Stuðningur ráðherra táknrænn

Úr Gleðigöngunni.
Úr Gleðigöngunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við lítum á þennan stuðning sem yfirlýsingu um að þessir ráðherrar vilji standa vörð um okkar málefni og berjast fyrir okkar réttindum,“ segir Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinsegin daga, en fimm af ellefu ráðherrum ríkisstjórnarinnar styrkja Hinsegin daga í ár.

Mismargir ráðherrar hafa styrkt hátíðina fjárhagslega á síðustu árum; allt frá þremur upp í níu í senn. Gunnlaugur segir skipuleggjendur hátíðarinnar líta á styrkina sem mikilvægan móralskan stuðning.

Hér má sjá lista yfir þá ráðherra sem hafa stutt ...
Hér má sjá lista yfir þá ráðherra sem hafa stutt Hinsegin daga síðustu ár. Smellið á myndina til að stækka hana.

Bjarni Benediktsson styrkti hátíðina fyrst árið 2013 og hefur styrkt hana árlega síðan. Upplýsingar hér að ofan eru úr bæklingi Hinsegin daga, en þar sem Bjarni bætt­ist í hóp­inn eft­ir að dag­skrár­ritið fór í prent­un árin 2013 og 2014 vantar nafn hans þar inn. 

Allir ráðherrar Viðreisnar leggja sitt af mörkum

Ráðherrarnir sem styrkja hátíðina í ár eru Bjarni Benediktsson forsætisráðherra, Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra, Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Þórdís Kolbrún Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Bjarni styrkir hátíðina nú fimmta árið í röð, en aðrir ráðherrar í fyrsta sinn. Þorgerður Katrín hafði þó einnig styrkt hátíðina þegar hún var menntamálaráðherra.

Athygli vekur að allir ráðherrar Viðreisnar styrkja hátíðina, en aðeins tveir af fimm ráðherrum Sjálfstæðisflokks. Hefur þingflokkur Viðreisnar meðal annars gert málefni hinsegin eldri borgara að umtalsefni á Alþingi, og því hugsanlega um stuðningsyfirlýsingu að ræða að sögn Gunnlaugs.

Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinseigin daga.
Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri Hinseigin daga. mbl.is/Árni Sæberg

Ísland ekki eins framarlega og margir telja

„Við algjörlega lítum svo á að þetta sé til marks um það að þetta séu ekki bara peningar og orðin tóm heldur aðilar sem vilja af alvöru beita sér fyrir þessu,“ segir Gunnlaugur. „Viðreisn hefur talað fyrir því og umræðan hefur verið á þann veg að það séu mál í undirbúningi svo við auðvitað bíðum og vonum að svo verði því nýjasta regnbogakortið sýnir að Ísland er ekki jafn framarlega og fólk hefur talið.“

Vísar Gunnlaugur þar í regnbogakort Evrópusamtakanna ILGA-Europe fyrir árið 2017, en þar uppfyllir Ísland einungis 47% skilyrða samanborið við 59% árið áður. Kortið sýnir lagalega stöðu og réttindi hinsegin fólks um alla Evrópu, en Ísland situr í 16. sæti, neðst af Norðurlöndunum og á svipuðum stað og Grikkland og Ungverjaland.

Það sem dregur Ísland helst niður á listanum er skortur á víðtækri jafnréttislöggjöf sem bannar mismunun á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna. Þá er löggjöf um réttindi transfólks ábótavant enda er enn krafist sjúkdómsgreiningar og læknismeðferðar til að einstaklingar geti fengið nafni sínu og kyni breytt í Þjóðskrá. Þá er ekki búið að banna ónauðsynleg inngrip í líkama intersex barna og líkamleg friðhelgi þeirra því ekki tryggð.

Regnbogakortið 2017.
Regnbogakortið 2017.

Ekki komin nógu langt lagalega

„Þetta eru fyrst og fremst atriði sem þyrfti að breyta með lagasetningu. Við vitum að við höfum náð langt félagslega en lagalega erum við enn ekki komin nógu langt. En ég hef fulla trú á því að það sé vilji í þinginu til að bregðast við því,“ segir Gunnlaugur.

Þá geta samkynhneigðir karlar enn ekki gefið blóð hér á landi, en árið 2015 sagði Kristján Þór Júlíusson, þá heilbrigðisráðherra, að leitað yrði leiða til að breyta gildandi regluverki svo það yrði heimilað. Enn hefur þó ekkert breyst. „Þetta er eitthvað sem hefur verið beðið eftir í mörg ár og við höfum séð það í löndum alls ekki langt frá okkur að verið er að endurskoða og milda þessar reglur,“ segir Gunnlaugur. „Ég held að það sýni því allir skilning að réttur blóðþega til að fá heilbrigt blóð er meiri en réttur þeirra sem vilja gefa, en við viljum að þetta verði skoðað í takt við þróunina í kringum okkur.“

Styrkirnir hafa táknrænt gildi

Reykja­vík­ur­borg er stærsti styrkt­araðili Hinseg­in daga, sem einnig njóta stuðnings fjölda fyr­ir­tækja. Þá er hátíðin einnig fjármögnuð með sölu varnings og miða á viðburði.

„Það er auðvitað breytilegt eftir árum hvaða ráðherrar ákveða að verja fé í hátíðina en við þiggjum þessa styrki með þökkum enda þurfum við á hverri krónu að halda,“ segir Gunnlaugur og bætir við að skipuleggjendur líti ekki síður svo á að styrkirnir hafi táknrænt gildi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Óvissa um framhaldið

Í gær, 21:33 Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman á torgi heilags Jaume í miðborg Barcelona í kvöld til að hlýða á ávarp Carles Puigdemont, forseta katalónsku heimastjórnarinnar. Skapti Hallgrímsson segir óvissu um næstu skref, en djúp gjá sé milli Barcelonabúa. Meira »

Best að vera í sæmilegu jarðsambandi

Í gær, 21:00 Í bókinni Fjallið sem yppti öxlum - Maður og náttúra fléttar höfundur saman fróðleik, vísindi og persónulegar minningar. Gísli Pálsson mannfræðingur stígur inn í eigin bók sem „ég-ið“; barnið og unglingurinn Gísli frá Bólstað sem og fræðimaðurinn. Meira »

Árekstur á Arnarneshæð

Í gær, 20:55 Árekstur varð á Arnarneshæðinni í Garðarbæ nú á níunda tímanum í kvöld þegar tveir fólksbílar skullu þar saman.  Meira »

Gæfa að bjarga mannslífi

Í gær, 20:05 „Ég man ekkert eftir áfallinu né atburðarásinni, nema rétt í svip andlit þessara dásamlegu kvenna sem veittu mér fyrstu hjálp,“ segir Ásdís Styrmisdóttir á Selfossi. Það var í upphafi tíma í vatnsleikfimi í sundlauginni þar í bæ sem Ásdís fór í hjartastopp og leið út af við laugarbakka. Meira »

Lottóvinningurinn gekk ekki út

Í gær, 20:03 Eng­inn var með all­ar töl­urn­ar rétt­ar í Lottó­inu í kvöld en rúmar sjö milljónir króna voru í pott­inum að þessu sinni. Einn var með fjór­ar töl­ur rétt­ar, auk bónustölu, og fær hver hann 308.600 krón­ur í sinn hlut. Meira »

Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í gær, 19:28 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, átti samskipti við lykilmenn hjá Glitni til jafns í gegnum netfang sitt hjá Alþingi og netfang sem hann hafði á vegum BNT hf., þar sem hann var stjórnarformaður á árunum fyrir hrun. Frá þessu er er greint á vef RÚV. Meira »

Snjallsímar sjaldan orsakavaldurinn

Í gær, 18:29 Samkvæmt rannsókn sem Neytenda- og öryggisstofnun Hollands hefur unnið að varðandi reiðhjólaslys kemur fram að notkun og áhrif snjallsíma eru hverfandi sem orsakavaldur slíkra slysa. Áfengi og samræður við aðra eru hins vegar mun líklegri til að hafa með slík slys að gera. Meira »

Nýjar íbúðir við Efstaleiti

Í gær, 19:05 Sala á nýjum íbúðum sunnan við Útvarpshúsið í Efstaleiti hefst um mánaðamótin. Íbúðirnar eru þær fyrstu sem rísa í nýju hverfi. Félagið Skuggi byggir íbúðirnar. Þær verða afhentar næsta sumar. Almennt munu ekki fylgja bílastæði með íbúðum sem eru minni en 60 fermetrar. Meira »

Slökkviliðið hafi eftirlit með aðgengi

Í gær, 18:20 Öryrkjabandalag Íslands skorar á þingmenn sem ná kjöri í komandi þingkosningum að beita sér fyrir því að eftirlit verði haft með aðgengi fatlaðra að byggingum. Meira »

Svona skammaði Lilja Gordon Brown

Í gær, 18:12 Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, var gestur Svala&Svavars á föstudagsmorgun. Hún talaði m.a. um stefnumál Framsóknarflokksins og sagði svo söguna af því þegar hún skammaði Gordon Brown, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir að hafa sett Ísland á hryðjuverkalista. Meira »

Héldu „alvöru afmæli“ fyrir Haniye

Í gær, 17:32 Tólf ára afmæli Haniye Maleki var haldið fyrr í dag, í annað skipti, en í sumar var haldið afmæli fyrir hana á Klambratúni. En þá var útlit fyrir að hún gæti haldið upp á það hérlendis, þar sem senda átti hana og föður hennar af landi brott á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Meira »

Alltaf upplýst um mál þjálfarans

Í gær, 17:12 Sundsamband Íslands (SSÍ)hefur ávalt upplýst um mál Hildar Erlu Gísladóttur, sem segir sögu sína af kynferðislegri misnotkun sundþjálfara í Fréttablaðinu í dag, frá því að það kom upp þegar fyrirspurnir hafa borist um sundþjálfarann. Þetta segir í yfirlýsingu sem SSÍ sendi frá sér nú síðdegis. Meira »

Ekki hægt að útiloka stærri skjálfta

Í gær, 16:42 Ekki er útilokað að enn stærri skjálftar verði á Suðurlandi á næstu dögum, hugsanlega af svipaðri stærð og Suðurlandsskjálftarnir 2008, sem mældust um 6 stig á Richter-kvarða. Meira »

Lögregla í New York brást íslenskri konu

Í gær, 16:15 Mál íslenskrar konu, sem var nauðgað í New York árið 2009, er notað sem dæmi um vanhæfni lögreglufulltrúa í New York, sem sakaður er um að hafa brugðist starfsskyldum sínum á ýmsan hátt. Meira »

Grímuklædd á fund stjórnmálaflokkanna

Í gær, 15:58 Nemendur og kennarar Lista­há­skólans hafa í dag heimsótt kosningaskrifstofur framboðslistanna í Reykjavík til að vekja athygli á húsnæðisvanda skólans. Grímu- og gallaklæddur hópurinn heimsótti m.a. kosningaskrifstofur Pírata og Sjálfstæðisflokksins og afhenti grjót úr þaki skólans. Meira »

Vilja svör við stjórnarskrármálinu

Í gær, 16:31 Nokkur hópur fólks mætti á kröfufund sem haldinn var á Austurvelli nú síðdegis. Yfirskrift fundarins var „Hvað varð um nýju stjórnarskrána?“ en fimm ár eru í dag liðinn frá því að þjóðartkvæðagreiðsla var haldin um stjórnarskrármálið. Meira »

Smitáhrif lítil af kynjakvótum

Í gær, 16:00 „Þrátt fyrir áhrif lagasetningarinnar á kynjasamsetninguna í stjórnum stærri fyrirtækja, þá hafa lögin ekki haft smitáhrif á kynjahlutfall smærri fyrirtækja. Lögin um kynjakvóta hafa ekki heldur haft smitáhrif í átt til fjölgunar stjórnarformanna sem neinu nemur,“ segir Guðbjörg. Meira »

Frambjóðendafjör á Kjötsúpudaginn

Í gær, 15:30 Hinn árlegi Kjötsúpudagur er haldinn á Skólavörðustígnum í dag. Líkt og fyrri ár var lítra eftir lítra af gómsætri kjötsúpu útdeilt til gesta og gangandi. Þetta ár var einnig efnt til Frambjóðendafjörs sem fór fram á heyvagni við Hegningarhúsið. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Allt þetta fólk Þormóðsslysið 18.2. 1943
Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson tók saman. Þormóðsslysið 18. febrúar 1943 var óg...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
2ja daga Lightroom námskeið 30.+ 31.okt.
LIGHTROOM NÁMSKEIÐ 30. OG 31. OKT. 2ja daga byrjenda námskeið í LIGHTROOM ...
HÁ -Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að g
HÁ-Emm tölvuviðgerðir Hér er hægt að gera við tölvur gegn vægu gjaldi!!! Er með ...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Uppboð á ökutökjum
Uppboð
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Haf...
L helgafell 6017101819 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017101819 IV/V Mynd af ...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...