Hafa lækkað úr 12-14 kr. í 1 kr.

Lækkun fyrir lúkningu símtala hefur haft veruleg áhrif á hag …
Lækkun fyrir lúkningu símtala hefur haft veruleg áhrif á hag neytenda að mati forstjóra PFS.

Hámarksverð fyrir upphaf og lúkningu símtala í farsímanetum símafyrirtækjanna hefur lækkað stórum skrefum á umliðnum árum og gæti orðið í fyrsta skipti undir einni krónu á mínútuna frá næstu áramótum.

„Vissulega hefur þetta haft veruleg áhrif á hag neytenda,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. „Lúkningarverðið var 12 til 14 krónur fyrir ekkert svo mörgum árum og auk þess var það mismunandi á milli fyrirtækjanna,“ segir hann í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Það skipti máli hvort þú varst að hringja innan (farsímanets) þíns símafyrirtækis eða ekki. Nú er þetta verð orðið verulega miklu lægra og í öðru lagi eru það orðið eins hjá öllum fyrirtækjunum. Ábati neytenda af þessu er að verðið hefur beinlínis lækkað enda eru farsímaáskriftir í dag seldar á grundvelli gagnapakka en ekki talmínútna nema í undantekningartilvikum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert