Umhverfing númer eitt til fólksins

Hugsjóna- og listamenn F.v. Þórdís Alda Sigurðardóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur ...
Hugsjóna- og listamenn F.v. Þórdís Alda Sigurðardóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Rúrí. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fjórar myndlistarkonur opnuðu nýverið sýninguna Nr. 1 Umhverfing á Heilsustofnun Sauðárkróks og Safnahúsinu þar í bæ. Auk þess að sýna eigin verk leituðu þær eftir samstarfi við kollega sína sem rætur eiga að rekja í Skagafjörðinn. Markmiðið er að færa nútímamyndlist til almennings; fólks sem hefur ekki tækifæri til að njóta samtímalistar í nærumhverfi sínu í hefðbundnum sýningarsölum. Fleiri umhverfingar eru á döfinni annars staðar á landinu næstu árin.

Nafn sýningarinnar Nr. 1 Umhverfing, sem opnuð var með pompi og pragt á Heilsustofnun Sauðárkróks og Safnahúsinu þar í bæ 1. júlí, er ekki úr lausu lofti gripið. Það vísar til þess að fleiri sýningar verða settar upp með sama sniði í óhefðbundnum sýningarýmum umhverfis landið á næstu árum í samstarfi við heimamenn. Nr. 2 Umhverfing er handan hornsins þegar sú fyrsta verður tekin niður í næsta mánuði.

Hugmyndasmiðir og skipuleggjendur verkefnisins eru myndlistarmennirnir Anna Eyjólfsdóttir, sem jafnframt er sýningarstjóri, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og Þórdís Alda Sigurðardóttir, en verk þeirra munu mynda kjarna sýninganna á hverjum stað.

„Hugmyndin er að færa nútímamyndlist í húsnæði á ýmsum stöðum á landinu þar sem hvorki er hefð né sérhönnuð húsakynni fyrir listsýningar. Framtakið er viðleitni til að koma nútímalist til almennings; fólks sem hefur ekki tækifæri til að njóta samtímalistar í nærumhverfi sínu, eins og allir ættu að eiga rétt á. Án listar er lífið svo miklu snauðara en með list,“ segja Anna og Rúrí.

Menningarauki

Listamennirnir hafa sérstakan augastað á stöðum þar sem listinni er alla jafna ekki gert hátt undir höfði og aðgengi heimamanna sem og sjúklinga og vistmanna á sjúkrastofnunum að listaheiminum er augljóslega takmörkunum háð. Þær segja mikla áskorun fólgna í að setja upp listsýningu á slíkum stöðum. „Við höfum verið á faraldsfæti milli Reykjavíkur og Sauðárkróks frá því snemma í vor að undirbúa sýninguna og ræða við alla sem málið varðar. Til dæmis aðra listamenn sem rætur eiga að rekja í byggðarlagið og við buðum að sýna verk sín á sýningunni. Í rými sem hannað er fyrir allt annað en listsýningar getur verið snúið að finna nútímalist hentugan stað. Spyrja þarf hæstráðendur hvort setja megi þau upp þarna eða hinum megin, mæla allt í krók og kima, ganga frá uppsetningu verkanna og þar fram eftir götunum.“

Í tilefni sýningarinnar gáfu þær út veglega sýningarskrá með greinum eftir Margréti Elísabetu Ólafsdóttur, list- og fagurfræðing, og Jón Ormar Ormsson og hafa haft í mörg horn að líta. „Heilmikil vinna og mikið vafstur,“ segja þær.

En þær töldu umstangið ekki eftir sér, enda verkefnið fyrst og fremst sprottið af hugsjón og metnaði. Verkefnið fékk nokkurn styrk frá sveitarfélaginu og ýmsum stofnunum í bænum. „Við höfum mætt miklum velvilja forráðamanna beggja stofnana og alls starfsfólks þeirra, og hefur verið einstaklega gefandi að vinna með þeim, ásamt öllum listamönnunum. Sýningin hefur og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Heimamenn hafa fagnað þessum óvænta og jafnframt óhefðbundna menningarauka.“

Lífið og listin

Listaverkin á Nr. 1 Umhverfing skipta tugum og eru af ýmsum toga. Málverk, skúlptúrar, ljósmyndaverk, innsetningar og verk með textílívafi, svo fátt eitt sé talið. Þverskurður af íslenskri nútímamyndlist. Auk þess sem forsprakkarnir tefla fram eigin verkum eru þar listaverk níu annarra listamanna, sem allir hafa tengsl við byggðarlagið. „Nr. 2 Umhverfing mun að sama skapi hverfast að stórum hluta um verk listamanna sem tengjast viðkomandi héraði og einnig skiptum við út eigin verkum,“ útskýra Anna og Rúrí.

Listakonurnar ætla að fylgja sýningunni eftir allt til lokadags og kynna hana sem víðast. Þær hafa skoðað hana með áhugahópum og erlendum listamönnum og rabbað við þá um nútímalist í víðu samhengi. Með haustinu er í bígerð að bjóða grunn- og framhaldsskólanemendum upp á sams konar leiðsögn. „Við erum alltaf tilbúnar að ræða við gesti og gangandi um tilgang lífs og lista,“ segja þær.

Inntar nánar eftir því hver sá tilgangur sé fara þær að hlæja og Rúrí svarar: „Kirkjan hefur lengi átt erfitt með að útskýra þetta með tilgang lífsins, svo kannski höfum við ekki eina rétta svarið. En það er alltaf gaman og gagnlegt að ræða málin, þótt ekki fáist endanleg niðurstaða.“

„Aðalatriðið er að fólk, ekki síst sjúkir og aldraðir, velti lífinu fyrir sér í tengslum við og gegnum listina,“ segir Anna. „Með listina sem hjálpartæki,“ bætir Rúrí við og heldur áfram: „Á heilbrigðisstofnunum fer fram endurhæfing og sjúkraþjálfun fyrir líkamann. Sýning eins og Nr. 1 Umhverfing gæti þjónað sem endurhæfing fyrir andann og sálartetrið.“

Eins og umhverfingar úti um allt land á næstu árum væntanlega.

Innlent »

Vatnsleki á veitingastað á Smiðjuvegi

12:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna tveggja vatnsleka í morgun. Um níuleytið í morgun var slökkviliðið kallað í fyrirtæki á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar hafði vatnsleki komið upp á veitingastað og vatn síðan farið yfir í fyrirtækið við hliðina á. Meira »

Áfram svipuð öryggisgæsla

12:43 Öryggisgæslan á Menningarnótt verður með sama hætti og hefur verið á fjölmennum samkomum í sumar eins og á hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní og í Gleðigöngunni, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Finnst þetta besta starf í heimi“

12:38 „Þetta sýnir bara fram á að leikskólakennarar eru að vinna sitt starf af fagmennsku,“ segir varaformaður félags leikskólakennara, um niðurstöður nýlegrar könnunar meðal foreldra leikskólabarna sem sýna að 98 prósent foreldra telja að barninu þeirra líði vel og sé öruggt á leikskólanum Meira »

Viðrar vel til hlaupa og flugelda

11:50 Spár gera ráð fyrir hæglætisveðri á morgun þegar Menningarnótt verður haldin í 22. sinn í Reykjavík. Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni ættu því að geta sprett úr spori í ágætu veðri og sömuleiðis getur fólk notið þess að fylgjast með flugeldasýningu síðla kvölds. Meira »

Barcelona nærri hjarta Íslendinga

11:47 „Við viljum sýna að við stöndum með fólkinu í Katalóníu og Barcelona,“ segir Eric Lluent, sem hefur efnt til samstöðufundar á Austurvelli klukkan 17 í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona í gær. Eric er fæddur og uppalinn í borginni. Meira »

Aðeins 50% líkur á að ná meðallaunum

11:10 Formanni félags grunnskólakennara hugnast það ágætlega að skoða hvort veita megi kennurum tækifæri á að vera betur metnir að verðleikum með því að tengja laun meira álagi, ábyrgð og menntun, en gert hefur verið. Með því mætti hugsanlega hækka laun kennara og laða fleiri að starfinu. Meira »

Ölvaður rútubílstjóri sviptur réttindum

10:43 Rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, sem tekinn var fyrir ölvun við akstur um verslunarmannahelgina og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. „Við tökum mjög fljótt og hart á svona málum,“ segir Kristján Daníelsson, forstjóri Kynnisferða Meira »

Kúmentínsla í Viðey á sunnudag

10:43 Gestum Viðeyjar verður á sunnudag boðið að taka þátt í kúmentínslu, en hefð er komin fyrir kúmentínslu í eyjunni í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað. Meira »

Ásta ráðin sviðstjóri starfsmannasviðs HÍ

10:32 Ásta Möller hefur verið ráðin sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá 1. ágúst. Hún starfaði sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá því í byrjun ágúst í fyrra er hún var ráðin tímabundið til eins árs. Meira »

Lögregla rannsakar sjálfsvígið

09:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát ungs manns sem tók sitt eigið líf á geðdeild Landspítala aðfaranótt föstudagsins síðasta. Í samtali við mbl.is segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að ekki hafi borist kæra vegna atviksins, en lögregla rannsaki alltaf mál af þessu tagi. Meira »

Strekkings norðanátt á landinu í dag

08:40 Áframhaldandi strekkings norðanátt verður á landinu í dag með talsverðu vatnsveðri fyrir norðan, en víða verður léttskýjað syðra. Norðanátti gengur síðan niður á morgun og veður fer skánandi. Meira »

Ekki vitað um íslensk fórnarlömb

08:21 Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um að ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á meðal þeirra sem létu lífið eða særðust í hryðju­verk­inu í Barcelona í gærdag, þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks á Römblunni. Meira »

Plakat Loftleiða falt fyrir 65.000 kr.

08:18 Gamalt plakat frá flugfélaginu Loftleiðum, líklega frá árinu 1955, er nú til sölu á vefsíðunni eBay. Athygli vekur að verðmiðinn er um 600 Bandaríkjadalir, eða um 65 þúsund íslenskar krónur. Meira »

Fær ekki greiddar frekari bætur

07:37 Samgöngustofa hefur úrskurðað að kona sem ferðaðist til Rómar með Wow Air í september síðastliðnum fái ekki bætur umfram þær sem Wow Air hefur nú þegar boðið henni vegna fimm daga farangurstafa. Meira »

Nýtt torg við Hlemm

05:30 Hafinn er undirbúningur deiliskipulags fyrir Hlemmsvæðið í Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir að nýtt almenningstorg í líkingu við Austurvöll eða Lækjartorg verði þar sem nú er bílastæði við gamla banka- og pósthúsið við Rauðarárstíg. Meira »

Vilja reisa minnisvarða við Höfða

07:57 Bandaríska stríðsminnisvarðanefndin hefur sótt um leyfi til að reisa minnisvarða um seinni heimsstyrjöldina í Reykjavík.  Meira »

5 teknir við ölvunarakstur

06:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 30 ökumenn við eftirlit með ölvunarakstri í nótt. 25 þeirra reyndust vera undir mörkum, en bifreiðum þeirra var lagt og bíllyklar teknir í vörslu lögreglu að því er segir í dagbók lögreglu. Meira »

Fleiri vinna 40 stundir í viku

05:30 Um þriðjungur starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði segist nú vinna sléttar 40 stundir að jafnaði í venjulegri viku og er það 2,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Meira »
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Antík sófi, 100 ára, 100% eintak
Sófinn er óaðfinnanlegur í útliti. Mesta lengd : 130 cm Mesta dýpt : 64 c...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...