Fulltrúaráðið mun hafa lokaorðið

Fulltrúaráð Varðar, félags sjálfstæðismanna í Reykjavík, mun taka lokaákvörðun um hvernig prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verður háttað. Vörður samþykkti á stjórnarfundi sínum í síðustu viku að boða til leiðtogakjörs, en áætlað er að kjörið fari fram 21. október.

Leiðtogakjör fer fram með þeim hætti að oddviti listans er kjörinn en síðan stillir uppstillingarnefnd upp í önnur sæti listans. Sjálfstæðismenn hafa áður íhugað leiðtogaprófkjör og var tillaga um slíkt síðast lögð fram fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Tillagan var dregin til baka.

Til stóð að halda annan stjórnarfund hjá Verði vegna málsins í gær en fundinum var aflýst og málið er nú í höndum fulltrúaráðsins, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert