Tvö hnífstungumál á Flúðum

Frá Flúðum.
Frá Flúðum. mbl.is/Sigurður Bogi

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar tvö hnífstungumál sem urðu á Flúðum um verslunarmannahelgina.

Aðfararnótt laugardagsins 5. ágúst er talið að ung kona hafi verið stungin með vasahnífi í hægra lærið þar sem hún var stödd við salernishús tjaldsvæðisins á Flúðum.

Hún var flutt af vinafólki á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem gert var að sárum hennar. Um minniháttar meiðsli var að ræða, að því er kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar.

Aðfararnótt sunnudagsins 6. ágúst tilkynnti ungur maður um hnífstungu sem hann sagðist hafa orðið fyrir þegar hann var staddur á jaðri unglingatjaldsvæðisins á Flúðum.

Meiðsli hans eru einnig talin minniháttar en hann var fluttur á sjúkrahús.

Lögreglan óskar eftir upplýsingum í tengslum við málin tvö í síma 444-2000, á Facebook-síðu hennar eða á netfangið sudurland@logreglan.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert