Bjóða út þjónustu að upphæð 830 milljóna

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Forauglýsing um samning um aðstoð og þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið birt á Evrópska efnahagssvæðinu. Markmiðið með þjónustunni er að tryggja öllum umsækjendum um alþjóðlega vernd félagslegan stuðning, upplýsingagjöf og óháða hagsmunagæslu.

Í tilkynningu Stjórnarráðs Íslands kemur fram að verið er að kanna áhuga á að bjóða þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Með samningnum verður stefnt að því að jafnræðis sé gætt, að umsækjendur fái vandaða málsmeðferð, viðeigandi þjónustu og eigi greiðan aðgang að stuðningi og upplýsingum.

Í forauglýsingunni kemur fram upphæð samningsins og nær hún 830 milljónum íslenskra króna. Einnig kemur þar fram hvers konar þjónusta skuli vera veitt, en hún snýr meðal annars að félagslegri aðstoð og réttargæslu.

Áhugasömum aðilum gefst kostur á að láta áhuga sinn í ljós til 1. september en auglýsinguna má nálgast hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert