Komin í mark eftir 290 kílómetra

Mynd/Glacier 360

Fjalla­hjól­reiðakeppn­inni WOW Glacier 360 lauk fyrr í dag þegar keppendur hjóluðu frá Hveravöllum í mark fyrir ofan Gullfoss. Í keppn­inni var hjólað í kring­um Lang­jök­ul á þrem­ur dög­um, sam­tals 290 kíló­metra. Dag­leiðirn­ar voru á bil­inu 85 til 111 km lang­ar.

Mynd/Glacier 360

Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Made in Mountains, segir lokasprettinn hafa gengið mjög vel í dag og komu keppendur í mark við Gullfoss í einmuna veðurblíðu. Nú slaka keppendur á í sundi í Úthlíð og slegið verður upp grillveislu. Verðlaunaafhending fer svo fram í kjölfarið. 

Mynd/Glacier 360

WOW Glacier 360 var haldin í fyrsta skipti í fyrra og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Eingöngu var keppt var í paraflokkum, en þeim var skipt í nokkra flokka; svokallaðan elite-flokk karla og kvenna þar sem keppendur í alþjóða hjólreiðasambandinu fá alþjóðleg stig fyrir þátttökuna, hefðbundinn flokk karla og kvenna, flokk 40 ára og eldri og flokk 50 ára og eldri. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin.

Mynd/Glacier 360

ELITE KARLAR

Úrslit:

 1. sæti: Team Trek Sparebaken Hedmark Anders Fiskvik og Eirik Fiskvik (Noregur). Heildartími: 11:37:22
 2. sæti: Team FujiBikes Rockets Michael Schuchardt og Christopher Maletz (Þýskaland). Heildartími: 11:54:10
 3. sæti: Liberty Seguros - Abax Greg Saw (Ástralíumaður frá Noregi) og David Rosa (Portúgalskur). Heildartími: 11:59:53

ELITE KONUR

 1. sæti: Morgunblaðið 2. Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir og Anna Kristín Pétursdóttir. Heildartími: 16:50:09
 2. sæti: Garmin Specialized. Ágústa Edda Björnsdóttir og Kristrún Lilja Júlíusdóttir. Heildartími: 18:54:46
 3. sæti N/A voru ekki fleiri

KARLAR

 1. sæti Team Grey. Arnar Gauti Reynisson og Magnús Sigurjónsson. Heildartími:  14:30:10
 2. sæti Powerbar South Africa. Gregg Grobler og Rowan Grobler (Bretland)Heildartími: 14:43:18
 3. sæti Shimano Europe. Dennis Schmitz (Belgium) og Pieter Vincent (Holland). Heildartími: 18:19:35

KONUR

 1. sæti: Strongher.cc. Catriona Sutherland og Juliet Elliot (Skotland). Heildartími: 17:36:00
 2. sæti: Adventure212/Specialized. Bandaríkin Heildartími: 18:08:28.8
 3. Sæti: Team Nonstop. Kym Nonstop (USA) og Juliet Elliot (UK). Heildartími: 21:46:05

MASTERS (40 ára og eldri)

1.sæti: Bumbuloni. Matthías Guðmundsson og Kristján Árni Jakobsson. Ísland. Tími:       13:45:24

2. sæti: Adventure212/Specialized. Chris Peariso og Rob Angelo. Bandaríkin. Heildartími: 13:53:59.7

3. sæti: Double D. Davíð Albertsson og Daði Hendricusson Ísland. Heildartími: 14:52:02.6

GRAND MASTERS (50 ára og eldri)

1.sæti: Kihlborg. Oskar Kihlborg og Patrik Kihlborg. Svíþjóð. Heildartími 16:21:20

2. sæti: Team Asseco. Søren Steffensen og Torben Richard Faldholt. Denmark. Heildartími: 16:46:16

3. sæti: IT CHAMPIONS. Jan Kren og Robert Tachovsky. Tékklandi. Heildartími: 16:52:02

Mynd/Glacier 360
Mynd/Glacier 360
Mynd/Glacier 360
Mynd/Glacier 360
mbl.is

Innlent »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur frma í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Falast eftir kortaupplýsingum með greiðsluloforði

18:43 Svindlarar eru sagðir nota nú nafn Símans til að falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks með ósannindum um endurgreiðslu. Í fréttatilkynningu sem Síminn hefur sent frá sér um málið eru þeir viðskiptavinir sem fengið hafa póstinn beðnir um að hafa varann á. Meira »

Lík af karlmanni fannst í Fossvogi

18:41 Lík af karlmanni fannst í Fossvoginum um fjögurleytið í gærdag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Ákvörðun um tilfærslu var tímabundin

17:44 Ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, að flytja Aldísi Hilmarsdóttur, þáverandi yfirmann fíkniefnadeildar lögreglunnar, til í starfi tímabundið getur ekki fallið undir að vera stjórnvaldsákvörðun þar sem hún var tímabundin og fól ekki í sér skerðingu á launakjörum eða réttindum. Meira »

Svandís styður átak kvenna í læknastétt

16:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra styður aðgerðir kvenna í læknastétt til að uppræta kynbundið áreiti, ofbeldi og mismunun í starfi. Í fréttatilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að ráðherra hvetji konur og karla í heilbrigðisstéttum til að taka höndum saman og uppræta vandan. Meira »

Ísland valið fegursti tökustaðurinn

15:12 Ísland var valið fegursti tökustaðurinn á alþjóðlegu verðlaunahátíðinni International Film Business Awards í byrjun desember. Verðlaunaafhendingin fór fram í tengslum við Indywood Film Carnival sem er ein stærsta sölu- og kynningarhátíð kvikmyndageirans og haldin er á Indlandi. Meira »

Vantar starfsfólk á þriðjung leikskóla

17:10 Í byrjun desember voru 40 af 62 leikskólum í Reykjavík fullmannaðir, en í 22 leikskóla vantar samanlagt rúmlega 30 starfsmenn, í flestum tilfellum í hálfa stöðu. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar, en upplýsingarnar eru fengnar frá stjórnendum í skóla og frístundastarfi borgarinnar. Meira »

Ríkið sýknað í máli Aldísar

15:43 Íslenska ríkið var í dag sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kæru Aldísar Hilmarsdóttur, fyrrverandi yfirmanns fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fór hún fram á ógildingu á tilfærslu í starfi og bætur vegna þess og eineltis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu lögreglustjóra. Meira »

Anna María er varaformaður KÍ

14:47 Anna María Gunnarsdóttir er nýr varaformaður Kennarasambands Íslands. Hún hlaut 1.653 atkvæði eða 52,86% greiddra atkvæða. Fjórir félagsmenn KÍ buðu sig fram í embættið. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Ræstingavagn
Til sölu 2 Ræstingavagnar kr: 9,900,- Keyptir hjá Rekstrarvörum. uppl: 869120...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 8/1, 5/2, 5/3, 2/4, 30/4, 28/5, 25/6...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...