Yngsti sem veiktist er níu ára

Það versta er gengið yfir og fáir eru nú með …
Það versta er gengið yfir og fáir eru nú með einkenni veirunnar segir Sigurður Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Líkur eru á að nóró-veiran sem 63 skátar veiktust af á Úlfljótsvatni hafi smitast í gegnum mat eða drykk. Sá yngsti sem veiktist er 9 ára og mest voru það börn og unglingar sem veiktust. Þetta segir Sigurður Hjörtur Kristjánsson umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi.

Versta gengið yfir

„Þetta versta er gengið yfir, það eru sennilega 4-6 sem eru með einkenni núna,“ segir Hjörtur í samtali við mbl.is. Hann segir engan útskrifaðan nema eiga í önnur hús að vernda. „Skátarnir og Rauði krossinn eru búin að vera að vinna í því að útvega fólkinu athvarf,“ segir Hjörtur.

„Það er kannski ekki hver sem er sem vill fá fólk sem er með hugsanlegt smit en það er alltaf spurning um hvort óttinn er raunverulegur, það er náttúrulega alltaf hægt að sótthreinsa húsnæðið á eftir,“ segir hann.

Sem stendur eru 2-3 heilbrigðisstarfsmenn að störfum á fjöldahjálparstöðinni að hlúa að þeim sem þurfa á því að halda. „Svo er Rauði krossinn búinn að standa sig mjög vel og á hrós skilið fyrir sitt innlegg í þessu.“

Líkur á smiti í gegnum vatn eða mat

Að sögn Hjartar er nóró-veiran mjög smitandi í gegnum snertingu og berst hún svo ofan í meltingarveginn. Ekki hefur fengið staðfest hvernig veiran kom upp í byrjun. „Manni finnst ekkert ólíklegt að þetta hafi farið í gegnum mat eða vatn því þetta voru svo margir sem veiktust í einu,“ segir Hjörtur en heilbrigðiseftirlitið er búið að taka sýni frá svæðinu og á eftir að koma niðurstaða úr þeim.

„Það er bara fjöldinn af fólki sem þurfti að sinna sem gerir þetta að stærri viðburði, ekki alvarleikinn,“ segir hann og bætir við að enginn sé alvarlega veikur. „Ef þetta hefði verið alvarlegur sýkill þá hefði þetta orðið það sem maður kallar almannavarnarástand."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert