Úlfljótsvatni lokað fram yfir helgi

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka Úlfljótsvatni fram yfir helgi vegna magakveisu sem kom upp hjá erlendum skátum sem þar höfðust við. Fram kemur í fréttatilkynningu að heilbrigðiseftirlitið vinni að því að taka sýni og gera úttekt á staðnum.

Frétt mbl.is: „Þurfum að fylgjast með fólkinu“

„Skátarnir hafa tekið þá ákvörðun að loka staðnum fram yfir helgi á meðan beðið eftir niðurstöðu fyrstu sýna. Þeim skátum sem  ætluðu að dvelja þar um helgina verður komið fyrir í Hraunbyrgi  í Hafnarfirði kjósa þeir að þiggja það boð. Skátar eru úrræðagóðir og breyta dagskránni sinni í samræmi við það. Væntanlega verður ráðist í sótthreinsunarstarfssemi í samráði við heilbrigðiseftirlitið á Úlfljótsvatni á næstu dögum.“

Frétt mbl.is: Tug­ir skáta veikt­ust hast­ar­lega

Tugir skáta veiktust en talið er líklegast að um sé að ræða nóróveiru en eftir er að fá sýni úr ræktun til þess að staðfesta það. Samtals voru 175 skátar á Úlfljótsvatni og voru þeir fluttir í fjöldahjálparmiðstöð sem komið var upp í grunnskólanum í Hveragerði. Þar er þeim sem hafa einkenni haldið aðskildum frá þeim sem eru einkennalausir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert