifað athugasemdir. Meira »

Vill styrkja félagslegu stoðina

08:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að kosningarnar í haust snúist einkum um aukinn jöfnuð og lífskjör venjulegs fólks. Þá þurfi að blása til stórsóknar í menntamálum til þess að mæta þeim áskorunum sem stafræna tæknibyltingin hafi í för með sér. Meira »

70-80 horfið á 97 árum

07:57 Saknað - Íslensk mannshvörf 1930-2018 er vinnuheiti bókar Bjarka H. Hall sem á að koma út á seinni hluta næsta árs. Bjarki hefur unnið að ritun bókarinnar í frístundum sínum. Meira »

Breytt notkun bílastæða

07:37 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að almenn bifreiðastæði við Kjarvalsstaði verði eftirleiðis eingöngu ætluð fólksbílum. Þetta var gert að fengnum tillögum umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Meira »

Stór skjálfti við Grímsey

06:47 Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig varð við Grímsey klukkan sex í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur verið eitthvað um skjálfta á þessum slóðum í nótt en annar skjálfti mældist 2,9 stig um hálffimmleytið í nótt. Meira »

Bálhvasst í hviðum

06:39 Mjög hvasst er í hviðum á Reykjanesbraut, Kjalarnesi, við Hafnarfjall, á norðanverðu Snæfellsnesi og undir Eyjafjöllum til kvölds, en í Mýrdal og Öræfum á morgun. Hviður gætu farið yfir 30 m/s. Meira »

Með fíkniefni á Langholtsvegi

05:51 Lögreglan stöðvaði bifreið við Langholtsveg um hálftvö í nótt og fann lögreglumaður sterka fíkniefnalykt koma úr bifreiðinni. Ökumaðurinn afhenti þá lögreglunni fíkniefni sem hann var með á sér. Meira »

Ekki gleyma aðstæðum fólks

05:51 Stuðningsfjölskyldur og hvernig Akureyri hefur tekið á móti flóttafólki er til mikillar fyrirmyndar, segir Angelea Panos, doktor í sálfræði, sem hefur unnið með stjórnvöldum undanfarinn mánuð við að fræða þá sem koma að móttöku flóttafólks á Íslandi. Meira »

Furða sig á lyfjaútgáfu til barna

05:30 Formenn Barnageðlæknafélagsins og Barnalæknafélagsins furða sig báðir á tölum sem birtar eru á vef Landlæknisembættisins um lyfja- og geðlyfjaútgáfu fullorðinslyfja fyrir börn. Meira »

Skilar 70% meira en 2009

05:30 Tekjuskattur einstaklinga skilaði 160,6 milljörðum króna í fyrra. Það er um 70% meira en árið 2009, þegar skatturinn skilaði 94,7 milljörðum. Tölurnar eru á verðlagi hvors árs. Meira »

Færri vörur bera tolla hér en í ESB

05:30 Mun fleiri tollskrárnúmer hér á landi bera engan almennan toll borið saman við fjölda tollskrárnúmera í ríkjum ESB og í hinum EFTA-ríkjunum. Þá er meðaltollur lægri hér á landi en í nágrannalöndunum. Meira »

Miklabraut mánuði á eftir áætlun

05:30 Framkvæmdir á Miklubraut við Klambratún í Reykjavík eru heldur á eftir upphaflegri áætlun að sögn Þórs Gunnarssonar verkefnastjóra. Meira »

Áföll í æsku hafa áhrif á geðheilsu

05:30 Færri komust að en vildu á ráðstefnu Geðhjálpar, Börnin okkar!, sem haldin var í gær á Grand hóteli. Ráðstefnugestir voru um 400 talsins og var hætt að taka við bókunum á ráðstefnuna á föstudaginn var. Meira »

Vísbendingar um kólnun

05:30 Karl Sigurðsson, sérfræðingur á Vinnumálastofnun, segir farið að hægja á fjölgun starfa. Það komi fram í því að atvinnuleysið sé hætt að minnka jafn hratt og undanfarið. Meira »

Ítrekar fyrirspurn um yfirhylmingu kynferðisbrota

Í gær, 21:45 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ítrekað fyrirspurn sína til dómsmálaráðherra um viðurlög við því að hylma yfir kynferðisafbrot, en 15 virkra daga lögbundinn frestur til að svara fyrirspurninni er liðinn. Meira »

Sala á kindakjöti eykst um 8,5%

05:30 Sala á kindakjöti hefur aukist um rúm 8% á milli ára. Sala hefur einnig aukist á alifuglakjöti og nautgripakjöti en sala á svínakjöti dregist saman. Meira »

Skora á ráðamenn að tryggja úrbætur

00:03 Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Í fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ segir að fundargestir hafi spurt margs, enda brautin fyrirferðamikið mannvirki sem kljúfi bæjarfélagið þvert og endilangt. Meira »

Þögnin rofin um allan heim

Í gær, 21:30 „Það sem er að gerast núna er að þetta er að vissu leyti endurtekning á byltingunni sem átti sér stað hér 2015,“ segir Helga Lind Mar, talsmaður Druslugöngunnar. Að hennar mati má segja að #metoo byltingin sé í raun hnattvæðing þöggunarbyltingarinnar sem varð hér á landi árið 2015. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Hauststemmning í Tungunum, Eyjasól ehf.
Sumarhúsin okkar eru nokkuð laus í sept og okt, hlý og cosy.. Norðurljós í heit...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...