Friðrik Þór settur rektor

Friðrik Þór Friðriksson.
Friðrik Þór Friðriksson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður hefur verið settur rektor Kvikmyndaháskóla Íslands til næstu áramóta. Hann tekur við starfinu af Hilmari Oddssyni, sem hefur látið af embætti rektors eftir sjö ára starf.

Friðrik Þór er einn þekktasti kvikmyndagerðarmaður landsins og á að baki langan feril bæði sem leikstjóri og framleiðandi.

Á heimasíðu Kvikmyndaskóla Íslands segir að Friðrik eigi í öllum flokkum myndir sem teljast verði klassískar í íslenskri kvikmyndasögu og að honum hafi hlotnast mikill fjöldi verðlauna og viðurkenninga á ferlinum. Þekktasta verk hans sé þó án efa Börn náttúrunnar, sem var m.a. tilnefnd til Óskarsverðlauna.

„Friðrik Þór hyggst leggja áherslu á að bæta kvikmyndagerð skólans enn frekar og að standa við bakið á nemendum í þeirra kvikmyndagerð,“ segir enn fremur á heimasíðu skólans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert