Kærður fyrir ölvunarakstur í 10. sinn

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Fimm ökumenn voru stöðvaðir af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Í einu tilfellinu var ökumaðurinn einnig grunaður um að aka sviptur ökuréttindum. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að þetta sé líklega í tíunda sinn sem hann er kærður fyrir ölvun við akstur og var honum nokkuð sama þegar lögreglumenn kynntu honum stöðuna.

Um þrjúleytið í nótt var ölvaður maður handtekinn í Þingholtsstræti en lögregla hafði ítrekað verið kölluð til vegna hans þar sem hann hafði verið til vandræða. Maðurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Ölvaður maður var handtekinn um eittleytið í nótt grunaður um heimilisofbeldi. Hann var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Um tvöleytið í nótt var bifreið stöðvuð á Kársnesbraut. Hún var með röng skráningarnúmer og ótryggð. Númerið var klippt af. Ökumaðurinn var án réttinda, enda hefur hann aldrei öðlast ökuréttindi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert