Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss

mbl.is/Kristján Johannessen

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna umferðarslyss á Suðurlandsvegi rétt vestan við Selfoss eftir hádegi í dag. Þetta staðfestir Landhelgisgæslan í samtali við mbl.is. Þyrlan lenti á slysstað um þrjúleytið og er lögð af stað til Reykjavíkur með slasaða.

Löng bílalest hefur myndast vegna slyssins.
Löng bílalest hefur myndast vegna slyssins. mbl.is/Kristján Johannessen

Slökkvilið, lögregla og sjúkralið eru enn á staðnum og var Suðurlandsvegi lokað við Selfoss um tíma, en búið er að opna aftur fyrir umferð. Löng bílalest myndaðist undir Ingólfsfjalli og allt að Hveragerði. Einhverjar tafir eru því enn á umferð. Kranabíll er kominn á vettvang og verið er að fjarlega jeppabifreið af slysstað.

Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um tildrög slyssins eða líðan fólks. 

Þyrlan er lögð af stað til Reykjavíkur.
Þyrlan er lögð af stað til Reykjavíkur. mbl.is/Kristján Johannessen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert