Of lítið áætlað til útlendingamála

Gert er ráð fyrir að framlög ríkisins til málefna útlendinga og hælisleitenda verði tvöfalt hærri en áætlað var við fjárlagagerð.

Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir líklegt að heildarútgjöld ríkisins til málaflokksins á þessu ári verði á sjötta milljarð króna.

„Nú er ég aðeins ryðgaður í tölunum, hef ekki notað þær í traktornum í sumar. Það eru um 2,5 milljarðar áætlaðir í málaflokkinn og samkvæmt grófum framreikningi sem við vorum með í maí gat þetta stefnt í 2,5-3,0 milljarða í umframkeyrslu. Það var einfaldlega of lítið áætlað í þetta í fjárlagagerðinni í fyrra,“ segir Haraldur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert