Máni heimsmeistari í fimmgangi

Máni á Presti í Hollandi í dag.
Máni á Presti í Hollandi í dag. Ljósmynd/Aðsend

Máni Hilmarsson á Presti frá Borgarnesi varð í dag heimsmeistari í fimmgangi ungmenna á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi.

Sýning hans þótti örugg, gangtegundirnar jafnar en skeiðið langbest, og hefur hann því rétt á að verja titil sinn eftir tvö ár í Berlín.

Því miður voru tvö ungmenni dæmd úr leik þar sem hestar þeirra stóðust ekki heilbrigðisskoðun eftir úrslitin, samkvæmt upplýsingum mbl.is.

Á eftir Mána voru þær Sasha Sommer frá Danmörku í 2. sæti og Elsa Teverud frá Svíþjóð í því þriðja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert