Komin í mark eftir 290 kílómetra

Mynd/Glacier 360

Fjalla­hjól­reiðakeppn­inni WOW Glacier 360 lauk fyrr í dag þegar keppendur hjóluðu frá Hveravöllum í mark fyrir ofan Gullfoss. Í keppn­inni var hjólað í kring­um Lang­jök­ul á þrem­ur dög­um, sam­tals 290 kíló­metra. Dag­leiðirn­ar voru á bil­inu 85 til 111 km lang­ar.

Mynd/Glacier 360

Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Made in Mountains, segir lokasprettinn hafa gengið mjög vel í dag og komu keppendur í mark við Gullfoss í einmuna veðurblíðu. Nú slaka keppendur á í sundi í Úthlíð og slegið verður upp grillveislu. Verðlaunaafhending fer svo fram í kjölfarið. 

Mynd/Glacier 360

WOW Glacier 360 var haldin í fyrsta skipti í fyrra og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Eingöngu var keppt var í paraflokkum, en þeim var skipt í nokkra flokka; svokallaðan elite-flokk karla og kvenna þar sem keppendur í alþjóða hjólreiðasambandinu fá alþjóðleg stig fyrir þátttökuna, hefðbundinn flokk karla og kvenna, flokk 40 ára og eldri og flokk 50 ára og eldri. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin.

Mynd/Glacier 360

ELITE KARLAR

Úrslit:

 1. sæti: Team Trek Sparebaken Hedmark Anders Fiskvik og Eirik Fiskvik (Noregur). Heildartími: 11:37:22
 2. sæti: Team FujiBikes Rockets Michael Schuchardt og Christopher Maletz (Þýskaland). Heildartími: 11:54:10
 3. sæti: Liberty Seguros - Abax Greg Saw (Ástralíumaður frá Noregi) og David Rosa (Portúgalskur). Heildartími: 11:59:53

ELITE KONUR

 1. sæti: Morgunblaðið 2. Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir og Anna Kristín Pétursdóttir. Heildartími: 16:50:09
 2. sæti: Garmin Specialized. Ágústa Edda Björnsdóttir og Kristrún Lilja Júlíusdóttir. Heildartími: 18:54:46
 3. sæti N/A voru ekki fleiri

KARLAR

 1. sæti Team Grey. Arnar Gauti Reynisson og Magnús Sigurjónsson. Heildartími:  14:30:10
 2. sæti Powerbar South Africa. Gregg Grobler og Rowan Grobler (Bretland)Heildartími: 14:43:18
 3. sæti Shimano Europe. Dennis Schmitz (Belgium) og Pieter Vincent (Holland). Heildartími: 18:19:35

KONUR

 1. sæti: Strongher.cc. Catriona Sutherland og Juliet Elliot (Skotland). Heildartími: 17:36:00
 2. sæti: Adventure212/Specialized. Bandaríkin Heildartími: 18:08:28.8
 3. Sæti: Team Nonstop. Kym Nonstop (USA) og Juliet Elliot (UK). Heildartími: 21:46:05

MASTERS (40 ára og eldri)

1.sæti: Bumbuloni. Matthías Guðmundsson og Kristján Árni Jakobsson. Ísland. Tími:       13:45:24

2. sæti: Adventure212/Specialized. Chris Peariso og Rob Angelo. Bandaríkin. Heildartími: 13:53:59.7

3. sæti: Double D. Davíð Albertsson og Daði Hendricusson Ísland. Heildartími: 14:52:02.6

GRAND MASTERS (50 ára og eldri)

1.sæti: Kihlborg. Oskar Kihlborg og Patrik Kihlborg. Svíþjóð. Heildartími 16:21:20

2. sæti: Team Asseco. Søren Steffensen og Torben Richard Faldholt. Denmark. Heildartími: 16:46:16

3. sæti: IT CHAMPIONS. Jan Kren og Robert Tachovsky. Tékklandi. Heildartími: 16:52:02

Mynd/Glacier 360
Mynd/Glacier 360
Mynd/Glacier 360
Mynd/Glacier 360
mbl.is

Innlent »

Ókeypis menntun keppikefli

08:18 „Það á að vera keppikefli okkar að menntun og skólakerfi sé nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu frá upphafi leikskóla til loka framhaldsskóla,“ sagði Þórður Hjaltested, formaður Kennarasambands Íslands, á opnum fundi Kennarasambandsins og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna. Meira »

Sífellt fleiri fastir í foreldrahúsum

07:57 Um 20 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára búa í foreldrahúsum hér á landi um þessar mundir. Hefur fjölgað hratt í þessum hópi undanfarið. Meira »

„Ég hafna þessum 50 milljónum“

07:53 „Ég hafna þessum 50 milljónum alveg. Þetta er ekki eitthvað sem er hér á hverju strái,“ sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, í Morgunútvarpi Rásar 2, um ummæli Brynjars Þórs Níelssonar í sama þætti í gærmorgun. Meira »

Áform um átta hæða hús við Skúlagötu

07:47 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur kynnt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hluta Skúlagötusvæðis. Um er að ræða tæplega eins hektara svæði sem nær yfir óbyggða lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs og óbyggt borgarland milli Skúlagötu og Sæbrautar. Tillagan verður næst tekin fyrir í borgarráði. Meira »

Skaflinn lifði af sumarið

07:37 Gránað hefur í Esjuna og farið að fjúka í litla skafla í efstu brúnum. Engu að síður sést enn móta fyrir gömlum sköflum efst í Gunnlaugsskarði. Meira »

Tóku upp atriði í Hvalfjarðargöngunum

07:24 Mótorhjólaatriði í stuttmynd með nýju lagi bandaríska tónlistarmannsins Elliot Moss var tekið upp í Hvalfjarðargöngum í nótt. Kvikmyndagerðarmenn nýttu sér tækifærið þegar göngin voru lokuð vegna viðhalds og þrifa og sviðsettu dramatíska mótorhjólaferð sem endaði miður vel. Meira »

Eistnaflug verður haldið næsta sumar

06:57 Tekist hefur að fjármagna félagið sem stendur að baki Eistnaflugi í Neskaupstað og verður rokkhátíðin því haldin næsta sumar. Nýir hluthafar eru teknir við og eru þar stærstir SÚN, Karl Óttar Pétursson og Birgir Axelsson. Stefán Magnússon hefur selt hlut sinn í félaginu og dregið sig úr stjórn. Meira »

Handtekinn ölvaður við Stigahlíð

07:09 Ölvaður maður var handtekinn upp úr klukkan 18.30 í gærkvöldi eftir að hann hafði komist inn í húsnæði við Stigahlíð.  Meira »

Freyja stefnir Barnaverndarstofu

06:27 Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast varanlegt fósturforeldri. Meira »

Eldur í ofni í Airbnb-íbúð

06:20 Eldur kom upp í bakarofni í fjölbýlishúsi á Grettisgötunni seint í gærkvöldi. Um var að ræða Airbnb-íbúð og voru erlendir ferðamenn í henni þegar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Meira »

Stormur með suðurströndinni

06:06 Búist er við stormi, meðalvindi meira en 20 metrum á sekúndu, með suðurströndinni fram á kvöld. Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum eftir hádegi og þangað til á föstudagsmorgun með vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum. Meira »

Andlát: Dagbjartur Einarsson, fv. útgerðarmaður

05:30 Dagbjartur Garðar Einarsson, fyrrverandi útgerðarmaður, skipstjóri og forstjóri Fiskaness hf., lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík í gær, 81 árs gamall. Meira »

Telja að 570 hjúkrunarfræðinga vanti

05:30 Hraða þarf nýliðun hjúkrunarfræðinga í heilbrigðiskerfinu á næstunni. Þetta er niðurstaða nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun, menntun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Meira »

Miðað við ráðgjöf í kolmunna

05:30 Ekki náðist samkomulag um skiptingu kolmunna á fundi strandríkja í London í vikunni. Hins vegar var ákveðið að setja kvóta samkvæmt ráðgjöf ICES og nýtingarstefnu sem samþykkt var í fyrra. Meira »

Stórauknar tekjur og eignir

05:30 Laun og starfstengdar greiðslur fjölskyldna og einstaklinga hækkuðu mikið í fyrra og voru 84 milljörðum kr. hærri en árið á undan. Ef þessi hækkun er borin saman við launagreiðslur árið 2009 er um 11% vöxt raunlauna að ræða í landinu. Meira »

Samgönguráðherra fékk ekki far til Eyja

05:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra ætlaði að halda opinn hádegisfund með Vestmannaeyingum í hádeginu í gær. Hætt var við fundinn þegar flugi var aflýst í gærmorgun og Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar. Meira »

Undirheimar bönkuðu ranglega upp á

05:30 Þjóðskrá Íslands fær 34.000 til 36.000 lögheimilistilkynningar inn á sitt borð ár hvert, en rangar skráningar eru áætlaðar um 1-2% allra flutninga. Meira »

Mikil tæring í leiðslum tefur

05:30 Mikil tæring hefur komið í ljós í leiðslum í veltitanki og á vinnuþilfari rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar. Skipið verður úr leik í einhverjar vikur af þessum sökum, jafnvel fram að áramótum, og hafa tafir orðið á rannsóknaverkefnum Hafrannsóknastofnunar. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

SÆT ÍBÚÐ TIL LEIGU Í VENTURA FLORIDA
GOLF & SÓL . Vel búin & björt 2 svh & 2 bh íbúð á 18 holu golfvallarsvæði. 2 sun...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
Teikning eftir Mugg til sölu
Til sölu blýants- og tússteikning eftir Mugg, stærð 17,5x22 cm. Úr seríunni Sjöu...
Fornhjól til sölu
Súkka 81 Gs 1000 L til sölu frábært hjól ekið aðeins 13000. m eð ca 20,000 km e...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...