Komin í mark eftir 290 kílómetra

Mynd/Glacier 360

Fjalla­hjól­reiðakeppn­inni WOW Glacier 360 lauk fyrr í dag þegar keppendur hjóluðu frá Hveravöllum í mark fyrir ofan Gullfoss. Í keppn­inni var hjólað í kring­um Lang­jök­ul á þrem­ur dög­um, sam­tals 290 kíló­metra. Dag­leiðirn­ar voru á bil­inu 85 til 111 km lang­ar.

Mynd/Glacier 360

Björk Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Made in Mountains, segir lokasprettinn hafa gengið mjög vel í dag og komu keppendur í mark við Gullfoss í einmuna veðurblíðu. Nú slaka keppendur á í sundi í Úthlíð og slegið verður upp grillveislu. Verðlaunaafhending fer svo fram í kjölfarið. 

Mynd/Glacier 360

WOW Glacier 360 var haldin í fyrsta skipti í fyrra og er þetta eina fjöldaga fjallahjólakeppnin á Íslandi. Eingöngu var keppt var í paraflokkum, en þeim var skipt í nokkra flokka; svokallaðan elite-flokk karla og kvenna þar sem keppendur í alþjóða hjólreiðasambandinu fá alþjóðleg stig fyrir þátttökuna, hefðbundinn flokk karla og kvenna, flokk 40 ára og eldri og flokk 50 ára og eldri. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin.

Mynd/Glacier 360

ELITE KARLAR

Úrslit:

  1. sæti: Team Trek Sparebaken Hedmark Anders Fiskvik og Eirik Fiskvik (Noregur). Heildartími: 11:37:22
  2. sæti: Team FujiBikes Rockets Michael Schuchardt og Christopher Maletz (Þýskaland). Heildartími: 11:54:10
  3. sæti: Liberty Seguros - Abax Greg Saw (Ástralíumaður frá Noregi) og David Rosa (Portúgalskur). Heildartími: 11:59:53

ELITE KONUR

  1. sæti: Morgunblaðið 2. Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir og Anna Kristín Pétursdóttir. Heildartími: 16:50:09
  2. sæti: Garmin Specialized. Ágústa Edda Björnsdóttir og Kristrún Lilja Júlíusdóttir. Heildartími: 18:54:46
  3. sæti N/A voru ekki fleiri

KARLAR

  1. sæti Team Grey. Arnar Gauti Reynisson og Magnús Sigurjónsson. Heildartími:  14:30:10
  2. sæti Powerbar South Africa. Gregg Grobler og Rowan Grobler (Bretland)Heildartími: 14:43:18
  3. sæti Shimano Europe. Dennis Schmitz (Belgium) og Pieter Vincent (Holland). Heildartími: 18:19:35

KONUR

  1. sæti: Strongher.cc. Catriona Sutherland og Juliet Elliot (Skotland). Heildartími: 17:36:00
  2. sæti: Adventure212/Specialized. Bandaríkin Heildartími: 18:08:28.8
  3. Sæti: Team Nonstop. Kym Nonstop (USA) og Juliet Elliot (UK). Heildartími: 21:46:05

MASTERS (40 ára og eldri)

1.sæti: Bumbuloni. Matthías Guðmundsson og Kristján Árni Jakobsson. Ísland. Tími:       13:45:24

2. sæti: Adventure212/Specialized. Chris Peariso og Rob Angelo. Bandaríkin. Heildartími: 13:53:59.7

3. sæti: Double D. Davíð Albertsson og Daði Hendricusson Ísland. Heildartími: 14:52:02.6

GRAND MASTERS (50 ára og eldri)

1.sæti: Kihlborg. Oskar Kihlborg og Patrik Kihlborg. Svíþjóð. Heildartími 16:21:20

2. sæti: Team Asseco. Søren Steffensen og Torben Richard Faldholt. Denmark. Heildartími: 16:46:16

3. sæti: IT CHAMPIONS. Jan Kren og Robert Tachovsky. Tékklandi. Heildartími: 16:52:02

Mynd/Glacier 360
Mynd/Glacier 360
Mynd/Glacier 360




Mynd/Glacier 360
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert