Stuðningur ráðherra táknrænn

Úr Gleðigöngunni.
Úr Gleðigöngunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við lítum á þennan stuðning sem yfirlýsingu um að þessir ráðherrar vilji standa vörð um okkar málefni og berjast fyrir okkar réttindum,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, en fimm af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar styrkja Hinsegin daga í ár.

Mismargir ráðherrar hafa styrkt hátíðina fjárhagslega á síðustu árum; allt frá þremur upp í níu í senn. Gunnlaugur segir skipuleggjendur hátíðarinnar líta á styrkina sem mikilvægan móralskan stuðning.

Hér má sjá lista yfir þá ráðherra sem hafa stutt ...
Hér má sjá lista yfir þá ráðherra sem hafa stutt Hinsegin daga síðustu ár. Smellið á myndina til að stækka hana.

Bjarni Benediktsson styrkti hátíðina fyrst árið 2013 og hefur styrkt hana árlega síðan. Upplýsingar hér að ofan eru úr bæklingi Hinsegin daga, en þar sem Bjarni bætt­ist í hóp­inn eft­ir að dag­skrár­ritið fór í prent­un árin 2013 og 2014 vantar nafn hans þar inn. 

Allir ráðherrar Viðreisnar leggja sitt af mörkum

Ráðherrarnir sem styrkja hátíðina í ár eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Frétt mbl.is: Mikilvægur móralskur stuðningur

Bjarni styrkir hátíðina nú fimmta árið í röð, en aðrir ráðherrar í fyrsta sinn. Þorgerður Katrín hafði þó einnig styrkt hátíðina þegar hún var menntamálaráðherra.

Athygli vekur að allir ráðherrar Viðreisnar styrkja hátíðina, en aðeins tveir af fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks. Hefur þingflokkur Viðreisnar meðal annars gert málefni hinsegin eldri borgara að umtalsefni á Alþingi, og því hugsanlega um stuðningsyfirlýsingu að ræða að sögn Gunnlaugs.

Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinseigin daga.
Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinseigin daga. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland ekki eins framarlega og margir telja

„Við algjörlega lítum svo á að þetta sé til marks um það að þetta séu ekki bara peningar og orðin tóm heldur aðilar sem vilja af alvöru beita sér fyrir þessu,“ segir Gunnlaugur. „Viðreisn hefur talað fyrir því og umræðan hefur verið á þann veg að það séu mál í undirbúningi svo við auðvitað bíðum og vonum að svo verði því nýjasta regnbogakortið sýnir að Ísland er ekki jafn framarlega og fólk hefur talið.“

Vísar Gunnlaugur þar í regnbogakort Evrópusamtakanna ILGA-Europe fyrir árið 2017, en þar uppfyllir Ísland einungis 47% skilyrða samanborið við 59% árið áður. Kortið sýnir lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks um alla Evrópu, en Ísland situr í 16. sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland og Ungverjaland.

Það sem dregur Ísland helst niður á listanum er skortur á víðtækri jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá er löggjöf um réttindi transfólks ábótavant enda er enn krafist sjúkdómsgreiningar og læknismeðferðar til að einstaklingar geti fengið nafni sínu og kyni breytt í Þjóðskrá. Þá er ekki búið að banna ónauðsynleg inngrip í líkama intersex barna og líkamleg friðhelgi þeirra því ekki tryggð.

Regnbogakortið 2017.
Regnbogakortið 2017.

Ekki komin nógu langt lagalega

„Þetta eru fyrst og fremst atriði sem þyrfti að breyta með lagasetningu. Við vitum að við höfum náð langt félagslega en lagalega erum við enn ekki komin nógu langt. En ég hef fulla trú á því að það sé vilji í þinginu til að bregðast við því,“ segir Gunnlaugur.

Þá geta samkynhneigðir karlar enn ekki gefið blóð hér á landi, en árið 2015 sagði Kristján Þór Júlíusson, þá heilbrigðisráðherra, að leitað yrði leiða til að breyta gildandi regluverki svo það yrði heimilað. Enn hefur þó ekkert breyst. „Þetta er eitthvað sem hefur verið beðið eftir í mörg ár og við höfum séð það í löndum alls ekki langt frá okkur að verið er að endurskoða og milda þessar reglur,“ segir Gunnlaugur. „Ég held að það sýni því allir skilning að réttur blóðþega til að fá heilbrigt blóð er meiri en réttur þeirra sem vilja gefa, en við viljum að þetta verði skoðað í takt við þróunina í kringum okkur.“

Styrkirnir hafa táknrænt gildi

Reykja­vík­ur­borg er stærsti styrkt­araðili Hinseg­in daga, sem einnig njóta stuðnings fjölda fyr­ir­tækja. Þá er hátíðin einnig fjármögnuð með sölu varnings og miða á viðburði.

„Það er auðvitað breytilegt eftir árum hvaða ráðherrar ákveða að verja fé í hátíðina en við þiggjum þessa styrki með þökkum enda þurfum við á hverri krónu að halda,“ segir Gunnlaugur og bætir við að skipuleggjendur líti ekki síður svo á að styrkirnir hafi táknrænt gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Áhuginn mun aukast mikið

Í gær, 22:54 „Þetta eru frábær kaup, mér líst alveg ljómandi vel á þetta,“ segir Magnús Steindórsson, Eyjamaður og stuðningsmaður Everton, um kaup enska knattspyrnufélagsins Everton á landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. Meira »

Hlustendur verða hluti af verkinu

Í gær, 21:30 Ingibjörg Friðriksdóttir, tónskáld, söngkona og hljóðlistakona, hefur lengi fengist við tónsmíðar og listsköpun. Hún útskrifaðist frá Mills College í Bandaríkjunum og er útskriftarverkefni hennar til sýnis í Hörpu fram yfir Menninganótt. Í verkinu sameinar Ingibjörg ástríðu sína fyrir tónlist og listsköpun, en allir þeir sem koma og upplifa verk hennar verða ósjálfrátt hluti af því. Meira »

Fjölskyldur sameinast á Dönskum dögum

Í gær, 20:55 Bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi fer fram í 23. sinn um helgina þar sem fjölskyldur koma saman og njóta fjölbreyttrar dagskrár með dönskum blæ. Meira »

„Geirvörtusmyrsl og vasilín á hæla“

Í gær, 20:42 „Ef ég get hlaupið 21 kílómetra þá geta allir hlaupið. Það er engin afsökun,“ segir grínistinn Steindi Jr. Hann kveðst ekki vera mikill hlaupari en ætlar að hlaupa 21 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu Meira »

Hleypur kasólétt í Reykjavíkurmaraþoninu

Í gær, 20:35 „Við ætlum að fara saman, ég og Nían,“ segir Kolbrún Ýr Einarsdóttir, sem tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, kasólétt. Kolbrún hleypur fyrir Neistann, styrktarfélag hjartaveikra barna, í minningu sonar síns Rökkva Þórs Sigurðssonar, sem lést aðeins sjö vikna gamall. Meira »

Dagskráin endurspeglar listalíf bæjarins

Í gær, 20:15 Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram í Hveragerði nú um helgina með fjölbreyttum tónlistarviðburðum og áhugaverðum listviðburðum ásamt því sem Kjörís býður gestum og gangandi upp á furðulegar ístegundir. Meira »

Þarf að komast á hreint sem fyrst

Í gær, 18:33 Borgarfulltrúinn Marta Guðjónsdóttir kveðst hafa hugleitt að gefa kost á sér í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og áður hefur komið fram hyggst núverandi oddviti, Halldór Halldórsson, stíga til hliðar að loknu yfirstandandi kjörtímabili. Meira »

Íslendingar heilir á húfi

Í gær, 18:53 Engar tilkynningar hafa borist utanríkisráðuneytinu um að Íslendingar séu á meðal þeirra sem létust eða urðu fyrir meiðslum vegna hryðjuverksins í Barcelona á Spáni þar sem sendiferðabifreið var ekið á hóp gangandi vegfarenda á Römblunni með þeim afleiðingum að 13 létu lífið og að minnsta kosti 50 urðu fyrir meiðslum en gatan er vinsæl meðal ferðamanna og heimamanna. Meira »

Tjáir sig ekki um ráðningu borgarlögmanns

Í gær, 18:32 Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður vill ekkert tjá sig um ráðningu borgarlögmanns. Ebba Schram hæsta­rétt­ar­lögmaður var ráðin borgarlögmaður í síðustu viku en hún og Ástráður sóttu tvö ein um stöðuna. Meira »

Drónaflug bannað á Ljósanótt

Í gær, 17:52 Lögreglan á Suðurnesjum og Öryggisnefnd Ljósanætur hafa bannað flug dróna á og yfir hátíðarsvæði Ljósanætur sem haldin verður í Reykjanesbæ helgina 31. ágúst til 3. september. Meira »

Fjarðarheiði hefur verið opnuð

Í gær, 17:21 Vegurinn um Fjarðarheiði hefur verið opnaður aftur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni en honum var lokað tímabundið fyrr í dag vegna umferðarslyss. Meira »

Fjarðarheiði lokað vegna óhapps

Í gær, 16:09 Fjarðarheiði milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er lokuð vegna umferðaróhapps sem varð efst á heiðinni. Mikil þoka er á svæðinu en lítil eða engin slys urðu á fólki. Meira »

Biðja Íslendinga um að láta vita af sér

Í gær, 16:05 Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga sem eru á svæðinu í kringum Römbluna og Plaça Catalunya í Barcelona, þar sem sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur fyrir stuttu, að vera vel vakandi yfir tilmælum yfirvalda á staðnum. Meira »

Björgun flytur í Gunnunes

Í gær, 15:26 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Lárus Dagur Pálsson, framkvæmdastjóri Björgunar, skrifa á morgun undir viljayfirlýsingu um að Björgun flytji athafnasvæði sitt í Gunnunes, sem er á sunnanverðu Álfsnesi. Meira »

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

Í gær, 15:22 Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Neytendasamtökin boða félagsfund

Í gær, 15:42 Stjórn Neytendasamtakanna hefur boðað til félagsfundar klukkan 17 í dag, fimmtudaginn 17. ágúst. Þar verður farið yfir stöðu mála og leitað eftir aðstoð og tillögum frá félagsmönnum að því er fram kemur í frétt á vef samtakanna. Meira »

98% telja barni sínu líða vel í leikskóla

Í gær, 15:22 Nýleg könnun meðal foreldra leikskólabarna sýnir að 98% foreldra telja að barninu þeirra líði vel í leikskólastarfinu og að barnið þeirra sé þar öruggt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ekki formannsins að segja sína skoðun

Í gær, 15:03 Formaður Samfylkingarinnar segist enn vera að melta þá hugmynd sem upp er komin innan Samfylkingarinnar að flokkurinn breyti um nafn. Hann er ekki viss um að það sé hlutverk formanns að rjúka til og segja sína skoðun. Meira »
Útihurðir
Nr 1. lengd 195.5cm x breidd 69cm x Tvöfalt gler. Án karms, vinstri opnun, litur...
TIL LEIGU MJÖG GOTT 180 FM ATVINNUHÚSNÆÐI Í REYKJANESBÆ
Til leigu mjög gott 180 fm atvinnuhúsnæði á góðum stað í Njarðvík, við Reykjan...
Dráttarspil til sölu
Vandað spil ameriskt 8000lb, er með fjarstýríngu , ónotað í kassanum, tilboð ó...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...