Orðið erfiðara að ráða starfsfólk

Þó ekki sé komin upp mannekla á dvalar- og hjúkrunarheimilum …
Þó ekki sé komin upp mannekla á dvalar- og hjúkrunarheimilum hafa stjórnendur fundið fyrir því að erfiðara sé að ráða starfsfólk en áður. mbl.is/Hanna

Hjúkrunarheimili eru almennt ekki farin að glíma við vandamál vegna skorts á starfsfólki og manneklu líkt og leikskólar hafa átt við að stríða að undanförnu.

Merki eru þó um að erfiðara gæti reynst að manna öll störf á heimilunum en verið hefur ef fram heldur sem horfir, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

„Við höfum aðeins fundið fyrir því síðasta árið að farið er að verða erfiðara að ráða starfsfólk en það er misjafnt eftir hjúkrunarheimilum,“ segir Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Hann er jafnframt forstjóri Hrafnistuheimilanna og segir mönnun starfa þar ágæta enn sem komið er.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert