Stuðningur ráðherra táknrænn

Úr Gleðigöngunni.
Úr Gleðigöngunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við lítum á þennan stuðning sem yfirlýsingu um að þessir ráðherrar vilji standa vörð um okkar málefni og berjast fyrir okkar réttindum,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, en fimm af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar styrkja Hinsegin daga í ár.

Mismargir ráðherrar hafa styrkt hátíðina fjárhagslega á síðustu árum; allt frá þremur upp í níu í senn. Gunnlaugur segir skipuleggjendur hátíðarinnar líta á styrkina sem mikilvægan móralskan stuðning.

Hér má sjá lista yfir þá ráðherra sem hafa stutt ...
Hér má sjá lista yfir þá ráðherra sem hafa stutt Hinsegin daga síðustu ár. Smellið á myndina til að stækka hana.

Bjarni Benediktsson styrkti hátíðina fyrst árið 2013 og hefur styrkt hana árlega síðan. Upplýsingar hér að ofan eru úr bæklingi Hinsegin daga, en þar sem Bjarni bætt­ist í hóp­inn eft­ir að dag­skrár­ritið fór í prent­un árin 2013 og 2014 vantar nafn hans þar inn. 

Allir ráðherrar Viðreisnar leggja sitt af mörkum

Ráðherrarnir sem styrkja hátíðina í ár eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Bjarni styrkir hátíðina nú fimmta árið í röð, en aðrir ráðherrar í fyrsta sinn. Þorgerður Katrín hafði þó einnig styrkt hátíðina þegar hún var menntamálaráðherra.

Athygli vekur að allir ráðherrar Viðreisnar styrkja hátíðina, en aðeins tveir af fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks. Hefur þingflokkur Viðreisnar meðal annars gert málefni hinsegin eldri borgara að umtalsefni á Alþingi, og því hugsanlega um stuðningsyfirlýsingu að ræða að sögn Gunnlaugs.

Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinseigin daga.
Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinseigin daga. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland ekki eins framarlega og margir telja

„Við algjörlega lítum svo á að þetta sé til marks um það að þetta séu ekki bara peningar og orðin tóm heldur aðilar sem vilja af alvöru beita sér fyrir þessu,“ segir Gunnlaugur. „Viðreisn hefur talað fyrir því og umræðan hefur verið á þann veg að það séu mál í undirbúningi svo við auðvitað bíðum og vonum að svo verði því nýjasta regnbogakortið sýnir að Ísland er ekki jafn framarlega og fólk hefur talið.“

Vísar Gunnlaugur þar í regnbogakort Evrópusamtakanna ILGA-Europe fyrir árið 2017, en þar uppfyllir Ísland einungis 47% skilyrða samanborið við 59% árið áður. Kortið sýnir lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks um alla Evrópu, en Ísland situr í 16. sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland og Ungverjaland.

Það sem dregur Ísland helst niður á listanum er skortur á víðtækri jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá er löggjöf um réttindi transfólks ábótavant enda er enn krafist sjúkdómsgreiningar og læknismeðferðar til að einstaklingar geti fengið nafni sínu og kyni breytt í Þjóðskrá. Þá er ekki búið að banna ónauðsynleg inngrip í líkama intersex barna og líkamleg friðhelgi þeirra því ekki tryggð.

Regnbogakortið 2017.
Regnbogakortið 2017.

Ekki komin nógu langt lagalega

„Þetta eru fyrst og fremst atriði sem þyrfti að breyta með lagasetningu. Við vitum að við höfum náð langt félagslega en lagalega erum við enn ekki komin nógu langt. En ég hef fulla trú á því að það sé vilji í þinginu til að bregðast við því,“ segir Gunnlaugur.

Þá geta samkynhneigðir karlar enn ekki gefið blóð hér á landi, en árið 2015 sagði Kristján Þór Júlíusson, þá heilbrigðisráðherra, að leitað yrði leiða til að breyta gildandi regluverki svo það yrði heimilað. Enn hefur þó ekkert breyst. „Þetta er eitthvað sem hefur verið beðið eftir í mörg ár og við höfum séð það í löndum alls ekki langt frá okkur að verið er að endurskoða og milda þessar reglur,“ segir Gunnlaugur. „Ég held að það sýni því allir skilning að réttur blóðþega til að fá heilbrigt blóð er meiri en réttur þeirra sem vilja gefa, en við viljum að þetta verði skoðað í takt við þróunina í kringum okkur.“

Styrkirnir hafa táknrænt gildi

Reykja­vík­ur­borg er stærsti styrkt­araðili Hinseg­in daga, sem einnig njóta stuðnings fjölda fyr­ir­tækja. Þá er hátíðin einnig fjármögnuð með sölu varnings og miða á viðburði.

„Það er auðvitað breytilegt eftir árum hvaða ráðherrar ákveða að verja fé í hátíðina en við þiggjum þessa styrki með þökkum enda þurfum við á hverri krónu að halda,“ segir Gunnlaugur og bætir við að skipuleggjendur líti ekki síður svo á að styrkirnir hafi táknrænt gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja rafræna fylgiseðla lyfja

10:55 Lyfjastofnun Evrópu er með til skoðunar hvernig nota megi rafrænar leiðir til að miðla upplýsingum um lyf til sjúklinga á öruggan hátt. Á norrænum vettvangi er rætt um að Norðurlandaþjóðirnar sækist sameiginlega eftir því að fá reglum Evrópusambandsins breytt þannig að heimilt verði að selja lyf með rafrænum fylgiseðlum. Meira »

Veginum sennilega sjaldan eins vel sinnt

10:40 „Það er guðsmildi að ungmennin hafi ekki slasast við þennan útafakstur. Það væri langsótt að ætla að rekja orsök slyssins til vetrarþjónustunnar því sennilega hefur henni sjaldan verið eins vel sinnt og verið hefur það sem af er vetri, þó alltaf megi gera betur.“ Meira »

Giljagaur verslar á netinu

10:35 Jólasveinninn Giljagaur hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að hann hyggist ekki fara að tillögum jólagjafaráðs um hvað hann eigi að gefa í skóinn. Hann er þar með annar íslenski jólasveinninn sem tekur afstöðu gegn jólasveinaráði. Meira »

Formaður VR hvetur til mótmæla

10:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur hvatt til þess að mótmæli fari fram á föstudaginn fyrir utan húsnæði eignarhaldsfélagsins Klakka vegna fregna um bónusgreiðslur níu starfsmanna og stjórnarmanna í félaginu. Meira »

Jólaverslun hefur gengið vel

08:18 Jólaverslun í Kringlunni og Smáralind fór snemma af stað í ár og hefur gengið mjög vel það sem af er desember. „Það er rúmlega 4% aukning í aðsókn fyrstu tíu dagana í desember,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Meira »

Tryggir valfrelsi launþega

07:57 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hafa lagt fram sameiginlega tillögu á útfærslu tilgreindrar séreignar. Það gerðu þeir á fundi með Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á mánudaginn. Meira »

Landhelgisgæslan þarf léttabát

07:37 Ríkiskaup hafa auglýst eftir tilboðum í nýjan léttabát fyrir varðskipið Tý. Óskað er eftir bát sem er 7,5-8,5 metrar að lengd, gengur allt að 32 hnúta og tekur 20 farþega þegar mest er. Meira »

Hrikalega hált víða

07:38 Hálka og snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum og snjóþekja á stöku stað. Flughált er í Ísafjarðardjúpi, á Innstrandavegi, í Dýrafirði, í Önundarfirði, í Kollafirði og milli Reykhóla og Króksfjarðarness. Þæfingur er á Þröskuldum en ófært er yfir Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. Meira »

Versnandi veður í kortunum

06:49 Nú snýst aftur í norðlægar áttir með éljum og kólnandi veðri. Bæði getur fryst á blautum vegum víða um land og einnig má búast við skafrenningi, einkum norðan- og austanlands. Meira »

Hafmeyjan hvílir á botni Tjarnarinnar

05:30 Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson féll af stalli sínum í Reykjavíkurtjörn í óveðrinu sem gekk yfir í byrjun nóvember síðastliðins. Meira »

Kosningaferli endurtekið frá byrjun

05:30 Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur ákveðið að ógilda kosningu vígslubiskups í Skálholtsumdæmi og einnig tilnefningar til vígslubiskupskjörs sem áður höfðu farið fram. Meira »

Grunnur borgarlínu veikur

05:30 Margt í tillögum um borgarlínu byggist á veikum grunni og gæti svo farið að farið verði út í mjög vafasamt samgöngukerfi.  Meira »

Andlát: Þröstur Sigtryggsson skipherra

05:30 Þröstur Sigtryggsson skipherra lést síðastliðinn laugardag, 9. desember. Hann var fæddur 7. júlí 1929, sonur hjónanna Hjaltlínu Margrétar Guðjónsdóttur, kennara og húsfreyju frá Brekku á Ingjaldssandi, og séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði. Bróðir Þrastar var Hlynur Sigtryggsson veðurstofustjóri. Meira »

RÚV hefur frestað afborgunum af láni

05:30 Hagnaður af rekstri RÚV mun að óbreyttu ekki duga til að greiða niður allar skuldir félagsins. RÚV skuldaði um 5,9 milljarða um mitt þetta ár. Meira »

Fyrsta nýsmíðin fyrir Vísismenn frá byrjun

05:30 Forsvarsmenn Vísis hf. í Grindavík skrifuðu í gær undir samning um nýsmíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línuskipi við skipasmíðastöðina Alkor í Póllandi. Meira »

Vantar tvö þúsund íbúðir

05:30 Samtök atvinnulífsins telja að í árslok 2016 hafi skort a.m.k. tvö þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu, að því er fram kemur í nýrri greiningu frá efnahagssviði Samtaka atvinnulífsins Meira »

Árangur í baráttunni

05:30 Baráttan gegn spillingu á Íslandi hefur skilað árangri en þörf er á meira gagnsæi í upplýsingum um fjármál þingmanna.  Meira »

Ögurvík endurnýjar Vigra RE-71

05:30 Útgerð Ögurvíkur hefur ákveðið að setja frystitogarann Vigra RE 71 á sölu. „Við héldum fund með áhöfninni í sl. viku, skipið er í slipp núna. Við tilkynntum að við hefðum hug á að endurnýja skipið, þ.e. setja Vigra á sölu og finna annað skip í staðinn.“ Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Í jólapakka golfarans
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
NISSAN bátavélar 110 og 130 hp
Bátavélar 8-130 hp , TD-Marine bátavélar 58 hp á lager, 37 og 70 hp á væntanleg...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6017121319 vi
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017121319 VI Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Kröflulína
Tilkynningar
Mynd af auglýsingu ...