Umhverfing númer eitt til fólksins

Hugsjóna- og listamenn F.v. Þórdís Alda Sigurðardóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur ...
Hugsjóna- og listamenn F.v. Þórdís Alda Sigurðardóttir, Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Rúrí. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Fjórar myndlistarkonur opnuðu nýverið sýninguna Nr. 1 Umhverfing á Heilsustofnun Sauðárkróks og Safnahúsinu þar í bæ. Auk þess að sýna eigin verk leituðu þær eftir samstarfi við kollega sína sem rætur eiga að rekja í Skagafjörðinn. Markmiðið er að færa nútímamyndlist til almennings; fólks sem hefur ekki tækifæri til að njóta samtímalistar í nærumhverfi sínu í hefðbundnum sýningarsölum. Fleiri umhverfingar eru á döfinni annars staðar á landinu næstu árin.

Nafn sýningarinnar Nr. 1 Umhverfing, sem opnuð var með pompi og pragt á Heilsustofnun Sauðárkróks og Safnahúsinu þar í bæ 1. júlí, er ekki úr lausu lofti gripið. Það vísar til þess að fleiri sýningar verða settar upp með sama sniði í óhefðbundnum sýningarýmum umhverfis landið á næstu árum í samstarfi við heimamenn. Nr. 2 Umhverfing er handan hornsins þegar sú fyrsta verður tekin niður í næsta mánuði.

Hugmyndasmiðir og skipuleggjendur verkefnisins eru myndlistarmennirnir Anna Eyjólfsdóttir, sem jafnframt er sýningarstjóri, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí og Þórdís Alda Sigurðardóttir, en verk þeirra munu mynda kjarna sýninganna á hverjum stað.

„Hugmyndin er að færa nútímamyndlist í húsnæði á ýmsum stöðum á landinu þar sem hvorki er hefð né sérhönnuð húsakynni fyrir listsýningar. Framtakið er viðleitni til að koma nútímalist til almennings; fólks sem hefur ekki tækifæri til að njóta samtímalistar í nærumhverfi sínu, eins og allir ættu að eiga rétt á. Án listar er lífið svo miklu snauðara en með list,“ segja Anna og Rúrí.

Menningarauki

Listamennirnir hafa sérstakan augastað á stöðum þar sem listinni er alla jafna ekki gert hátt undir höfði og aðgengi heimamanna sem og sjúklinga og vistmanna á sjúkrastofnunum að listaheiminum er augljóslega takmörkunum háð. Þær segja mikla áskorun fólgna í að setja upp listsýningu á slíkum stöðum. „Við höfum verið á faraldsfæti milli Reykjavíkur og Sauðárkróks frá því snemma í vor að undirbúa sýninguna og ræða við alla sem málið varðar. Til dæmis aðra listamenn sem rætur eiga að rekja í byggðarlagið og við buðum að sýna verk sín á sýningunni. Í rými sem hannað er fyrir allt annað en listsýningar getur verið snúið að finna nútímalist hentugan stað. Spyrja þarf hæstráðendur hvort setja megi þau upp þarna eða hinum megin, mæla allt í krók og kima, ganga frá uppsetningu verkanna og þar fram eftir götunum.“

Í tilefni sýningarinnar gáfu þær út veglega sýningarskrá með greinum eftir Margréti Elísabetu Ólafsdóttur, list- og fagurfræðing, og Jón Ormar Ormsson og hafa haft í mörg horn að líta. „Heilmikil vinna og mikið vafstur,“ segja þær.

En þær töldu umstangið ekki eftir sér, enda verkefnið fyrst og fremst sprottið af hugsjón og metnaði. Verkefnið fékk nokkurn styrk frá sveitarfélaginu og ýmsum stofnunum í bænum. „Við höfum mætt miklum velvilja forráðamanna beggja stofnana og alls starfsfólks þeirra, og hefur verið einstaklega gefandi að vinna með þeim, ásamt öllum listamönnunum. Sýningin hefur og fengið mjög jákvæð viðbrögð. Heimamenn hafa fagnað þessum óvænta og jafnframt óhefðbundna menningarauka.“

Lífið og listin

Listaverkin á Nr. 1 Umhverfing skipta tugum og eru af ýmsum toga. Málverk, skúlptúrar, ljósmyndaverk, innsetningar og verk með textílívafi, svo fátt eitt sé talið. Þverskurður af íslenskri nútímamyndlist. Auk þess sem forsprakkarnir tefla fram eigin verkum eru þar listaverk níu annarra listamanna, sem allir hafa tengsl við byggðarlagið. „Nr. 2 Umhverfing mun að sama skapi hverfast að stórum hluta um verk listamanna sem tengjast viðkomandi héraði og einnig skiptum við út eigin verkum,“ útskýra Anna og Rúrí.

Listakonurnar ætla að fylgja sýningunni eftir allt til lokadags og kynna hana sem víðast. Þær hafa skoðað hana með áhugahópum og erlendum listamönnum og rabbað við þá um nútímalist í víðu samhengi. Með haustinu er í bígerð að bjóða grunn- og framhaldsskólanemendum upp á sams konar leiðsögn. „Við erum alltaf tilbúnar að ræða við gesti og gangandi um tilgang lífs og lista,“ segja þær.

Inntar nánar eftir því hver sá tilgangur sé fara þær að hlæja og Rúrí svarar: „Kirkjan hefur lengi átt erfitt með að útskýra þetta með tilgang lífsins, svo kannski höfum við ekki eina rétta svarið. En það er alltaf gaman og gagnlegt að ræða málin, þótt ekki fáist endanleg niðurstaða.“

„Aðalatriðið er að fólk, ekki síst sjúkir og aldraðir, velti lífinu fyrir sér í tengslum við og gegnum listina,“ segir Anna. „Með listina sem hjálpartæki,“ bætir Rúrí við og heldur áfram: „Á heilbrigðisstofnunum fer fram endurhæfing og sjúkraþjálfun fyrir líkamann. Sýning eins og Nr. 1 Umhverfing gæti þjónað sem endurhæfing fyrir andann og sálartetrið.“

Eins og umhverfingar úti um allt land á næstu árum væntanlega.

Innlent »

Nokkrir bílar út af við Bólstaðarhlíð

21:50 Flutningabifreið með tengivagn valt út af veginum í Bólstaðahlíðarbrekku nú í kvöld. Ökumanninn sakar ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Í það minnsta tveir aðrir bílar hafa farið út af veginum í brekkunni og þar eru fleiri bílar í vandræðum. Meira »

Norðanhvassviðri og éljagangur

21:11 Veðurstofan vekur athygli á því að appelsínugul og gul viðvörun er í gildi víða um land og gilda þær fram eftir föstudegi. Snjókoma eða slydda er á norðanverðu landinu og er vegum víða um land lokað vegna slæmrar færðar og veðurs. Meira »

„Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“

20:45 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, veltir því fyrir sér á Facebook-síðu sinni í dag hvers vegna fulltrúar flokkanna sem hafa tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðum eftir kosningar gefi sér mun lengri tíma núna en þegar stjórnarandstöðuflokkarnir fengu umboðið. Meira »

„Búið að vera gaman allan tímann“

20:30 Söngleikurinn Móglí verður frumsýndur í Borgarnesi á morgun í tilefni af 50 ára afmæli Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Um 50 börn og fullorðnir sem hafa æft síðan í ágúst taka þátt í sýningunni. Halldóra Rósa Björnsdóttir leikkona leikstýrir verkinu. Meira »

Ítölsk hjartahlýja við Laugaveg

19:59 Á bakka í glerborði liggja bústnar og ávalar kryddpylsur. Þær fá félagsskap af handlöguðu pasta sem er sérinnflutt frá Ítalíu og vel þroskuðum osti sem er kominn langt fram á leikskólaaldur. Meira »

Sagði Svein saklausan og á flótta

19:07 Þorgils Þorgilsson, verjandi í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni, sagði við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að málið væri að mörgu leyti margslungið. Hann sagði að frá upphafi hafi lögreglan haft þá óra að um handrukkun hafi verið að ræða. Meira »

Holtavörðuheiði lokuð í dag

18:22 Aðgerðum lögreglu er lokið á Holtavörðuheiði en þrír slösuðust þar fyrr í dag þegar sjö bílar lentu í árekstri. Þeir sem slösuðust voru fluttir á á sjúkra­húsið á Akra­nesi eða á heilsu­gæslu­stöðina í Borg­ar­nesi en ekki er talið að meiðsli þeirra séu alvarleg. Meira »

Forsetaframbjóðandi á Bessastöðum

18:50 „Við hjónin hittumst og áttum gott spjall um lífið og tilveruna og hin ýmsu mál samfélagins,“ segir Halla Tómasdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Meira »

Hafa upplýsingar um fleiri tilfelli

18:01 „Þetta er umfangsmikið mál,“ sagði Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karl og kona voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhald til 6. desember vegna rannsóknar á umfangsmikilli vændisstarfssemi. Meira »

Svikahrappar senda fölsk fyrirmæli

17:08 Landsbankinn varar á heimasíðu sinni við svikahröppum sem senda út falska tölvupósta. Fram kemur í frétt á vef bankans að hrapparnir sendi fölsk fyrirmæli til starfsfólks fyrirtækja um að millifæra fé á erlenda bankareiknina. Á þessu hefur borið undanfarna daga. Meira »

„Þetta voru ákaflega vímaðir menn“

16:37 Mönnunum tveimur sem réðust á fimm ára barn í aftursæti bifreiðar við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar síðdegis í gær hefur verið sleppt. Þeir voru yfirheyrðir í dag en ekki þótti ástæða til að krefjast þess að þeir yrðu hnepptir í gæsluvarðhald. Meira »

Snjónum kyngir niður á Hólum

16:17 Snjóþungt er á Hólum í Hjaltadal en allt skólahald þar var fellt niður í dag vegna veðurs, eins og víðar í nágrenninu. Éljagangur og mikill vindur er nú í Skagafirði og ýmsir vegir illfærir. Meira »

„Voru þetta mistök hjá höfundunum?“

16:07 „Voru þetta mistök hjá höfundum þessa frumvarps eða eru þar embættismenn að verki sem bera litla virðingu fyrir iðnnámi eða líta það hornauga sem óæðra nám en háskólanám?“ spyr Níels Sigurður Olgeirsson, formaður MATVÍS, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Meira »

Sýknaður í 80 milljóna kr. fjárdráttarmáli

15:45 Hæstiréttur hefur sýknað mann sem var dæmdur í 9 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir fjárdrátt, en hann var sakaður um að hafa dregið að sér 79 milljónir króna úr einkahlutafélagi sem hann átti helmingshlut í. Meira »

Flokkarnir nálgast lendingu

15:38 „Við teljum að við séum að nálgast það að við getum lent þessu máli,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, í samtali við mbl.is. Formenn VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sitja nú á fundi í ráðherrabústaðnum þar sem stjórnarmyndunarviðræður flokkanna halda áfram. Meira »

Þingið álykti um landsdómsmálið

15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á komandi þingi þess efnis að rangt hafi verið að ákæra Geir H. Haarde. Þetta upplýsir hann í pistli á heimasíðu sinni. Meira »

Ræningjunum sleppt úr haldi

15:39 Þremenningunum, sem réðust á mann á sjötugsaldri á heimili hans í vesturhluta Kópavogs á þriðjudagskvöld, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöldi eftir yfirheyrslur. Lögregla mun ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum, sem höfðu fartölvu og yfirhafnir með sér úr húsi mannsins. Meira »

„Var hugsað sem pólitísk aðför“

15:33 „Þrátt fyrir að dómstólinn hafi komist að þeirri niðurstöðu að lögin um landsdóm standist Mannréttindasáttmálann breytir það ekki þeirri niðurstöðu sem ég held að flestir séu sammála um að atkvæðagreiðslan á Alþingi var pólitísk.“ Þetta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, í samtali við mbl.is. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Borðstofustólar til sölu
Til sölu 10 stk. af notuðum borðstofustólum, seljast helst saman. 1.500 kr. stk...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar Sv...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...