Komin í mark eftir 290 kílómetra

Mynd/Glacier 360

Fjalla­hjól­reiðakeppn­inni WOW Glacier 360 lauk fyrr í dag þegar keppendur hjóluðu frá Hveravöllum í mark fyrir ofan Gullfoss. Í keppn­inni var hjólað í kring­um Lang­jök­ul á þrem­ur dög­um, sam­tals 290 kíló­metra. Dag­leiðirn­ar voru á bil­inu 85 til 111 km lang­ar.

Mynd/Glacier 360

Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Made in Mountains, segir lokasprettinn hafa gengið mjög vel í dag og komu keppendur í mark við Gullfoss í einmuna veðurblíðu. Nú slaka keppendur á í sundi í Úthlíð og slegið verður upp grillveislu. Verðlaunaafhending fer svo fram í kjölfarið. 

Mynd/Glacier 360

WOW Glacier 360 var haldin í fyrsta skipti í fyrra og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Eingöngu var keppt var í paraflokkum, en þeim var skipt í nokkra flokka; svokallaðan elite-flokk karla og kvenna þar sem keppendur í alþjóða hjólreiðasambandinu fá alþjóðleg stig fyrir þátttökuna, hefðbundinn flokk karla og kvenna, flokk 40 ára og eldri og flokk 50 ára og eldri. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin.

Mynd/Glacier 360

ELITE KARLAR

Úrslit:

 1. sæti: Team Trek Sparebaken Hedmark Anders Fiskvik og Eirik Fiskvik (Noregur). Heildartími: 11:37:22
 2. sæti: Team FujiBikes Rockets Michael Schuchardt og Christopher Maletz (Þýskaland). Heildartími: 11:54:10
 3. sæti: Liberty Seguros - Abax Greg Saw (Ástralíumaður frá Noregi) og David Rosa (Portúgalskur). Heildartími: 11:59:53

ELITE KONUR

 1. sæti: Morgunblaðið 2. Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir og Anna Kristín Pétursdóttir. Heildartími: 16:50:09
 2. sæti: Garmin Specialized. Ágústa Edda Björnsdóttir og Kristrún Lilja Júlíusdóttir. Heildartími: 18:54:46
 3. sæti N/A voru ekki fleiri

KARLAR

 1. sæti Team Grey. Arnar Gauti Reynisson og Magnús Sigurjónsson. Heildartími:  14:30:10
 2. sæti Powerbar South Africa. Gregg Grobler og Rowan Grobler (Bretland)Heildartími: 14:43:18
 3. sæti Shimano Europe. Dennis Schmitz (Belgium) og Pieter Vincent (Holland). Heildartími: 18:19:35

KONUR

 1. sæti: Strongher.cc. Catriona Sutherland og Juliet Elliot (Skotland). Heildartími: 17:36:00
 2. sæti: Adventure212/Specialized. Bandaríkin Heildartími: 18:08:28.8
 3. Sæti: Team Nonstop. Kym Nonstop (USA) og Juliet Elliot (UK). Heildartími: 21:46:05

MASTERS (40 ára og eldri)

1.sæti: Bumbuloni. Matthías Guðmundsson og Kristján Árni Jakobsson. Ísland. Tími:       13:45:24

2. sæti: Adventure212/Specialized. Chris Peariso og Rob Angelo. Bandaríkin. Heildartími: 13:53:59.7

3. sæti: Double D. Davíð Albertsson og Daði Hendricusson Ísland. Heildartími: 14:52:02.6

GRAND MASTERS (50 ára og eldri)

1.sæti: Kihlborg. Oskar Kihlborg og Patrik Kihlborg. Svíþjóð. Heildartími 16:21:20

2. sæti: Team Asseco. Søren Steffensen og Torben Richard Faldholt. Denmark. Heildartími: 16:46:16

3. sæti: IT CHAMPIONS. Jan Kren og Robert Tachovsky. Tékklandi. Heildartími: 16:52:02

Mynd/Glacier 360
Mynd/Glacier 360
Mynd/Glacier 360
Mynd/Glacier 360
mbl.is

Innlent »

Vatnsleki á veitingastað á Smiðjuvegi

12:44 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna tveggja vatnsleka í morgun. Um níuleytið í morgun var slökkviliðið kallað í fyrirtæki á Smiðjuveginum í Kópavogi. Þar hafði vatnsleki komið upp á veitingastað og vatn síðan farið yfir í fyrirtækið við hliðina á. Meira »

Áfram svipuð öryggisgæsla

12:43 Öryggisgæslan á Menningarnótt verður með sama hætti og hefur verið á fjölmennum samkomum í sumar eins og á hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn 17. júní og í Gleðigöngunni, að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

„Finnst þetta besta starf í heimi“

12:38 „Þetta sýnir bara fram á að leikskólakennarar eru að vinna sitt starf af fagmennsku,“ segir varaformaður félags leikskólakennara, um niðurstöður nýlegrar könnunar meðal foreldra leikskólabarna sem sýna að 98 prósent foreldra telja að barninu þeirra líði vel og sé öruggt á leikskólanum Meira »

Viðrar vel til hlaupa og flugelda

11:50 Spár gera ráð fyrir hæglætisveðri á morgun þegar Menningarnótt verður haldin í 22. sinn í Reykjavík. Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni ættu því að geta sprett úr spori í ágætu veðri og sömuleiðis getur fólk notið þess að fylgjast með flugeldasýningu síðla kvölds. Meira »

Barcelona nærri hjarta Íslendinga

11:47 „Við viljum sýna að við stöndum með fólkinu í Katalóníu og Barcelona,“ segir Eric Lluent, sem hefur efnt til samstöðufundar á Austurvelli klukkan 17 í dag vegna hryðjuverkanna í Barcelona í gær. Eric er fæddur og uppalinn í borginni. Meira »

Aðeins 50% líkur á að ná meðallaunum

11:10 Formanni félags grunnskólakennara hugnast það ágætlega að skoða hvort veita megi kennurum tækifæri á að vera betur metnir að verðleikum með því að tengja laun meira álagi, ábyrgð og menntun, en gert hefur verið. Með því mætti hugsanlega hækka laun kennara og laða fleiri að starfinu. Meira »

Ölvaður rútubílstjóri sviptur réttindum

10:43 Rútubílstjóri hjá Kynnisferðum, sem tekinn var fyrir ölvun við akstur um verslunarmannahelgina og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, starfar ekki lengur hjá fyrirtækinu. „Við tökum mjög fljótt og hart á svona málum,“ segir Kristján Daníelsson, forstjóri Kynnisferða Meira »

Kúmentínsla í Viðey á sunnudag

10:43 Gestum Viðeyjar verður á sunnudag boðið að taka þátt í kúmentínslu, en hefð er komin fyrir kúmentínslu í eyjunni í ágústlok þegar kúmenið er orðið þroskað. Meira »

Ásta ráðin sviðstjóri starfsmannasviðs HÍ

10:32 Ásta Möller hefur verið ráðin sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá 1. ágúst. Hún starfaði sem sviðsstjóri starfsmannasviðs Háskóla Íslands frá því í byrjun ágúst í fyrra er hún var ráðin tímabundið til eins árs. Meira »

Lögregla rannsakar sjálfsvígið

09:48 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú andlát ungs manns sem tók sitt eigið líf á geðdeild Landspítala aðfaranótt föstudagsins síðasta. Í samtali við mbl.is segir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn að ekki hafi borist kæra vegna atviksins, en lögregla rannsaki alltaf mál af þessu tagi. Meira »

Strekkings norðanátt á landinu í dag

08:40 Áframhaldandi strekkings norðanátt verður á landinu í dag með talsverðu vatnsveðri fyrir norðan, en víða verður léttskýjað syðra. Norðanátti gengur síðan niður á morgun og veður fer skánandi. Meira »

Ekki vitað um íslensk fórnarlömb

08:21 Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu um að ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á meðal þeirra sem létu lífið eða særðust í hryðju­verk­inu í Barcelona í gærdag, þegar sendiferðabíl var ekið á hóp fólks á Römblunni. Meira »

Plakat Loftleiða falt fyrir 65.000 kr.

08:18 Gamalt plakat frá flugfélaginu Loftleiðum, líklega frá árinu 1955, er nú til sölu á vefsíðunni eBay. Athygli vekur að verðmiðinn er um 600 Bandaríkjadalir, eða um 65 þúsund íslenskar krónur. Meira »

Fær ekki greiddar frekari bætur

07:37 Samgöngustofa hefur úrskurðað að kona sem ferðaðist til Rómar með Wow Air í september síðastliðnum fái ekki bætur umfram þær sem Wow Air hefur nú þegar boðið henni vegna fimm daga farangurstafa. Meira »

Nýtt torg við Hlemm

05:30 Hafinn er undirbúningur deiliskipulags fyrir Hlemmsvæðið í Reykjavík. Þar er gert ráð fyrir að nýtt almenningstorg í líkingu við Austurvöll eða Lækjartorg verði þar sem nú er bílastæði við gamla banka- og pósthúsið við Rauðarárstíg. Meira »

Vilja reisa minnisvarða við Höfða

07:57 Bandaríska stríðsminnisvarðanefndin hefur sótt um leyfi til að reisa minnisvarða um seinni heimsstyrjöldina í Reykjavík.  Meira »

5 teknir við ölvunarakstur

06:43 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði 30 ökumenn við eftirlit með ölvunarakstri í nótt. 25 þeirra reyndust vera undir mörkum, en bifreiðum þeirra var lagt og bíllyklar teknir í vörslu lögreglu að því er segir í dagbók lögreglu. Meira »

Fleiri vinna 40 stundir í viku

05:30 Um þriðjungur starfandi fólks á íslenskum vinnumarkaði segist nú vinna sléttar 40 stundir að jafnaði í venjulegri viku og er það 2,2% aukning frá sama tíma í fyrra. Meira »
Vandaðir gúmmíbátar, slöngubátar, CAMO
Gúmmíbátur, slöngubátur. Bátarnir eru 3,30 m á lengd og 1,52 m á breidd. Geym...
Til sölu Man
Til sölu Man 26-440 árg 2012, ekin 300.000 km. Bíll í topp standi. Hjólabil 51...
Til sölu nýr Yamaha utanborðsmótor, 2,5 Hö
Mótorinn er 4 gengis, nýr og ónotaður, kom til landsin í lok júklí. Kostar 19...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...