Ræða vanda sauðfjárbænda

Bráður vandi blasir við sauðfjárbændum í haust.
Bráður vandi blasir við sauðfjárbændum í haust. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Atvinnuveganefnd Alþingis mun halda tvo fundi í næstu viku um þann vanda sem blasir við sauðfjárbændum, að sögn Páls Magnússonar, formanns nefndarinnar.

Útflutningur á kindakjöti hefur skilað miklu minni tekjum en áður auk þess sem birgðir hafa safnast upp í landinu. Á þriðjudaginn fundar atvinnuveganefnd með forystumönnum bænda og á föstudaginn kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til fundar við nefndina.

Páll hefur á síðustu vikum heimsótt nokkra bændur og forystumenn afurðastöðva til að kynna sér stöðuna. Á mánudaginn ætlar hann að hitta formann Landssamtaka sauðfjárbænda, Oddnýju Steinu Valsdóttur í Butru. „Ég hef verið að setja mig inn í stöðu sauðfjárbænda í landinu, sem er mjög erfið, og haustið lítur ekki vel út,“ segir Páll í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert